Fjallkonan


Fjallkonan - 15.03.1892, Síða 3

Fjallkonan - 15.03.1892, Síða 3
15. mars 1892. FJALLKONAN. 48 verið hjá Prökkum; )iað myndaðist 17. mars 1890. Carnot hefir fengið þeim 4 hendr, er Loubet heitir, að mynda nýtt ráðaneyti. Hann er einn í öldungadeildinni og hefir verið ráðgjafi áðr. Nú er hann æðsti ráðgjafi og innanríkisráðgjafi. Ricard dómsmála- ráðgjafi, Viette ráðgjafi opinberra starfa, Cavaígnac flotaráðgjafi og af gömlu ráðgjöfunum sitja þeir Preycinet, Ribot, Roche, Devolle, Rouvier og Bourgois, og hafa sömu störf sem áðr. Margir ætla að Loubetsráðaneytið verði ekki langlíft; eru líkindi til að hann sé hlyntari klerkum enn forveri hans. Leó páfi hefir sent tvö hirðisbréf til Prakka, annað til erkibískupsins í París og hitt til frakkneskra klerka. Skorar hann á þá að vernda trfina, enn varast að ónáða nokkuð stjórnina, eða reyna tR að raska við stjórnarfyrirkomulaginu. Hann segir, að vísu álíti hann ekki þjóðveldisstjórn hið heppilegasta stjórnarfyrir- komulag, enn skylda þeirra sé að efla þjóðveldið eftir mætti. England. Manning erkibiskup í Westminster andaðist hinn 15. janúar. Hann var mjög merkr maðr og ákafr stuðnings- maðr páfa, enda hafði páfi hann i miklum metum, og leitaði jafnan ráða hans, þá er eitthvert vandamál har að höndum, og enda sagði páfi, þegar honum barst dauði hans til eyrna: „Nú er eitt af hinum skærustu ljósum kirkjunnar slokknað“. — Parlamentið kom saman 9. febrúar. — 28. febr. bar Balfour upp frumvarp til laga um greifadæmanefndir og sveitanefndir á írlandi. Eftir frv. skal kjósa menn í nefndir þessar, og eru þær undir umsjón landstjóra. Frumvarpið þótti hinum frjáls- lyndu Irum og Englendingum mjög ófullkomið, og fór John Mor- ley um það óþýðum orðum. TJngverjaland. Kosningum til þings er nú lokið, og lyktaði þannig, að flokksmenn Apponoyis greifa urðu 150, stjórnarmenn enn 230 á þingi, svo enn þá hefir stjórnin í öllum höndum við menn greifans. Kosningarnar vóru ákaflega róstusamar, og kom til vígaferla á nokkrum stöðum, enn mælsku og atorkusemi greifans er viðbrugðið. Ítalía. Stúdenta óeirðir hafa verið allmiklar við háskólana, og hafa stúdentar sumstaðar bannað aðgang að háskólunum. Háskólanum í Róm er lokað til bráðabirgða. Rúasland. Nefnd manna var í vetr skipuð í Pétrsborg til þess að endrskoða stjórnarskrá Finna. Heyden landsstjóri hefir samið frumvarp til breytingar á stjórnarskránni. Eins og geta má nærri væntu menn ills eins af nefndinni. Enn nú hefir frétst, að keisarinn hafi látið hana hætta störfum sínum, og að Heyden landstjóri hafi farið heim og jafnvel í ónáð keisarans. Þótt þetta hafi farist fyrir í þetta skipti, rekr þó að líkindum að því, að Rússar fari með Finnland eins og þeir hafa farið með Pólverja og aðrar undirlægjur sínar. Búlgaría. Eins og áðr hefir verið ritað varð sundrþykki á milli Búlgara og Prakka út úr því, að Búlgarastjórn rak fransk- an fréttaritara úr landi brott. Nú hefir stjórnin afsakað þá að- ferð sína, og gert þá ákvörðun, að 14 dögum áðr enn útlend- ingum verði visað brott, skuli konsúl þess lands verða tilkynt það. Serbía. Milan hefir ritað þinginu serbneska og skuldbindr sig til að stiga aldrei framar fæti á fóstrjörðu sína. Syni sín- um Alexander gefr hann eignir sínar þar í landi. Norvegr og Svíþjóð. Prédikarinn mæti, Lars Oftedal frá Stafangri, hefir sagt algerlega af sér þingmensku, sökum smán- ar þeirrar, er hann hefir orðið fyrir. Hinn 18. febr. andaðist Jóhann Sverdrúp, fyrverandi ráðgjafaforingi Norðmanna. Hann varð 76 ára gamall, og einn af hinum merkustu forvígismönn- um Norðmanna. Sverdrup var lögfræðingr, og snemma tók liann að gefa sig við stjórnmálum. Árið 1851 var hann kosinn þing- maðr fyrir Lárvík. Var hann þar málfærslumaðr, og þótti skjótt kveða að honum mikið, enn stjórninni þótti hann sér ær- ið óþarfr og vildi því koma honum af þingi. Sakaði hún hann um það, að hann hefði í leyfisleysi yfirgefið málfærslumannsum- dæmi sitt, enn Sverdrúp vann það mál fyrir hæstarétti og óx álit hans mjög við það. Öllum hinum