Fjallkonan


Fjallkonan - 20.04.1892, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 20.04.1892, Blaðsíða 1
IX. ár. Nr. 16. FJALLKONAN. Arg. 3 kr. (4 kr. erlendis). fijalddagi 4». júlí. Reykjavík, 20. apríl 1892. Skrifst. og afgreiðslust.: Þingholtsstræti 48. Stj órnartíðindin. I. Einhver hin þarfasta bók fyrir alþýðu manna eru Stjórnartíðindin, þar sem þau flytja öll ný lög, jafn- óðum og þau eru staðfest, auk fjölda af fyrirskipun- um stjórnarinnar, ráðstöfunum, úrskurðum, reikning- um almennra sjóða o. s. frv. Enn þótt rit þetta sé mjög ódýrt í samanburði við stærð og kostnað út- gáfunnar, þá hefir það mjög fáa kaupendr. Af því almenningr ekki kynnir sér Stjórnartíðindin, veit allr þorri manna ekki upp né niðr í breytingum þeim, sem árlega verða á lögunum o. fl., og mun óhætt að fullyrða, að almenningi hér á landi hefir ekki farið fram í lagaþekking á síðari árum, þótt kallað sé að mentunin sé að aukast. Lögin verða einnig umfangsmeiri ár frá ári, því fleiri ný lög bætast við enn hin gömlu lög, sem úr gildi falla. Hentugar handbækr í iögum handa al- menningi eru ekki til frá síðari tímum, nema ,For- málabókin', sem eftir eðli sínu getr litlar upplýsing- ar gefið um annað enn hinar formlegu hliðar. — Á fyrri hluta þessarar aldar, þegar Magnús Stephensen var aðalfrömuðr íslenskrar bókritunar og gaf út i mörg ágæt lögfræðileg rithanda alþýðu, var almenn- ingr sannarlega betr staddr í þeim efnum enn nú. ! Það bætir ekki um, að nú er hætt að lesa upp lög á manntalsþingum, eins og fyr var venja til, og af- j leiðingin af þessu öllu saman verðr sú, að almenn- | ingr sökkr dýpra og dýpra í vanþekkingu á lögum og stjórnarathöfn landsins og missir jafnframt aila j virðingu fyrir lögunum og allan áhuga á landsmál- um. — Heðan bókmentafélagið gaf út /Tíðindi um stjórnarmálefni íslands' var miklu betr ástatt í þessu efni. — Reyndar hefir verið gefið út fyrir skömmu j jLagasafn handa alþýðu', enn hvorki er það alveg fullnægjandi, það sem það nær, og auk þess er það langt of dýr bók fyrir allan þorrann, og með því að j því er ekki haldið áfram, verðr það smámsaman meir | og meir skammtækt og úrelt. Til að bæta úr þessu þyrfti að semja hentuga hand- bók í lögum fyrir almenning, er auka mætti á fárra ára fresti, og væri svo ódýr, að almenningi væri ekki ofvaxið að kaupa hana. Enn það sem vér einkanlega ætiuðum hér að tala um er það, hvernig gera megi Stjórnartíðindin svo útbreidd, að almenningr hljóti að kynna sér þau. Það efni viljum vér athuga í síðari kafla þessarar greinar. Danskar messur í Reykjavík. Hve lengi á sá ósiðr að viðgangast, að dórakirkju- prestrinn í Reykjavík flytji messu á dönsku að minsta kosti 7. hvern sunnudag? Þessu máli hefir oft ver- ið hreyft í blöðunum, og það hefir jafnvel komið til orða á alþingi, enn þrátt fyrir hina miklu óánægju, sem þetta fyrirkomulag hefir vakið í söfnuðinum, heflr því verið haldið við til þessa, nema hvað hinar dönsku messur eru orðnar nokkuð færri síðan biskup Hall- grímr Sveinsson hætti að vera dómkirkjuprestr, ef- laust af því, að þeir sem síðan hafa gegnt embætt- inu eru islenskari menn í anda enn hann. Það er ekki kunnugt, að slík tilhögun viðgangist nokkursstaðar í víðri veröld, að prestr, sem launaðr er af landsfé, sé skyldaðr til að prédika á öðru tungu- máli enn landsins, nema sagt er að svo hafi verið á Grænlandi. í þessu tilliti er því farið með íslend- inga sem Skrælingja. Yið þetta verðr söfnuðrinn að fara varhluta af gúðsþjónustugerðinni þá helga daga, sem messað er á dönsku, því að allr þorrinn skilr ekki danska ræðu til hlítar, eða vill ekki hlusta á hana. Upptök þessa ósiðar eru frá aldamótatímabilinu, þegar mikill hluti bæjarbúa vóru danskir menn (kaup- menn og verslunarþjónar). Þeir fengu dómkirkju- prestinn til að messa yfir sér á dönsku, og kansell- íið leyfði það með bréfi 1. júní 1805. Síðan, eða í 87 ár, hefir þessi venja haldist. Hér er því ekki um iög að ræða, heldr lögleysu tóma, að minsta kosti eftir því sem nú er ástatt. Nú er annaðhvort einn eða enginn danskr heimil- isfaðir í Reykjavík, sem ekki skilr íslensku hér um bil jafn ve! sem dönsku. Unglingar, sem eiga danska foreldra, skilja allir og tala íslensku. Eftir nákvæm- ar rannsóknir höfum vér komist að því, að til séu 3 danskar kerlingar í bænum, sem ekki skilja íslensku til hlítar, og fyrir þær eru þá þessar dönsku mess- ur haldnar. Fyrir þessar þrjár kerlingar verðr allr söfnuðrinn að þola það bótalaust, að messufall verði fyrir hann 7. hvern helgan dag? Þessar þrjár liræð- ur eiga að fá að njóta sjöunda hluta af guðsorðiuu, sem flutt er í dómkirkjunni. Þessi messuföli hafa vakið enn meiri óánægju vegna þess, að kirkjan er of lítil fyrir söfnuðinn, svo marg- ir verða af kirkjugöngu fyrir þá sök, einkum á há- tíðum. Það er vonandi, að hinar dönsku messur hér í Rvík verði framvegis aflagðar með öllu. Að öðrum kosti ætti söfnuðrinn að láta til sín taka og kæra þessa tilhögun. Trú og trúleysi. Ernest Renan; hinn alkunni franski guðfræðingr, segir svo í síðasta riti sínu, sem liefir að færa minn- ingar frá æskuárum hans: „Engin sönnun er fyrir því, að í heiminum sé til sjálfsafvitandi miðpunktr, sál allra hluta, enn það er heldr ekki neitt sem sannar hið gagnstæða. Yér sjá-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.