Fjallkonan - 23.02.1892, Page 3
23. febr. 1892.
FJALLKONAN.
31
ingum. Ameríkumenn ætla að halda áfram að bora
niðr svo lengi sem auðið verðr.
Yið infiuenzu er nú farið að hafa lyf það, sem
nefnt er salipyrin, og þykir gefast vel.
Fólkstala í London er nú nokkuð yfir 5x/2 miljón,
og er það talsvert fleira fólk enn í París, Berlín, Vín
og Róm samanlögðum.
(xladstone hefir verið beðinn að rita í mánaðar-
ritið North-American Review. Ritlaun doll. 100
(=1800 kr.) fyrir 3000 orð.
Forstjóri háskólans í Munchen (von Christ)
hafði komist þannig að orði í ræðu einni, er hann
tók við embættinu: „Að vísu er hinn sögulegi
grundvöllr vor miðaldarlegr, ennhvað sem þvi líðr,
þá erum vér samt hörn aldar vorrar og allir sam-
an fyrir löngu lausir orðnir við höft hinna
kirkjulegu trúarsetninga (,,dogma“). Kaþólskir
menn (um prótestanta er ekki getið) hafa hneysl-
ast mjög á þessum orðum og krafist atgerða mót
slíkum árásum gegn löggildum kristíndómi við
æðsta skóla landsins.
Grullhrúðkaupsdagr hinna dönsku konungshjóna
er sem kunnugt er í maím. næstk. Til þess há-
tíðarhalds er væntanlegt þetta stórmenni: Vilhj. II.
pýskalandskeisari, Alex. III. Rússakeisari og drotn-
ing hans með annari fjölskyldu, Viktoría Englands
drotning, Oskar II. Svíakonungr, Georg Grrikklands
konungr, prinsinn af Wales með konu og börnum,
Thyra hertogafrú af Cumberland; sumir segja einn-
ig Leopold II. Belgíukonungr.
Rufuskip er í smíðum í New-York, sem á að fara
milli Evrópu og Ameriku á 5 dögum. Skipið á að
verða 600 feta langt með fleiri gufuvélum, er sam-
tals hafa 33,000 hestaafl. 19—20 mílur á stund
hefir verið mestr hraði gufuskipa hingaðtil, enn
þetta nýja skip á að fara 24 mílur á stund.
Tíðarfar. Harðindi, mikill snjór og hagleysur
virðast nú vera um alt land.
Hafíshroði hefir sést fyrir Norðrlandi, enn ekki
rekið inn er síðast fréttist.
Aflahrögð dágóð við utanvert ísafjarðardjúp (í Bol-
ungavík) frá nýári enn stopul vegna ógæfta. Ann-
ars lítið um fiskifréttir, nema góðr afli í Garðsjó.
Auglýsið 10 sinnum. Binhyer mesti kaupmaðr í Lundúnum
hefir lýst árangri blaðaauglýsinga þannig: í íýrsta sinn sér
blaðlesandinn ekki auglýsinguna; í annað sinn sér hann hana;
i þriðja sinn les hann hana; í fjórða sinn lítr hann eftir verði
hins auglýsta hlutar; i fimmta sinn skrifar hann hjá sér stað-
inn; i sjötta sinn talar hann um það við konuna sina; í sjö-
unda sinni fastræðr hann að kaupa; í áttunda sinn kaupir hann;
í niunda sinn leiðir hann athygli vina sinna að auglýsingunni;
í tíunda sinni tala vinirnir um það við konur sinar. — Best
því að auglýsa tíu sinnum.
Lífsáhyrgðar- og fraiufærslustofuunin í Kaup-
manuahöfn tekr menn jtil lífsábyrgðar með ýmsu
móti. Ríkissjóðr Dana ábyrgist full skil á öllum
skuldbindingum, sem stofnunin tekst á hendr. Sam-
kvæmt lögum 15. maí 1889 hefir stofnunin á sama
ári borgað skiftavinum sínum 4x/2 miljón króna í
uppbót (,,bonus“), og Iögin taka það fram, að
menn eftirleiðis megi eiga uppbót í vændum.
