Fjallkonan


Fjallkonan - 20.04.1892, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 20.04.1892, Blaðsíða 3
20. apríl 1892. FJALLKONAN. 68 fá í Keflavík, enn í vetr varð þar snemma kolalaust enda færði fél. engin kol í fyrra. Þeir sem lielst gengust fyrir félaginu, hafa feugið misjafnar þakk- ir, og víst lítil laun, og munu því að vonum þreytt- ir á að draga fram í því lífið og fá vanþökk að Iaunum. 'Líklega fara menn nú að gera tilraun með að fá samþyktinni breytt á næsta sýslufundi, því liægra mun mönnum að sækja héraðsfund að sumrinu, enn að þrásækja slíka fundi um hávetr, og varia er mönn- um trúandi til, að horfa rólega á fiskinn fyrir framan vararkjaptana árum saman og fá ekkert af honum, því ekki geta menn, sem hafa nokkra fyrirhyggju, treyst því, að néitt komist í lag með lagabrotum. Njarðvíkum, 12. apríl. Þýskalands keisari hafði háífvegis ætlað sér að fara til íslands i sumar, enn hætti við það aftr vegna þess, að enginn málþráðr tengir oss við önnur lönd. — Með þessu málþráðarleysi kórónar Danmörk önn- ur Evrópu lönd. og Tyrkjann með, enda munu þeir vera til, sem biðja guð og kónginu að forða því böli, að hingað verði nokkurn tíma lagðr málþráðr. Hraðfregnaskeyti í lausu lofti. í mörgum blöð- um stendr, að Edison hafi nú fundið að Jelegrafera' málþráðarlaust. „Ég liefi fundið það“, segir hann, „að rafmagns-.telegrafering' miili tveggja staða, sem eru fjarri hvor öðrum, er möguleg án leiðsluþráðar með færslu (induktion) rafmagnsins, enn það verðr að fara fram í nægilegri hæð til þeSs að yfirstíga jarð- bunguna og hindra það að jörðiu sogi í sig rafmagn- ið. Þetta má jafnt gera á sjó og landi“. Skemtiferðir til (xrænlands. í þýskum blöðum hefir því verið hreyft, að skemtiferðamenn (túristar) ættu nú að vera að venja komur sínar til Grænlands, heldr enn að vera alt af að sækja á sömu stöðvarn- ar. Ættu menn að fara þangað til vestrstrandarinn- ar, t. d. síðast í júlí og færa sig svo í ágúst norðr eftir alt að 75. breiddarstigi, því að þá sé íslaust; þá sé loftslagið þægilegt. Mikið sé þar að sjá, lands- lagsbreytingar stórkostlegar, feiknajökla og ísborgir hvarvetna. Nú sem stendr sé raunar lítið um far- kost að gera þangað, nema með dönskum skipum^ enn þess muni ekki langt að bíða, að ferðamanna- eimskip verða látin ganga þangað reglulega um há- sumartimann, alveg eins og til norðrodda Noregs. Heiinssýiiiiig' í Berlín 1898. Til orða hefir kom- ið, að þar verði haldin heimssýning það ár. Til þessa hafa 8 slíkar stórsýningar verið haldnar í Ev- rópu, þar af 4 í París. Minni sýningar hafa verið margar, þar á meðal sú, er síðast var í Khöfn. Mikil tíöindi og ill. ÍJtfiutningsbann á fénaði frá íslandi. Með herskipinu tDiana‘ fékk landshöfðingi tilkynn- ingu frá dönsku stjórninni um að enska stjórnin (deild akryrkjumálanna) hefir lagt bann á innflutn- ing á lifandi fé tilEnglands- Skotlands-Wales frá Spáni, Noregi, Svíþjóð og Islandi frá 1. apríl þ. á. vegna innfluttrar fjársýki (sem að vísu er ókunn á íslandi). Er þannig loku fyrir það skotið, að nokkur fjárkaup verði af hálfu Englendinga hér á landi þetta árið, að minsta kosti, nema úr því rætist síðar, sem mjög er óvíst, þótt