Fjallkonan - 04.05.1892, Page 1
IX. ár.
Nr. 18.
FJALLKONAN.
Árg. 3 kr. (4 kr. erlendís). Gjalddagi 45. júlí. Reykjavík, 4. maí 1892. Skrifsl. og afgreíðslust.: Dingholtsslrspti 18.
Útlendar fréttir.
Kaupmannahöfn, 20. apríl 1892.
Þýskaland. Bismarck gamla yar sýndr fógnuðr mikifl á fæð-
ingardegi hans 1. apríl. Blysfarir vóru stofnaðar honum til
heiðrs, og fréttaþráðrinn flutti honum hamingjuóskir úr öllum
áttum. Þjóðfrelsismenn á ríkisdeginum (nationalliberaler) sendu
honum hamingjuóskir sínar. Það virðist svo sem almenningr
sjái betr og betr, hve mikill'er munr á dugnaði og stjórnsemi
Bismarcks og Caprivis. Þegar Caprivi kom til valda, væntu
framfaramenn, að hann mundi verða frjálslyndr, og það var hann
framan af, enn það virðist þó sem hann nú hallist meira að
hinum römmustu aftrlialdsmönnum. — Það hafa farið ýmsar sög- ,
ur um það, að það væri ekki ólíklegt að tollsamningr kæmist á j
milli Þjóðverja og Bússa, svo að Þjóðverjar léttu þeim innflutn- I
ing á korni.
Frakklatid. Einn af foringjum stjórnleysingja, Ravnchol að
nafni, heflr verið tekinn fastr fyrir nokkru. Lögregluliðið hafði
slæman beig af honum, enn náði honum ekki fyrr enn þjónn á
gildaskála sagði til hans. Ravachol hefir verið frumkvöðull
hinna seinustu dynamítsprenginga í Paris. Hann lætr ekki á
sér heyra, að hann iðrist verksins, enn barmar sér yfir því, að
hann skyldi hafa verið sá gfópr að láta lögregluliðið ná í sig.
— Frakkar eiga nýlendur i Sudan, eins og kunnugt er, og á
Guineaströndum hafa þeir og nokkrar nýfendur. Nágrarmi þeirra
þar er konungrinn í Dahcmey, Behanzin, að viðrnefni hákarl.
Þeir Dahomeykonungar hafa lengi haft orð fyrir að vera ákaf-
lega grimmir, og er Hákarl konungr ekki barnanna bestr, og
vel viti borinn og sfægr. Eaðir hans dó 1889, og hafði hann
átt í brösum við Frakka. Varð hann þó að friðmælast og heita
Frökkum því, að senda son sinn til Frakklands til þess að láta
hann læra góða siði. Hann gabbaði þá og sendi annan dreng j
til Frakklands. Bebanzin réðst með allmiklum her á mótilands-
stjóra Frakka sama árið sem faðir hans dó. Landstjóri sat i
horg þeirri er Koturno heitir þar á ströndinni. Var hann fá- j
mennr og varð að flýja undan enn dró lið að sér og þröngvaði j
konungi til að semja frið sig og heita því skriflega að ónáða í
hvorki Frakka þar á ströndinni eða ríki þau er væru í skjóli
þeirra. Þar á meðal var ríkið Portonovo á Þrælaströndinni. j
Þó urðu Frakkar að heita honum 20 þús. franka árlega fyrir
tollmissi. Það var þó engan vcginn ætlan Hákarls að halda
samninga þessa. Hann hefir notað tímann sem best hann gat; |
aflað sér vopna frá norðrálfnnni og komið upp allmiklum her j
Fór hann nú með lið til Portonovo, enn konungr biðr Frakka
hjálpar. Frakkar eru fámennir og landstjóri þeirra hefir skorað
á frönsku stjórnina um hjálp. Liðsafli þeirra þar er að eins 730
manns og þrjú herskip, enn konungr getr haft 12000 hermenn
og 15000 skjaldmeyja, sem eru illar viðreignar og ákaflega j
grimmar. Þegar stjórnin heima á Frakklandi heyrði þetta, bað j
hún um 3 milj. franka og það samþykti þingið. Samt óttast ;
menn að það verði ekki nægilegt. í þinginu urðu harðar deil- j
ur um mál þetta; var það borið á stjórnina, að hún leyndi á-
standinu í nýlendunum; þannig hefði hún sagt, að altværifrið- j
samlegt í Sudan, enn þó hefðu komið áreiðanlegar fregnir um
það, að Frakkar væru þar nauðulega staddir. Þó slapp ráða-
neytið með naumindum í þetta skifti, enn efasamt er mjög, hve
langlíft það verðr.
