Fjallkonan


Fjallkonan - 26.04.1892, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 26.04.1892, Blaðsíða 3
26. apríl 1892. FJALLKONAN. 67 fyrir þann, sem eftirlit hefir með verkinu, að líta eftir að slík óvandvirkni ekki eigi sér stað. Að þvo fiskinn úr ílátum á landi álít óg mjög var- fiugavert, því óg þykist sannfærðr um, að aldrei sé nógu oft skift um sjó í ílátunum.. Ilát þessi standa ætíð á sama stað fyrir ofan flæðarmál, og er því mjög miklum erfiðleikum bundið (auk tíma- spillis) að skiíta um sjó í þeim um stórstraums- fjöru, enda mun naumast of mikið sagt, að lögr sá er fiskrinn er þveginn úr likist oft fremr þykk- um grjónagraut enn fireinum sjó. Af atfiugasemd- um fierra verslunarstjóra Gr. E. Briem í Hafnarfirði við fiskverkunarreglurnar má sjá, að flonum er fiskverkunarmálið mikið áfiugamál, þessvegna er von- andi að fiann nú þegar á þessu ári fyrstr manna leggi algeriega niðr stampaþvottinn og fivetji aðra til þess, þótt það kynni að kosta P. C. Knudtzon & Sön’s verslun nokkuð fleiri krónur að láta kari- menn þvo fiskinn úr flreinum sjó. Ritað í apríl. a.+ð. ÍSLENSKR SÖGUBÁLKR. [Þótt frásagnir þær sem hér fara á eftir um „ Jörgensen hunda- dagakóng" séu að miklu leyti útlendar, látum vér þær í þenn- an bálk í blaðinu, sem vér hefjum nú af nýju, og munum smá- saman framhalda. Þessum þætti af Jörgensen látum vér fylgja ýmsar ísleuskar sagnir um hann og skjöl frá embættistið hans o. s. frv., sem alt er áðr lítt eða ekki kunnugt]. Jörundr hundadagakóngr. í London er fyrir skömmu komin út bók, sem er ævisaga Jörgen Jörgensens, er hér á landi hefir ver- ið nefndr „Jörundr hundadagakóngr“, og rituð að mestu af honum sjálfum. Þetta ágrip, sem fiér kemr, er að mestu tekið eftir þeirri bók. Jörgensen er fæddr í Kaupmannahöfn 1780, og enn eru ættingjar hans í Kaupmannahöfn. Hann virðist Jiafa verið ódæll þegar í æsku og segir hann dæmi um það í ævisögu sinni. Þegar hann var 14 ára, varð hann skipsdrengr á kola-skipi er gekk til Newcastle. Hann var hneigðr til sjómensku, enn faðir hans vildi venja liann afþví, og kom honum því fyrir á kolaskipinu. Það tókst þó ekki, og þegar hann var 18 ára, réð hann sig á hvalveiðaskip, er fór til Suðr-íshafsins. Af því skipi fór hann við Gróðrarvonarhöfða og varð fiáseti á skonn- ortu „Harbinger“ ; með henni fór liaun austr í Algoa- flóa við suðaustr-strönd Kaplands, og bjargaði þar með kænskubragði skipi því sem hann var é og tveimr enskum skipum undan frönsku ránskipi „La Preneuse“. Síðar tók hann þátt í leiðangri til Van- Diemenslands í Ástralíu, er átti að kanna þar strendrn- ar. Nokkru síðar var hann þar við, er bærinn Ho- barttown í Ástralíu var stofnaðr. Hann var síðan í ýmsum sjóferðum, sem euska stjórniu lét gera til nýiendnanna, enn loks fór hann úr þjónustu ensku stjórnarinnar og varð skipstjóri á hvalveiðaskipi, sem nefndist „Alexander“. Á því skipi fór hann til Nýja Sjálands og kom á heimleiðinni til Englands við í Brasilíu og víðar. í Brasilíu tók hann inuborna menn sem áttu að verða trúboðar. Eftir þetta fýsti fiann að fara aftr til Kaupmannahafnar og kom þangað, er Englendingar sátu um Kaupmaunahöfn. Þótt hann væri eiginlega ekki ákafr föðurlandsvinr, tók hann að sér stjórn á herskipinu „Ádmiral Juul“, enn varð yfirunninn af ensku herskipi „Sapho“ eftir harða vörn. Hann hafði áðr verið í þjónustu enska flotans, enn varð nú hertokinn af Englendingum. Enn hann átti góða vini í London, og íyrir bænarstað þeirra var hann iátinn iaus. Sjálfr kveðst hann enga eiða hafa svarið né gefið nein heit um hollustu, enn það er ó- líklegt, ænda^er fleira ósennilegt í frásögum hans, og einkanlega^er fráskýring fians um framkomu hans á íslaudi ósamhljóða skjölum og skilríkjum íslendinga. ísiand var í miklum kröggum um þessar mundir, því að aðflutuingar f'rá Danmörku vóru teptir, og var því hallæri í landinu. Hr. Phelps, kaupmaðr í Li- verpooi, hugði að bæta úr skortinum á íslandi, og bjó skip með vistum og iét Jörgensen iiafa yfirstjórn á því. Hin fýrsta ferð til íslands gekk greiðiega og gerðist ekkert sögulegt í hcuni. Gerði þá Mr. Phelps út skip af nýju og var sjálfr í förinni. Með honum var grasafræðingr enskr Wiiliam Kooker, og varð hann sjónarvottr að viðburðum þeim er þá uröu á íslandi og hefir skýrt frá þeim hiutdrægnislaust í ferðabók sinni. (Framh.). *ísaf. heíir minat á „Olbogabarnið“, hinn nýja leik eftir frú M. G. Hjaltalín með þeim orðum, að Jtað sé „ósköp lítið í það varið“ og eðli þess sé „ólíkindi og mergieysi“. Vér getum ekki verið á sama máli, enn það er auðséð að „Isaf‘‘. mælir Olb. á sama kvarða sem hina aðra sjónleiki, sem leiknir hafa verið hér i vetr, sem eru alt annars eðlis. Höfundi Olb. hefir víst aldrei komið til hugar, að leikrinn yrði skoðaðr þannig. Hann er af alt öðru tagi, eingöngu bygðr á þjóðsögu (sbr. ævintýrið um Hjaðveigu o. fl.) sem er kunn um allan heim og hefir ævinlega þótt ljómandi falieg; gengr sem alþýðusaga jafnt austr i Asíu sem i Evrópu. Leikrinn er alveg samkvæmr hugmynd þeirri, er felst i þjóðsögunni. Svipaðir sjónleikir eru mjög algengir á leik- húsum annarsstaðar, enn þeir verða ekki bornir saman við sjón- leiki, sem sýna líf og hugmyndir nýrri tima. Enu þótt þjóð- sagnalegr skáldskapr þyki nú fullr af „ólikindum“ (þ. e. ósenni- legr) i „realistiskum11 skilningi, eins og ísaf. kallar þenuan leik, dettr engum mentuðum manni í hug, að lítilsvirða þess konar skáldskap eða kalla hann „merglausan". í þjóðsögunum, eins og þeirri, sem liggr til grundvallar fyrir þessum leik, felst ein- mitt oft djúpr sannleikr og fagr siðaiærdómr. — Ef Olb. væri horið saman við eitthvað sem saman væri berandi við það, þó ekki væri annað enn „Nýársnóttin" eða „Útilegumennirnir11, mundi óhlutdrægr ritdómari kveða upp alt annan dóm um það enn ísaf. Að almenningi hafi þótt ieikrinn nógu skemtilegr, sést best á því hversu vel hann var sóttr, jafnvel best af öllum leikjunum. J. Dáinn í nótt hér í bænuin séra Stefán Thoraren- sen, f. prestr á Kálfatjörn. Hans verðr getið í næsta bl. Jóhann bóndi JÞorkelsson í Mundakoti á Eyr- arbakka, eiun af bestu bænduin þar í sveit, „greindr vel, stiltr maðr og áreiðanlegr“ dó í niiðjum f. m. rúmi. miðaldra. — Jón bóndi Gíslason á Miuna-Hofi í Gnúpverjahreppi, „búhöldr í betra lagi, mentavinr og skarphugsandi, enn dulr í skapi, svo fáir vissu gerla um gáfurhans“, dó í míðjum þ. m., hátt á áttræðisaidri. — Halidór Guðmundsson bóndi á Brún í Svartárdal dó 22. febr., einn aí merk- ustu bændum þar um slóðir og drengr hinn besti, ó- kvæntr.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.