Fjallkonan


Fjallkonan - 09.02.1892, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 09.02.1892, Blaðsíða 3
9. febr. 1892. FJALLKONAN. 23 þeir sem heitast ég hef unnað og hreinast og hest í helvíti’ eiga að kveljast sem sárast og mest, því þeir voru svo gerðir — um suma það veist þú — að þeir höfnuðu kyrkjunnar orþodoxu trú. Og mörgum heimsins vitrustu’ og mestu og bestu mönnum þeim mokar kyrkjan niður til helvítis í hrönnum; þið prestar gnagið náinn og nístið svo tönnum. Ég held ég missti vitið, ef ég hefði slíka trú, þá heiftar-grimmu djöfla-trú, sem þú boðar nú. Nei, öruggari’ og göfugri’ hef eg og meiri trú á eilífum guðs kærleik og vísdóm heldr enn þú. Ég hef rétt sem þú að trúa því, að trúin min sé sönn, og til þeBS líka’ að mæla þig á sjálfs þíns eigin spönn: „þú trúir ei mínum sannleik, og svo er trú þín þvaður, og synd er þitt trúleysi, vantrúarmaður!“ þótt hvor um sig það segjum, hvað sönnum við með þeim orðum? Við sönnum ekki annað heldr enn kerlingarnar forðum, sem „klippt" sögðu og „skorið“, og klifuðust á því. í>ú kannast við þá sögu. — Nú slæ ég botninn í. Verslun á íslandi 1891. Af ull voru flutt frá íslandi til Ðanmerkr árið sem leið hér um bil 1,190,000 pund. Þar af voru óseld um nýár nál. 219,000 pund. En til Englands j hafa verið flutt hér um bil 329,000 pund ullar, og seldist hún þar lítt; fengust þetta 54—56 aurar fyr- ir pundið. Enn í Kaupmannahöfn hefir hvít idl selst j þetta upp og niður eftir gæðum á 57—72 aura pund- j ið; mislit ull á 45—50 aura; svört ull á 52—56 aura og oþvegin haustull á 45—50 aura. Af ull hefir ver- ; ið flutt frá íslandi hér um bil 100,000 pundum meira j 1891 en 1890. Af lýsi hafa verið fluttar frá íslandi 1891 hér um bil 8,600 tunnur eða nálega 500 tunnum minna en 1890. Óseldar voru um nýár þar af hér um bil 1,900 tunnur. Gufubrœtt hákarlslýsi seldist fyrir 33—38 ^ kr. 210 pottar; pottbrætt h&karlslýsi 31—37x/2 kr.; dökt hákarlslýsi á 25—30 kr.; tært þorskalýsi á 27— j 37 kr.; dökt þorskálýsi á 22—313/4 kr.; tært sellýsi j á 32—35 kr. og hvallýsi á 32 kr. Af saltfiski eru flutt hér um bil 5,765,000 pund árið 1891 til Danmerkr. Óseld voru um nýár nál. j 600,000 pund. Austfirskr og norðlenskr saltfiskr gekk þar upp og ofan á 47—50 kr. 320 pund, en vest- flrskr fiskr komst hæst í 76 kr. og lægst í 39 kr. Smáfiskr seldist þetta á 29—38 kr. og ýsa á 24—40 kr. eftir gæðum, sumpart til Genua, en langa á 48— 52 kr. eftir gæðum. Tii Englands hafa árið sem leið verið flutt hér um bil 6,000,000 pund; seldist sáltfiskr þar upp og ofan þetta 17—19 p. sterl. fyrirlest; langa og smáfiskr upp og ofan á 15—17^/g P- sterl., en ýsa á 12—14 p. sterl. Til Spánar (Barcellona og Bilbao) hafa verið flutt síðast iiðið ár frá íslandi hér um bil 3, 055,000 pund af saltfiski, en liefir þetta ár selst þar treglega; var kvartað yfir verkun á fiskinum, enda voru tveir farmar sendir til Björgynjar í Október, er seldir skyldi á Spáni, og fóru þeir fyrir 61—62 kr Annars seldist islenskr saltfiskr á Spáni síðasta ár á 49x/2—644/5 kr. Um nýár var þar óseldr einn skipsfarmr frá ísafirði. Til