landstjórnin hér reyni að kippa því í lag. Auðvitað liefir ísland verið tekið með inn í banns- ákvæðin eingöngu vegna sambands þess við Danmörkur því þar hefir fjársýki þessi gengið, og því vóru áðr bannaðir innflutningar á fé til Bretlands frá Dan- mörku. Eun eitt dæmi þess, hve sambandið við Danmörku er blessunarríkt fyrir oss! Flestir munu renna grun í, hverjar afleiðingar það muni hafa fyrir ísland, ef fjárverslunin, sem að und- anförnu hefir verið meginþáttr íslenskrar versiunar, líðr undir lok. Hvað mun bæta iandinu upp missi hinna mörgu þúsunda, sem fjárverslunin hefir gefið af sér? Reynandi væri að fara að dæmi Dana, sem hafa hafa nú í vetr byrjað fjárversiun við Dýskaland, og tekist vel sú byrjun. Það er ólíldegt að ekki megi fá markað fyrir íslenskt sauðfé á Þýskalandi. Það væri ekki óráðlegt að leita fyrir sér í því efni. Svæfingarsaga frá Ameriku. g átti mér einn vin við háskólann og vórum við mjög sam- rýndir. Báðir lásum við læknisfræði. Hann var úr Georgiu, einu suðrríkinu, og fór heim til átthaga sinna pegar við höfð- um lokið náminu. Nú eru tíu ár síðan, og þá var það, að saga þessi gerðist, sem ég segi hér frá: Vér stúdentar vórum eitt kvöid i líkskurðarstofunni, og vóru þar fimm lík, sem átti að skera upp. Oss var sagt að skifta likunum milli okkar eftir vild. Líkunum er venjulega skiít i fimm hluti, sem eru: höfuð, hægri og vinstri handleggr, hægri * og vinstri fótr, og með hverjum hlut fylgir nokkur hluti af lík- amanum. Við vinr minn og þrír stúdentar aðrir urðum fyrir því að skera upp lík ungrar stúlku 19 ára að aldri. Vér létum hlutkesti ráða, hvernig vér skiftum líkinu á milli okkar, og eftir því átti vinr minn að hafa höfuðið til meðferðar, enn ég hægra handlegginn. Þá var orðið framorðið og fóru stúdentarnir heim, nema við tveir. Vinr minn dáðist mjög að stúlkunni, hve frið hún hefði verið, og loks fórum við að tala um, hvort nokkur merki væri ugglaus til að sanna að maðr sé dáinn. Venjulega eru slík merki áreiðanleg, enn það getr brugðist. Dess vegna eru svo mörg dæmi til að menn eru grafnir lifandi. Vinr minn var læknisson, og var því reyndari enn ég. Hann sagði: j&að er margt, sem taka má mark á um að líf leynist með líki, og ef engin mörk eru sýnileg, má ganga að því vísu að maðrinn er dáinn. Heð rafmagnsstraumi má koma hreyfingu á vöðvana, jafn- vel á liðnu líki, enn þessi hreyfing kemr ekki fram lengr enn 5 tímum eftir að maðrinn er dáinn. Annað handhægt ráð er að hnýta bandi um fingr á líkinu, og ef það sést að fingrinn fyrir neðan bandið verðr öðru vísi litr (dekkri), þá er það sönnun fyr- ir, að blóðið er enn í hreyfingu. Bf vér þá leiðum rafmagns- straum í líkið, þá sjáum vér óljós merki um andardrátt, ef vér höldum spegli fyrir vitum þess‘. Heðan hann talaði þetta, hafði ég í hugsunarlevsi verið að reyna að færa til gullhringinn, sem var á hendi stúlkunnar. Enn hann var fastr og bifaðist ekki, þótt ég beitti talsverðu afli. Ég benti skólabróður mínum á þetta, og eftir nokkrar tilrauuir tókst okkr að færa hringinn að miðliðnum á fingrinum, enn lengra. ekki. Vér tókum þá eftir því að fingrgómrinn hafði dökuað.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.