Fjallkonan


Fjallkonan - 23.02.1892, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 23.02.1892, Blaðsíða 2
30 FJALLKONAN. IX, 8. óskertum. Um leið og hann hefir tekið að sér org- anslátt i kirkju, er hann bundinn við að syngja við hvert tækifæri (jarðarfarir, giftingar o. s. frv.) og ekki nóg með það, hann verðr auk þess að sjá um að hafa menn sér til aðstoðar við sönginn, og hér um bil hvergi til sveita og óvíða i kaupstöð- nm, nema í Rvík, er honum borgað fyrir það. Oft stendr svo á, að bæði organleikarinn og aðstoðar- menn hans fara frá vinnu, hvernig sem á stendr, og gengr þá fljótt á launin. Ef tekið er tillit til kostnaðarins við námið, er organleikarastarfið ekki eftirsóknarvert. Þegar nú er litið yfir ástandið í heild sinni, getr þá nokkrum blandast hugr um það, að hér er þörf að reyna að koma á betra skipulagi, gera námið kostnaðarminna og fullkomnara? Með hverju móti verðr það? Með því að stytta vegalengdina milli kennara og nemanda. (Niðrl. næst). Ameríkst kirkjufrjálslyndi. 7. ágúst í sumar sló þrumueidi niðr skamt frá bænum Crookston í Minne- sota, og varð að bana ungum manni og efnilegum, sem var sonr hjóna þar í grendinni. Hann var vel látinn af öllum, og eftiriætisbarn foreldra sinna, enn móðir hans þótti hann vanrækja lestr biblí- unnar, og hafði oft vandað um það við hann. Fyr- ir ári hafði hann legið hættulega sjúkr, og hafði þá móðir hans beðist fyrir, að hann fengi að lifa eitt árið enn, ef verða mætti að honum snerist hugr. Hann hafði farið að heiman til að leita sér vinnu, þegar hann varð fyrir eldingunni, enn hann hafði þá ekki haft biblíuna með sér. Það var þungt fyrir foreldrana að missa hann, og einkanlega af því þau höfðu áðr mist börn sín í hvirfilbyl. Þeg- ar jarðarförin átti að fara fram, sagði móðir hans prestinum frá því, að hann hefði ekki verið svo guðrækinn sem skyldi, hvernig hún hefði beðið fyrir honum þegar hann lá veikr og að hann hefði nú skilið eftir biblíuna, þegar hann fór síðast að heiman. — Leikmaðr hélt húskveðjuna yfir honum og taldi mikil tvímæli á sáluhjálp hans. Prestrinn, séra Westphal frá Crookston, hélt líkræðuna. Hann dró engar dulur á það, að hinn framliðni unglingr hlyti að hafa farið til helvítis. Hann lagði út af dæmi- sögunni um fíkjutréð og víngarðsmanninn, sem bað að tréð mætti fá að standa eitt ár óhöggvið, enn ef það bæri þá ekki ávöxt, skyldi höggva það og brenna, og kvað þetta dæmi eiga við þennan ung- ling, sem fyrir bænarstað móðurinnar hefði fengið að verða einu ári eldri til þess að geta betrað sig, enn refsihönd drottins hefði nú hirt hann og kast- að honum í eilífan eld. Ef' til vill hefði guð einn- ig refsað honum fyrir ranglæti feðra hans, sem hefnt væri á börnunum, eða guð hefði varpað hon- um til helvítis foreldrum hans til skelfingar og við- vörunar, ef verða mætti að þau sæi að sér. — Það má geta nærri, hve sárt hefir verið fyrir foreldr- ana, að hlýða á þessa ræðu frá þessum drottins þjóni, sem þau álitu vera, enda brá móður piltsins svo við, að hún varð brjáluð, fékk taugateygjur, svo að 2—3 menn þurfti til að halda henni, og lá við dauðann, er þetta var ritað í amerísk blöð (í sama mánuði). Sjónleikirnir. ísafold hefir í 7. og 8. tölubl. þ. á. flutt allýtarlega grein um sjónleikiua hér í vetr, og ætla ég því ekki með línum þessum að rita neinn reglulegan dóm (kritik) um þá, einkum þar sem ég er ísaf. alveg samdóma í flestum atriðum. Ég hygg líka, að lesendum blaðanna, að undanteknum Reykjavíkrbúum, mundi flestum þykja lítið til koma, þótt þau flytti ýtarlegan dóm um þá. Eg vildi að eins gera fáeinar athugasemdir, eins og til upp- fyllingar greininni í ísafold. Það hefir sannarlega oft litið svo út, þegar leikið hefir verið, sem leikendrnir ímynduðu