Genua hafa 1891 verið flutt nál. 887,000 pund af saltfiski; seldist þar smá- fiskr á 46— öl^/a kr. 320 pund, og ýsa 35—42 kr. en sendir voru tveir farmar til Björgynjar í Septem- ber, er selja átti í Genua og fór smáfiskr á 47 kr. og ýsa á 38 kr. Árið 1891 hefir verið flutt frá íslandi um 320,000 pundum meira af saltfiski en 1890. Af haráfiski hafa siðastliðið ár verið flutt út um 132,000 pund eða nálega 40,500 pundum meira en árið þar áður. Verð á honum hefir verið mjög breyti- legt, þetta 120—220 kr. fyrir 320 pund. Af tólg hafa verið flutt frá íslandi nálægt 63,600 pund 1891 eða um 46,900 pundum meira en árið áð- ur. Þar af voru óseld um nýár hér um bil 22,000 pund. Tólg hefir selst þetta á 21—32 aura pundið. Af söltuSu sauðákjöti hafa á síðastliðnu ári flutst frá íslandi til Kaupmannahafnar hér um bil 3,200 tunnur eða nál. 1700 tunnum meira en 1890. Um nýár voru þar af óseldar um 1100 tunnur. Það stóð hæst í 58 kr., en seldist í Nóvember og December á 38—43 kr., 224 pund. Gœrur hafa gengið vel út. Af þeim komu til Dan- merkr nál. 11,900 vöndlar síðastliðið ár, en 1890 ekki nema eitthvað 3,780. Gærur hafa selst á þetta 2—3 kr. og eru útgengnar. Hreinsaðr œðardúnn. Af konum fluttust út hér um bil 8,300 pund 1891 eða nál. 2700 pundum meira en 1890. Óseld voru um nýár hér um bil 1350 pund. Dúnninn seldist upp og niðr eftir gæðum á 9—12 krónur. Sf. Landsbankinn. Bankastjórnin hefir nú lagt til og samþykt breytingar nokkrar á reglugerð bankans að því er útlán snertir, og hefir landshöfðingi sam- þykt. Breytingarnar eru í þvi fólgnar, að bankinn lánar gegn vátryggingu í húsum í kaupstöðum og versl- unarstöðum út um land, ef húsin eru vátryggð í vá- tryggingarfélagi sem hefir umboðsmann í Reykjavík. Hús sem fyigja jörð verða ekki tekin sem sérstakt veð þótt vátrygð séu. Bankinn annast þá greiðslu vátryggingargjaldsins, og ber að greiða honum það fyriríram og kostnað sem því fylgir. Fasteignir sem eiga að vera veð gegn láni í bankanum skulu virtar af 2 óvilköllum, kunnugum, af sýslumanni útnefndum mönnum. Er því ekki lengr heimtað, að virðingar- menn séu dómkvaddir. — Þessar breytingar eru til mikilla bóta, enn ekki hefir bankastjórnin fallist á að leggja til að neitt verði framkvæmt að sinni um samband bankans við erlenda banka, né heldr í þá átt að stofna útibú eða lengja hinn daglega starfs- tíma í bankanum, sem alt var tekið fram í ályktun alþingis. Inngvailaf'undaráskorunin í 1. blaði Fjallk. þ. á. hefir haft þann árangr, að forsetar beggja deilda á síðasta alþingi, Benedikt Kristjánsson og Þórarinn Böðvarsson, hafa auglýst í blöðunum, að þeir væra fúsir til að kveðja til Þingvallafundar í sumar kom- andi, ef þeir fengi áskoranir um það úr meiri hluta kjördæmanna á landiuu. Kemr þá til kasta þjóðar- innar, hvort framkvæmd verðr úr því. Auglýsing þessi kom svo seint frá forsetunum, að hún gat ekki komist í Fjallk. áðr enn póstar fóru síðast. Tíðarfar. Mikill snjór er kominn allstaðar sem til spyrst og haglaust. í gær brá til þíðu og í dag er góð hláka.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.