Fjallkonan


Fjallkonan - 15.03.1892, Qupperneq 1

Fjallkonan - 15.03.1892, Qupperneq 1
IX ár Nr. 11* ^FJALLKONANr Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis). Gjalddagi 4a. júlí. RöykjílVÍk, 15. HlclFS 1892. Skrifst. og afgreiðslust.: Þingholtsstræti 18. Kristniboðsfélagið. Á prestastefnunni í sumar sem leið kom fram tillaga um að stofna íslenskt kristniboðsfélag, og hefir þessu máli verið hreyft oftar enn einu sinni í Kirkjublaðinu. Að félagið sé stofnsett, stjórn kosin o. s. frv. vitum vér ekki til, enn svo mikið er víst, að prestar hafa þegar byrjað á því, að reyta saman peninga hjá almenningi til þessa fyr- irtækis. Kristniboðið á að vera tvennskonar: 1. Kristniboð til að snúa heiðingjum, Tyrkjum, Gyð- ingum o. s. frv. til hinnar einu og sönnu evan- gelisk-lútersku trúar; 2. að snúa trúlausum Islend- ingum. Hafa nú klerkar þessir, sem vakið hafa máls á þessu og jafnvel safnað fé til þess hjá almenningi, athugað, hvað kristniboð mundi kosta 'suðr í Afríku eða austr í Asíu. Skemra mun líklegra ekki ferð- inni heitið. Svo sem 10000 kr. á ári er hið minsta, sem að líkindum þyrfti að leggja fram handa einum kristni- boða. Já, 10000 kr. er ekki svo mikið fé fyrir alla íslendinga, kunna menn að segja. — Sem betr fer, er alþingi ekki svo örlátt á landsfé, að það kasti út 10000 kr. í vafasöm fyrirtæki, og er þinginu þó oft brugðið um, að það fari ráðlauslega með landsfé. Eru þá nokkur líkindi til að landsmenn af fúsum vilja leggi á sig slika álögu á hverju ári? Og hvað munar svo um þetta? „Litlu munar“, sagði músin. Þetta yrði eins og einn dropi i hafinu í samanburði við kristniboðs- störf annara þjóða. Já, enn þótt vérgetum litlu áorkað, þá yrði það þó til góðs að greiða veg sáluhjálparinnar og betra heiðingjana. Vér skulum nú sjá, hvað eitt hið merkilegasta kirkjulegt timarit á Englandi, „ The Tabletu, ramm- kirkjulegt rit, segir um hin siðbætandi áhrif, sem kristniboðið hefir haft á aðalstöðvum þess. Það segir svo: „Nýprentaðar stjórnarskýrslur um efnalegar og siðlegar framfarir á Indlandi gefa góðar upplýs- ingar um þetta kristniboð, sem svo mikið er talað um“. „Af tölum skýrslnanna má ráða, að vér erum áreiðanlega spillingar frömuðir meðal þarlandsmanna, og gerum þá að verri mönnum með því að snúa þeim til vorrar trúar. Og þó er hið náttúrlega siðferðisstig þeirra svo hátt, að oss hefir ekki tek- ist að gera þá eins vonda og vér erum sjálfir“. „Hlutfallstala glæpamanna hjá hinum ýmsu trú- flokkum kemr þannig út: Evrópumenn 1 af 174. Innbornir kristnir menn 1 — 709. Múhammeðsmenn 1 — 856. Hindúar 1 — 1361. Buddha-trúarmenn 1 — 3787“. „í þessari síðustu tölu eru fólgnir lofstafir hinn- ar göfgu og hreinu Buddha-trúar, enn í annan stað gefa hagfræðisskýrslurnar oss þá áminningu, að í félagslegri pólitík mundi sú stefnan vera oss hollari, svona fyrstu mannsaldrana, að verja pen- ingum vorum og erfiðismunum til að betra vora eigin landa í stað þess að leitast við að spilla trú og siðferði annara þjóða, og það þeirra þjóða, sem með fyllsta rétti gæti gert út frá sér trúboða til að snúa oss til betrunar“. Svo segir hið enska kirkjulega timarit, og verðr því ekki brugðið um (vantrú‘; það er ekkert flokks- blað, heldr gefið út af því kirkjufélagi, sem mest af öllum hefir lagt í sölurnar fyrir kristniboð. Samanburðrinn á siðferði hinna kristnu og ó- kristnu, sem blaðið flytr eftir áreiðanlegum hag- skýrslum, er ekki ófróðlegr, enn ekki er hann eig- inlega hvetjandi fyrir þá sem vilja stofna til kristni- boðs á þessum tímum. Vér höfum tekið þetta fram þeim til íhugunar, sem eru að hugsa um að stofna til íslensks kristniboðs úti í heimi, og viljum ráða þeim til að snúa heldr starfsemi sinni í aðra átt fyrst um sinn. (Skírnir‘ og (Fréttir frá íslandi4. Sú var tíðin að (Skírnir‘ var gott, þarft og nauð- synlegt rit. Það var á þeim tímum, er vér höfð- um litlar aðrar fregnir um erlenda menn og ment- un enn þær, er oss bárust fyrir munn danskra far- manna, er komu hingað með (skipunum‘ á kaup- staðina einu sinni eða tvisvar á ári, og hafa þær vist ekki allar verið fémætar, ef dæma skal eftir sýnishorni því, er Árni Böðvarsson gefr oss af þeim, svo sem að Lundúnaborg hefði sokkið á næstliðnu hausti, þótt fólkið hefði reyndar alt komist út. — Þá kom hingað eitt póstskip (seglskip) árlega frá Kaupmannahöfn, og ýmist eitt eða ekkert vesalt mánaðarblað var á öllu landinu. Þá kom (Skírnir‘ og tók til máls, og það árétt- um tíma. Vér fórum þá að sjá landa skil og þjóða ’ í kringum oss. Vér sáum, að þar vóru menn risn- ir úr rekkju og gengnir til verka sinna. Þá fór oss sjálfum fyrst að hugkvæmast, hvort ekki myndi einnig mál fyrir oss að taka ofan af oss rekkvoð- ina. Enn, eins og einu gildir, þeir tímar eru gengnir um garð, er stóðu yfir þá er (Skírnir‘ varð til. Nú á seinustu 10—20 árum hafa vanalega verið prent- uð á landi hér 4—6 blöð árlega. Nú eru þau 6, og öll færa þau oss hin merkustu tíðindi almenn úr útlöndum, jafnharðan og þau berast hingað með póstskipunum 10—12 sinnum á ári, svo sem um árferð og stjórnmál, og tilburði ýmis konar, og enn má bæta við Vestrheimsblöðunum íslensku. Og þegar tímarnir hafa þannig breyst, — hver

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.