sér, að það væri aðalatriðið að vera sem ónáttúrlegastr, annars væri það enginn leikr. í vetr ber öllu minna á þessu, þó einstaka leikandi geri sig sekan i ýms- um öfgum, eins og ísaf. tekr sérstaklega fram um Skrifta-Hans. Hann er einhver helsta persónan, og jafnframt vandleiknasta, í leikritinu „Æfintýri á gönguför", og þótt óneitanlega megi margt aðjhonum finna, einkanl. i nætrkaflanum, leikr hann víða dá- vel; enn sá leikandi virðist heldr ekki eiga upp á pallborðið hjá ísaf., því ekki fær hann meira hrós hjá henni fyrir Vinge í „Brúðkaupsbaslinu“ né Vinkil í „Pétri makalausaL‘. Ég skal fúslega játa, að leikanda þessurn er talsvert ábótavant í báðum þeim persónum (einkum Vinkii); honum hættir of mjög við að hafa sömu tilburði og hreyfingar upp aftr og aftr, hvaða per- sónu sem hann svo leikr, enn aftr á móti virðist mér hann í samanburði við aðra leikendr verða fremr hart úti í ísaf. Vinge leikr hann t. d. að mínu áliti sumstaðar vel viðunanlega, og þann kost hefir hann, að áherslan á því, sem hann talar, er réttari og náttúrlegri enn hjá sumum hinna leikendanna. Það er yfir höfuð lýti á leik sumra, einkum kvenfólksins, að áhersl- an er svo ónáttúrleg og ólík vanalegu tali, og ef ég annars viidi nokkuð setja út á frú Drejer í „Brúðkaupsbaslinu11 og Jó- hönnu 1 „Æfintýrinu“, þá yrði það hið fyrsta og helsta, að á- herslan hjá þeim væri sumstaðar ónáttúrleg. ísafold segir, að sá, er nú leikr assesor Svale, stæli um of þann, er lék hann i fyrra, enn þvi get ég ekki verið samdóma, enda mun fáum sýn- ast svo. Það er næsta ólíklegt að svo geti verið, þar sem hann mun annaðkvort einu sinni eða aldrei hafa séð hinn fyrri; auk þess sýnir sá leikandi það einnig í „Pétri makalausa", að hann er fremr vel hæfr til þess að leika. Um aðra leikendr er ég yfir höfuð samdóma ísaf., nema hvað ég vildi bæta því við um Lúðvík, málfærslumanninn, að hann er svo rolulegr, að það virðist næstum óskiljanlegt að honum gæti komið til hugar að þrjóskast gegn garnla Klam, auk þess sem limaburðr hans er óviðfeldinn. Amalía í „Pétri makalausa" er réttvel leikin, og svo barnaleg og blátt áfram, að maðr verðr mjög vel ánægðr með hana. Að endingu vildi ég minnast lítið eitt á áhorfendrna. Á hverju hausti er það vanalega fyrsta spurningin, hvar sem maðr kemr: „Skyldi verða leikið í vetr, veist þú nokkuð um það?“ Og þegar svo loksins er orðið afráðið að leika, þá verðr fögn- uðrinn ekki smáræði hjá flestum, og hver, sem vetlingi getr valdið, fer þá að hugsa um að nurla saman fyrir einu bílæti, og er slíkt alls ekki láandi, þar sem sjónleikir eru einhver hin besta skemtan fyrir alla. Enn það er hraparlegt, þegar áhorf- endrnir gera sitt til að skemma leikina með þvi að klappa sem mest lof í lófa fyrir þeim leikandanum, sem leikr ónáttúrlegast og fjarri réttu lagi, eða þegar þeir ekki bera skynbragð á að gera mun á þvi i leikritinu, sem er alvarlegt, og hinu, sem er glens og fyndni, heldr eru með mas, hlátrasköll og lófaklapp þar sem alvaran er mest. Ég vil t. d. nefna samtalið milli Ejbeks og Skrifta-Hans i „Æfintýrinu“. Enn þó tekr út yfir, þegar áhorfendr láta kurteisi(!) sina i ljós með lófaklappi, þegar einhver leikandinn á ekki því láni að fagna að vera gæddr góðum sönghljóðum, þótt hann að öðru leyti leiki fremr vel alt það sem honum er sjálfrátt. Auðvitað er það ekki nema uokkur hiuti áhoríendanna, sem þannig fer að, og þá helst hinir ó- mentuðustu. ;s. Þýpsta boruu í jörð niðr, sem að undanförnu hefir verið gerð, er við Potsdam (í Þýskalandi), og er 4070 fet. Nú hefir verið grafið dýpra niðr í Vestr- Virginíu í Bandaríkjunum, 5094 fet; var þar neðst lag af gullblendum kvarzi og fleiri dýrum málmblend-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.