Fjallkonan - 15.03.1892, Blaðsíða 2
42
FJALLKONAN.
IX, 11.
meining er þá í því, að senda oss aðra eins send-
ingu eins og (Skírnir‘ er? Að tína almælt tíðindi
saman í eitt safn og senda oss til lestrs, er vér !
þó höfum lesið fyrir ári og hálfu öðru ári.
Sú var ennfremr tíðin, að (Skírnir‘ hafði enn
aðra þýðingu enn þá, að fræða þjóð vora um er-
lenda (menn og mentun': hann hjálpaði til að hefja j
ritmál vort á hærra og fegra stig, enn það hafði j
staðið á um langan aldr. Margir árgangar hans
eru samdir af mönnum, er einna fegrst og snjall-
ast hafa ritað tungu vora á þessari öld, svo sem j
Jónasi Hallgrímssyni, Guðbrandi Yigfússyni, Arn- j
ljóti Ólafssyni og Eiríki Jónssyni. Enn þessa þýð-
ingu hefir hann mist í höndum herra Jóns Stefáns-
sonar; hann ritar lýtalaust miðlungsmál, og lasta
óg manninn ekkert fyrir það.
Eg hefi heyrt (Skírni‘ talið það til gildis, að með
honum væri fréttum komið í eina heild, að hann
væri nokkurs konar mannkynssaga, það sem hann !
næði. Enn það er öðru nær enn svo só. Hann j
er sundrlaus árbókaröð, er alla heild og samhengi j
skortir til að vera saga, sem von er til, því höf-
undar hans hafa aldrei ætlast til, að hann væri það.
Það ætti að breyta efni og innihaldi (Skírnis‘
mjög frá því, sem nú er, og þó eigi svo, að hann j
geti ekki haldið gömlu einkunnarorðunum sinum,
að segja frá (mönnum og mentun’. Hann ætti að
hætta að segja almælt tíðindi, sem svo eru kölluð,
enn fræða oss í þeirra stað um fornar og nýar
stefnur og skoðanir, í skáldskap og heimsspeki,
trúfræði, náttúrufræði, siðfræði og fólagsfræði. Eg
þykist reyndar vita, að vér höfum ekki mannráð
til að frumsemja ritgerðir, svo í lagi fari, nema í
sumum þessum greinum, enn þá má þýða.
Eg skil varla annað, enn að flestir mentamenn
vorir hljóti að sjá, að oss er ærin þörf á þess kon-
ar riti. Flestallir straumar og stefnur í áðrnefnd-
um fræðum leggja leiðir sínar austr og vestr um
þveran heim, langt fyrir sunnan oss. Yfir oss
grúfir æ og æ sama sudda og kulda þokan, kyrkj-
andi og kveljandi allan andlegan gróðr.
Mór finst mega skilja það á (Skírni‘ Jóns Ste-
fánssonar, að honum myndi ekki ógeðfelt, að breyta
honum eitthvað í þessa átt. Hann er að telja upp
fyrir oss nöfn helstu lista- og fræðimanna heims- !
ins. Enn það er í sjálfu sér lítils eða einskis virði
að vita nöfnin tóm. Yér höfum vesalan himin
höndum tekið, þótt oss só sagt. að þjóðskáld Eng-
lendinga heiti B,. Browning; vér erum engu nær j
fyrir það, hvað það er, sem þessi hinn mikli maðr'
vill og hvert hann stefnir, enn það er þó mergr- j
inn málsins.
Enn fáist þessi breyting eigi fram á (Skírni‘, þá
ætti algerlega að leggja hann niðr, og það sem
allra fyrst, og þeim forlögum ætti (Fróttir frá ís- j
landi' að sjálfsögðu að sæta.
Um (Fróttir frá Islandi‘ er það að segja, að það !
rit hefir frá upphafi sinna vega verið gersamlega |
meiningar- og tilgangslaust. Hvert vit er t. d. í
því, að tína saman úr blöðunum heilan bálk af
alþingisfróttum, og prenta í riti þessu? Hver
skynsamur maðr, er nákvæmari fræðslu vill fá um j
alþingi, enn þá er í blöðunum er, hann fer ekki í ;
(Fróttir frá Islandi‘, hann fer í Alþingistíðindin.
Nei, (Fróttum frá íslandi‘ verðr ekkert talið til
gildis, þessum (mekaniska‘ frétta-samtíning úr blöð-
unum, þessum líflausa og litarlausa annál eða ár-
bók.
