Fjallkonan - 10.05.1892, Blaðsíða 1
IX. ár.
Nr. 19.
FJALLKONAN.
Árg. 3 kr. (4 kr. erleudis). Gjalddagi 15. júlí.
Reykjavík, 10. maí 1892.
Skrifst. og afgreiðslust.: Þingholtsstræti 18.
Stjórnartíðindin.
n.
Eins og nú er ástatt, eru þeir fáir, sem lesa
Stjórnartíðindin. Þó þau sé send í hvern hrepp og sókn
á landinu, er aimenningr jafnnær fyrir það; enda
mun þeim eintökum ekki vera haldið reglulega
saman á sumum stöðum, og munu þau víða ekki
vera til heil. Askritendr eru mjög fáir, eða að
eins um 100, og flestir þeirra í Eeykjavík. Má
því segja að rit þetta sé í fæstra höndum.
Kostnaðrinn við útgáfu tiðindanna er allmikill,
hátt á 2. þús. krónur á ári.
Oss hefir nú komið til hugar, að bæta mætti
landssjóði þennan kostnað að miklu eða öllu leyti
og jafnframt gera tiðindin miklu útbreiddari.
Það yrði með þvi, að allar embættislegar aug-
lýsingar yrðu framvegis settar í Stjórnartíðindin,
þ. e. auglýsingar þær sem ákveðið er í opnu bréfi
27. maí 1859 aðbirta skuli í einhverju blaði, sem
út kemr í Kvík, og aðrar auglýsingar, sem snerta
ýms embættisstörf eða sýslanir, svo sem auglýsing-
ar um óskilafénað o fl.
Tekjur af þessum auglýsingum mundu, eins og
nií stendr, geta numið alt að helmingi af útgáfu-
kostnaði Stjórnartiðindanna, þótt auglýsingaverðið
yrði lægra í Stj.tíð. enn í blaði því sem nú hefir
a uglýsingarnar. Enn auk þess mundi þessi breyt-
ing verða til þess, að miklu fleiri yrðu kaupendr
að Stjórnartíðindunum, þvi þörfin að lesa auglýs-
ingarnar mundi þrýsta betr að almenningi, og mundi
sá kaupandaauki og það, að auglýsingarnar mundu
þá verða meiri enn nú, nægja til þess að lands-
sjóðr þyrfti engan kostnað að hafa af útg. tíðind-
anna, er fram í sækti.
Isafold hefir hátt upp í 1000 kr. tekjur á ári af
hinum „opinberu“ auglýsingum og öðrum slikum
auglýsingum, sem snerta embættisstörf og sýslanir.
Yera má að stjórnin hafi þá [skoðun, að það sé
gott fyrir hana að styrkja jafnan eitthvert af blöð-
unum.
Vér ætlum að svo sé þó ekki, því einmitt stjórn-
in sjálf lagði fyrir nokkrum árum (1885) fyrir al- |
þingi frumvarp, sem fór því fram að stjórnarráðið
mætti skipa svo fyrir, fað opinberu auglýsingarn- j
ar yrðu prentaðar í Stjórnartíðindunum, alveg eins
og vér höfum lagt hér til. — Frumvarp þetta var
samþykt í efri deild, enn felt í neðri deild, eink-
anlega af þeim ástæðum, að auglýsingarnar mundu
ekki fá næga útbreiðslu í Stj.tíð. og að þær kæm-
ust ekki nógu fljótt út um landið á þann hátt. —
Að því er snertir útbreiðslu tíðindanna, hefir
hún aukist síðan, og mundi einmitt aukast mest
við þessa tilhögun, eins og vér höfum þegar bent
á, enn sú viðbára að auglýsingar komist seinna út
um land í Stj.tíð. enn í blöðunum er vitleysa tóm,
þar sem Stj.tíð. eru send með hverjum pósti eins
og blöðin, enda mundu tíðindin koma út oftar, ef
þau ættu að fiytja auglýsingarnar.
Yér vonum að máli þessu verði hreyft á næsta
alþingi og fái framgang. Yið það væri einkanlega
tvent unnið: almenningr fengi hvöt til að kynn-
ast betr lögum og stjórnarathöfnum enn áðr og
landssjóðr fengi dálitla nýja tekjugrein.
Um fylgdarmenn útlendinga.
Það er orðinn stór munr á því, móti því sem
var fyrir ekki allmörgum árum, hvað margir út-
lendir ferðamenn leggja leið sína til Islands, til að
kynna sér landið og háttu þjóðarinnar, og lítr út
fyrir að þessum ferðamönnum fjölgi ár frá ári;
þetta ætti að geta orðið landinu til mjög mikils
gagns, ef vel væri á haldið; og er því áríðandi að
menn geri sér alt far um að það megi verða.
Þessir útlendu ferðamenn þurfa flestallir að fá sór
túlka eða talsmenn, og má skoða þá sem milli-
göngumenn milli alþýðu og útlendinga; það er því
einkaráríðandi að þeir heppnist; þeir geta miklu
ráðið, og þuifa þeir jafnvel að gæta réttar hvorra-
tveggja, landsmanna og útlendinga, enn á því hef-
ir stundum orðið brestr; mér er kunnugt um það.
Eg, sem þessar línur rita, byrjaði fyrir 40 árum
að fylgja bæði innlendum og útlendum Sprengi-
sandsveg, þá Þingeyingr, enn í seinni tíð Arnes-
ingr. Eg hef því átt kost á að kynnast mörgum
útlendum ferðamönnum, enn einkum túlkum þeirra
og fylgdarmönnum; finst mér sumir þessara fylgd-
armanna hafi staðið miðr vel í stöðu sinni, bæði
gagnvart útlendingum og alþýðu. Þekki ég ýms
dæmi því til sönnunar bæði frá fyrri og seinni tíð.
Enn ég ætla í þetta sinn að eins að tilgreina eitt
dæmi, sem kom fyrir fyrir nokkrum árum. Einusinni
sem oftar fylgdi ég útlendum ferðamanni og túlki
hans norðr Sprengisandsveg fyrir umsamið kaup.
Þegar norðr í bygð kom og óg bjóst við að skilja
við þá, vildi ég fá kaup mitt. Þegar ég fór að
tala um þetta við túlkinn, rétti útlendingrinn mér
8 kr. Sagði túlkrinn þá, að þetta væri alt, sem
hinn útlendi vildi borga mér fyrir ferðina, og yrði
ég að sitja við það, enn sjálfr kvaðst hann enga
peninga hafa. Eg sagðist hafa samið við hann enn
ekki útlendinginn, sem nærri má geta, þar sem ég
ekki skil útlent mál, og yrði ég að halda mér til
þess, sem ég hefði samið við. Yið þessum 3. kr.
tók ég ekki, því ég áleit mig smánaðan með þessu.
Kvaðst ég nú mundu hraða ferðum mínum og
finna viðkomandi sýslumann, er mundi,geta hindr-
að ferð þeirra um tíma. Eg bjó mig þegar til burt-
ferðar; enn þegar hann sá að alvaran átti að gilda,
sagði hann mér að biða stundarkorn, brá sér snöggv-
ast burtu, og kom bráðum aftr, og borgaði mesta
hlutann af hinu umsamda kaupi; það, sem efbir stóð,
bað hann mig um að lána sér, enn ég neitaði því