Danmörk. Þess var getið síðast að konungr lét slíta þingi
1. april jafnframt sem ný bráðabirgðarlög vóru kunngerð. Á
þessu liðna þingi vóru 125 frv. borin upp, þar af vóru 89 stjórn-
arfrv. 43 frv. vóru samþ. og verða því að lögum; 70 frv. vóru
ekki fullrædd og 12 vóru feld eða tekin aftr. í vetr höfðu
miðlunarmenn fylgt að miklu leyti hægrimönnum að máli. Var
þeim það góðr styrkr, því þeir vóru fjölmennari enn hægrimenn.
Mönnum kom því ekki á óvart, að kosningarnar urðu miðlunar-
mönnum og hægrimönnum í vil. Kosningarnar stóðu í gær.
Yinstrimenn mistu 8 kjördæmi. Þannig verða þeir nú 30 í fólks-
þinginu. Hægrimenn hafa unnið 6 kjördæmi og eru 31. Auk
þess verðr að líkindum þingmaðrinn í Færeyjum hægrimaðr.
Miðlunarmenn eru þvi um 40. Skifting þessi er ef til vill ekki
áreiðanleg, þar eð eigi er víst um 3 eða 4 hverjum þeir fylgi.
Ýmsir af helstu mönnum vinstrimanna vóru eigi endrkosnir,
þar á meðal Hörup. Hann hefir verið þingmaðr Kjöge búa í 16
ár, enn nú féll hann fyrir miðlunarmanninum Alberti hæstarétt-
armálfærslumanni. Miðlunarmenn og hægrimenn virðast hafa
styrkt hvorir aðra við kosningarnar, þannig, að þar sem annar
flokkrinn var mikln fjölmennri, þá fékk hann atkvæði hins flokks-
ins á móti vinstrimönnum. í Kaupmannahöfn hefir vinstrimönn-
um fremr aukist bolmagn, þótt þeir fengju reyndar ekki ný
kjördæmi, enn þeir fengu aftr á móti fleiri atkvæði. Hér í
Höfn eru verkmenn og sósíalistar allfjölmennir, og vóru þeir og
vinstrimenn i félagi.
Ameríka. Stjórnin í Argentínu hefir látið taka ýmsa vinstri.
menn, þar á meðal þingmenn, er hún grunar um uppreistaranda.
Hefir látið setja þá i fangelsi. — Fulltrúadeildin í Bandarikj-
unum hefir með 179 atkv. gegn 42 samþ. frv. um bann gegn
kínverskum innflytjendum. —• KínaBtjórn hefir hótað að hætta
öllum mökum við Bandaríkin, ef frv. verði samþykt.
Italía. Rudinis ráðaneytið er farið frá völdum.
Fjármálaráðgjafinn vildi láta minka herkostnaðinn,
enn mætti mótstöðu mikilli hjá Eudini og hinum
öðrum ráðgjöfum. Rudini bað þá um lausn fyrir
ráðaneytið í heild sinni, til þess að losna við fjár-
málaráðgjafann. Konungr fól honum á hendr að
mynda nýtt ráðaneyti, enn honum hefir ekki tek-
ist það enn.
Evgland. I neðri málstofunni hefir verið borið
upp frumvarp um stytting á kjörtíma þingmanna.
Samkvæmt núgildandi lögum er kjörtiminn 7 ár,
enn stjórnin iætr jafnan efna til nýrra kosninga
áðr enn sá tími er liðinn. Sumir óttast reyndar
að hún breyti núna út af venjunni. Því öll lík-
indi eru til þess, að Torystjórnin sitji ekki lengr
að völdum erm til næstu kosninga. Frumvarpið
var felt með 188 atkv. gegn 142. Grladstone skor-
ar á neðri málstofuna að fella frumvarpið um kosn-
ingarrétt kvenna til þingmensku.
Rússland. Hinn 5. apríl kviknaði í púðrverk-
smiðju í Pétrsborg, og sprakk hún í loft upp.
Fórust þar 9 menn.
TyrTdand og Bolgaría. I vetr var fulltrúi Bolgara
í Mikiagarði myrtr. Morðinginn eða morðingjarn-
ir hafa ekki náðst enn þá. Stambulow hefir ritað
Tyrkjastjórn um það mál. Skorar hann á stjórnina
að gera gangskör að þvi, að leita upp morðingj-
ana. Bann fer hörðum orðum um Rússa, og getr
þess til, að þeir muni vera í vitorði með morðingj-
unum, og að þeir hafi verið hvatamenn að þvi er
Beltschow fjármálaráðgjafi var myrtr í fyrra, og
ætlar hann að Rússar haldi jafnan hlífiskildi yfir
þeim mönnum er vilja steypa Ferdinand fursta.
Þykir honum Tyrkir hafa gengið slælega fram í
máli þessu og skorar á þá að koma í veg fyrir und-
irróðr Rússa. Hann fer og fram á það, að Tyrkja-
stjórn kannist við það, að Ferdinand sé lögmætr
stjórnari Bolgara, þvi það hafa Tyrkir ekki gert
ennþá. Það er ekki talið óliklegt, að Bolgarar segi
sig úr lögum við Tyrki, ef bréfi þessu verðr eigi sint