„Árbók! — Eru kann ske allar árbækr meining-
arlausar? Eru (Árbækr Espólíns* það?“
Nei; vegna þess að (Árbækr Espólíns' eru í (sögu-
formi‘ og að í þeim eru kaflar, sem ritaðir eru af
íþrótt sagnfræðingsins — vegna þess, að margar
þær heimildir eru glataðar síðan, er ritað var eft-
ir, — vegna margs konar fróðleiks um einstaka
menn, er samtímis lifðu höfundinum, — vegna
fagrs og einkennilegs ritmáls; — vegna alls þessa
eru (Árbækr Espólíns‘ dýrmæt þjóðeign. Ekkert
af þessu á sór stað í (Fréttum frá Islandi‘, og meira
að segja, getr ekki átt sór stað, nema málið, kring-
umstæðnanna vegna.
Jóhannes Þorlœlsson.
Útlendar fréttir.
Kaupmannahöfn 1. mars 1892.
Frákkland. Hinn 19. janúar varð rimma mikil og barátta í
franska þinginu. í einu af blöðum Boulangersinna vóru born-
ar mjög ófagrar sakir á Constans innanríkisráðgjafa. Greinar
þessar vóru samdar af Roehefort. Yar Conetans þar kallaðr
þjófr, morðingi og mörgum öðrum illum nöfnum. Tveir hinna
æstustu Boulangersliða, Le Senne og Laur, báðu forsetann Pioquet
um leyfi til að gera fyrirspurn um áburð þennan, enn l’reyeinet
og forsetinn kváðust ekki gefa leyfi til þess, þar eð það auðsjá-
anlega væri gert að eins til að óvirða stjórn þjóðveldisins. Heimt-
aði þá Laur, að gengið væri til atkvæða um það, hvort þeir
fengju leyfi til að gera fyrirspurnina, og reis Laur þá upp og
kvað ekki sæma að hlífa þeim manni, er væri að almennings-
dómi stórglæpamaðr. Sprettr Constans þá upp og ryðr sér braut,
uns hann nær i Laur og gefr honum tvo væna löðrunga. Yarð
þá alt i uppnámi, og gáfu menn hver öðrum löðrunga óspart;
varð forseti að slíta fundi og láta rýma salinn. Að tíma liðn-
um var fundr settr aftr. Bað Constans þingmenn fyrirgefning-
ar, og var honum veitt hún. — Laur sendi hraðskeyti til
Kochefort, sem er i Lundúnum, og spurði hann hvort hann ætti
að bjóða Constans til einvígis, enn Bochefort kvað það ósæmi-
legt fyrir Laur að hafa vopnaviðskifti við annan eins mann.
Komst þetta þegar í blöðin, enn samt sem áðr bauð Laur hon-
um til einvigis nokkru seinna, enn það kvaðst Constans ekki
vilja, þar eð hinn hefði leitað ráða annara manna. — Flestir untu
Laur þess, að hann fékk þennan skell, enn því verðr ekki neit-
að, að þetta atvik spilti mjög fyrir Constans, þótt allir verði
að játa, að hann hafi verið einna fremstr i ráðaneyti Freyeinets,
og Frakkar hafi honum mikið að þakka, þvi það var hann, sem
steypti Boulanger. — Enn nú átti Freycinetsráðaneytið ekki
langt eftir ólifað. Fyrir jólin hafði Freycinet lofað að koma
með frv. til laga um félög, sérstaklega klerkafélög. Pótti brýn
nauðsyn að reisa einhverjar skorðr við þvi, að þau gengu í ber-
högg við stjórnina, enn það drógst. Hinn 18. febr. skoraði
Hubbard á stjórnina að flýta frv. þessu og stuðla að því, að að-
skilnaðr rikis og kirkju væri gerðr, þvi að öðrum kosti mundu
klerkar halda fram sínum vanalega undirróðri gagnvart þjóð-
veldinu. Bar þá einn af Bónapartesinnum harðar sakir á Frey-
cinet fyrir hönd klerka, og skoraði á hann að láta i ljósi, hvaða
stefnu hann ætlaði að fylgja. Freycinet hvað nauðsynlegt að
hafa gætr á klerkum, og reisa skorður við því að þeir sýndu
landstjórninni óhlýðni; hinsvegar væri hann mótfallinn því, að
kirkja og ríki væru skilin að. — Þannig ætlaði hann að sigla
á milli skers og báru, gera bæði klerkum og framsóknarmönnum
til hæfis, enn það varð ekki. Dví næst var komið með frv., er
laut að því, að skorað væri á stjórnina að halda stefnu sinni
áfram. Kvað Freycinet, að þingmenn lýstu trausti sínu til stjórn-
arinnar, ef þeir samþyktu það, enn það var felt með 304 atkv.
á móti 202. Gengu ráðgjafarnir þá af þingi og fengu allir
saman lausn daginn eftir. Þannig varð Freycinetsráðaneytið
að fara frá, og hafði það setið allengi, eftir því sem siðr hefir