Umboðsmaðr stofnunarinnar í Reykjavík er dr.
med. héraðslæknir J. Jónassen. Hann útvegar
mönnum nýjar tryggingar og veitir nákvæmari
upplýsingar. Hjá honum fæst einnig ókeypis prent-
aðr „Leiðarvísir til lífsábyrgðar“, og eyðublöð til
útfyllingar handa þeim, sern vilja tryggja líf sitt.
Helgi Jónsson
3 Aðalstræti 3
kaupir
Tuskur (helst prjón). Hvalskíði.
Segldúk gamlan. Lambskinn.
Kaðal — Polaldaskinn.
Netaslöngur— Hundsskinn.
Járn — Kattaskinn.
Kopar — Tóuskinn.
Eir — Sauðagærur svartar.
Látún — do. hvitar.
Zink — Kálfskinn, órökuð.
Blý - Tog. Ullarhnot.
Tin — Hrosshár.
Bein Álftafjaðrir.
Saltfiskr eða ýsa óskast til kaups fyrir peninga
eða sauðskinn. Ritstj. vísar á.
Óskiljanlegir fyrirburðir. [Framh.]
Frk. Olsen tók til orða, og mátti glögt sjá á limaburðum
hennar að henni var mikið niðri fyrir. Ég skrifaði upp það sem
hún sagði, og var það á þessa leið:
„Þarna á milli þorpanna — er vegr — í skóginum —• nú kemr
hann — byssa — þarna er hann — hann ekr i vagni — hestrinn
ætlar að hnjóta um grjótið •— haltu við hestinn. Haltu við hest-
inn, — nú drepr hann hann — hann kraup þegar hann skaut af
byssunni — blóðið lagar úr honum — nú hleypr hann í skóginn
— takið hann — hann hleypr i öfuga átt við það sem hestrinn
fer — í ótal krókum, ogferengar götur. Hann er í yfirhöfnog
gráklæddr, — hann er síðhærðr og jarphærðr, hárið hefir ekki
verið klipt nýlega — gráeygðr, — iskyggilegr á svip — jarpskeggj-
aðr og skeggið mikið — hann er vanr sveitavinnu. Ég held hann
hafi skorið sig í hægri hendina. Hann hefir ör í þumalfingrs-
greipinni. Hann er hræddr um sig og huglaus.
Morðinginn býr í rauðleitu timbrhúsi, sem er skamt frá al-
faraveginum. Niðri i húsinu er herbergi og þar inn afeldahús;
þá kemr gangr; annað stórt herbergi er þar líka, sem ekki er
áfast eldhúsinu. Kirkjan í Wissefirði er á hægri hönd, þegar
staðið er í ganginum.
Hann bar hatr til mannsins, sem hann myrti. Það er eins og
hann hafi keypt eitthvað — pappir. Hann fór að heiman í dög-
um og framdi morðið um kveldið11.
Brk. Olsen var þá vakin, og mundi hún greinilega alt sem
hún hafði séð. Það hafði gert mikil áhrif á hana.
Alt stóð heima, sem hún hafði sagt, og morðinginn hafði ör-
ið á hendinni. Hún hafði aldrei séð hann og vissi ekkert um
morðið áðr.
Einskonar umskiftingr.
Sú hugmynd, að í hverjum manni sé tvenskonar eða fleiri sál-
arlíf, er gömul, og hefir oft verið ritað um það efni. Hið enska
„sálarlífsrannsóknarfélag11 hefir meðal annars gert rannsóknir
um það. Einn af félagsmönnum, prófessor W. Barret, skýrir
svo frá einu dæmi um það:
Prestssonr einn í Norðr-London lá hættulega veikr. Þegar
honum fór að batna, tók heimilisfólkið eftir því, að hann var
nú orðinn svo umbreyttr, að hann var oft allr annar enn hann
átti að sér að vera. Þegar hann var þannig,; þekti hann ekki
foreldra sína, og mundi ekkert um bið fyrra lif sitt, nefndi sig
öðru nafni og hafði þá til að bera sönglistarhæfileika, sem hon-
um var annars alveg varnað. Þannig var hann til æfiloka eins
og tvær sálir byggi í sama likama.