helstu réttarbótum er gjörð- ar vóru frá því hann var þingmaðr, átti hann allra manna bestan þátt í. Eftir 1870 varð hann sjáltkjörinn foringi vinstri- manna, og varð forseti stórþingsins árið 1871, enn árið eftir ! var hann sjúkr og vóru honum veitt 6000 króna árleg „þjóðar- laun“. Árið 1884 varð hann æðsti ráðgjafi, og þótti mönnum j hann breytast nokkuð við það, og var sundrþykkja í ráðaneyt- j inu, og kom þar að hægrimaðrinn Emil Stang, steypti honum 1888 og myndaði nýtt ráðaneyti. Jóhann Sverdrúp varð bráð- kvaddr og var hann grafinn á kostnað þjóðarinnar. — Stór- þingið er nú komið saman og búast menn við stórtíðindum. | Það sem nú liggr norsku stjórninni og öðrum vinstrimönnum j sérstaklega á hjarta er að fá sérstaka umboðsmenn (konsúla) í j útlöndum. Stjórnin og flokksmenn hennar halda því fastlega j fram að það sé mál, er Svíar geti ekki greitt atkvæði um, enn hinsvegar játar hún að það verði að ræða um það í sameigin- legu ríkisráði, hvernig þeir skulu slita þeim félagsskap, er Norð- menn sjálfir hafi ákveðið, að þeir ætli að hafa sérstaka um- boðsmenn. Svíar segja, að Norðmenn geti ekki slitið samningum við sig, eða gert neina fullnaðarákvörðun um mál ] þetta, nema það sé fyrst rætt í sameiginlegu ríkisráði. Búist j er við, að konungr setji sig upp 4 móti skilnaðinum, og afleið- j ingin af því verðr, að Steinsráðaneytið verðr að vikja úr sessi. ! Aftr á móti er sagt að sænska ráðaneytíð fari frá ef mál þetta nær framgangi. Ýmsir Norðmenn, þar á meðal Björnstjerne Björnson, telja það heppilegast, að Svíar og Norðmenn slitu al- gerlega félagsskap, þar eð það sé ljóst, að þeim geti aldrei lynt meðan þeir eru sambandsþjóð. Egyptaland. Abbas, nýi jarlinn, virðist ekki muni verða eins eftirlátr við Englendinga eins og faðir hans. Hann heimtaði þegar að enska liðið á Bgyptalandi særi sér hollustueið. Yfir- umboðsmaðr Englendinga hefir og fengið að finna það. Meðan Tevfik lifði, kom hann á fund jarls, þegar honum sýndist, klæddr hversdagsfötum. Hið sama ætlaði hann að gera við Abbas, enn honum var vísað á brott, og sagt, að í Norðrálfunni væri það siðr, að menn yrðu að kunngjöra þjóðhöfðingjunum það nokkru áðr, ef þeir vildu ná tali þeirra, og sömuleiðis væri það góðr og gamall siðr að mæta í einkennis-búning. í ýmsufleiru hafa Engl. fengið að finna það, að þeir eru ekki svo einráðir eins og áðr. Aftr á móti ætla margir að hann verði Prökkum hlyntr. Bandaríkin. Nokkru fyrir jólin urðu áflog og illyndi milli ölvaðra liðsmanna frá Bandaríkjaskipinu Baltimore og borgar- lýðsins í Sant Jago. Upptökin virðast hafa verið hjá liðsmönn- unum. Nokkrir þeirra meiddust og einn eða tveir vóru drepnir i óeirðunum. Sendiherra Bandaríkjanna í Chili, Egan, tók mál- ið fyrir og var harðr í kröfum. Sendiherrann er mjög illa þokk- aðr, sökum þess að hann fylgdi Balmaceda að málum i borgara- striðinu, og spilti að ýmsu leyti fyrir þingflokknum hjá Banda- rikjastjórn. Hinn fyrverandi utanrikisráðgjafi Chilibúa kærði athæfi Egans fyrir Amerikustjórn og bað hana að kveðja Egan heim og sagði, að hann færi með undirróðr. Enn Harrison tók það óstint upp og heimtaði að orð þessi væri tekin aftr og Chili- stjórn beiddi Bandaríkjastjórn afsökunar, og beitti hann ofr- kappi miklu í því máli, að þvi er flestir ætla. Svo fór, að Chili- stjórn varð að taka aftr þessi orð utanrikisráðgjafa Bins og biðja afsökunar. Sannaðist því hér sem oftar, að sá verðr að lúta, sem er í lægra haldi. Fyrirspurnir og svör. 1. Ber verslunarþjónum, sem ekkert tíunda, að greiða presti offr? — Svar: Já. 2. Bóndi hefir til ábúðar túnblett, sem hygðr er úr almenn- ingshögum, hann hefir enga haga og engar jarðar ínytjar aðrar enn túnið. Ber honum að gjalda heytoR? — Svar: Já. Póstskipið kom í gær. Með því komu kaupmenn- irnir Björn Kristjánsson, Guðbr. Finnbogason, Guðm. ísleifsson, N. Zimsen og séra Ólafr Helgason með unnustu sinni. Tíðarfar. Blítt veðr beíir veríð í nokkra daga. — Hafís á Húnaflóa og Skjálfanda.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.