Fjallkonan


Fjallkonan - 10.05.1892, Qupperneq 3

Fjallkonan - 10.05.1892, Qupperneq 3
10. maí 1892. FJALLKONAN. 7B leikinn og sumum þótti hann jafnvel mjög vel leikinn, endaeru það hrein og hein ósannindi, hvað sem ísaf. segir, að sá I sem lék hann i ár hafi stælt þann sem lék hann í fyrra. — í I dómnum um „Brúðkaupsbaslið11 og ,,Pétr makalausa" verðr sá I sem leikr Yinge (í Brúðkaupksb.) og Winkel (i Pétri) verst úti, enda er það vel að merkja sami maðr sem leikr það hvort- tveggja og Skrifta-Hans. Að Vinge hafi nuddað sér upp við Klam á leiksviðinu er ósatt. Vinge þótti flestum sérlega vel | leikinn og Winkel fremr laglega, enn sú „rulla“ er örðug fyrir [ ungan mann að leika. Skeggið („toglagðarnir“ sem ísaf. kall- j ar) sem Winkel brúkaði þótti henni óbrúkandi á honum, enn annar var nýbúinn áðr að brúka það og þar hefir Isaf. ef- laust þótt það sóma sér vel! — Um „Vikingana11 er húið að rita svo margt að óþarfi er að bæta við það. Samt skal ég taka það fram að ekki mun það hafa verið af „prjálgirni“ kvenfólks- ins að þær Hjördís og Dagný brúkuðu skautið í fyrsta sinn, er leikið var, eins og ritstj. giskar á, heldr af ástæðum sem voru góðar og gildar og sem ritstj. hefði getað fengið að vita hjá vini sínum „Instruktörnum" ef honum hefði veriðant um sann- leikann. Ritstj. hneyklast á höfuðfati Gunnars hersis, enn hann minnist ekki á höfuðfat Kára bónda, jafnvel þótt það væri al- veg samskonar hattr sem hann brúkaði. Um það hvort þessj J höfuðföt eru rétt höfð eða ekki, ætla ég að láta ritstjórann og Instruktörinn deila. — Þetta, sem hér er sagt að framan, og margt fleira, sem hvorki tími né rúm leyfir mér að taka fram, j þykir mér að þessum dómum „ísaf.“ jafnvel þótt ég i sumum greinum sé henni samdóma. Yfir höfuð þykja mér dómar henn- ar of hlutdrægnir. Það var t. d. óþarfi af ritstj. að hrósa vini [ sínum „forleggjanum“ eins mikið eins og hann hefir gert, jafn- vel þótt svo standi á sem flestum er kunnugt, þvi þótt Kr. j Ó. Þ. hafi yfir höfuð leikið mikið vel, sem engum dettr í hug að neita, þá mætti þó eflaust finna margt smávegis að leik hans ; ekki síðr enn hinna. — Mitt álit er að blöðin ættu ekki að j dæma um framkomu hvers einstaks leikanda meðan þau ekki geta gert það svo að leikendr hafi gagn af, og varast skyldi alla hlutdrægni og manngreinarálit i þeim, þvi að öðrum kosti mun hinn litli leikmentavísir vor eiga sér litla framtíðarvon. L. fSLENSKR SÖGUBÁLKR. Jörundr hundadagakóngr. (Frh.). Þegar til Eeykjavíkr kom, kom það í Ijós, að Trampe greifi, sem þá var stiftamtmaðr, hafði ásamt hinum dönsku kaupmönnum hafið mót- þróa gegn Englendingum og leiddi það til þess að bannað var að flytja vörur í land af hinu enska skipi. Af þessari ástæðu var það, að Jörgensen fór í land einn sunnudag þegar bæjarmenn vóru í kirkju og fór við tólfta mann upp í stiftamtmanns- húsið og skipaði mönnum sínum fyrir dyr hússins. Grekk síðan inn með skammbyssu í hendi og hitti stiftamtmann, sem var einn heima með tveimr vinnu- konum og lá í legubekk sínum. Jörgensen hafði stuttar kveðjur og sagði stiftamtmanni, að hann tæki hann fastan. Siðan gerðist Jörgensen konungr yfir landinu og gaf út auglýsingu um það 26. júní 1809, að ísland væri laust undan yfirráðum Dana. Hinir dönsku kaupmenn í Beykjavík máttu ekki koma út fyrir dyr, og Jörgensen tókst á hendr fjárhald landsins. 29. júní gaf hann út auglýsingu, sem varaði menn við að veita stjórn hans nokkra mótstöðu, og hótaði að láta skjóta hvern sem eigi vildi hlýðn- ast. — 11. júlí gaf hann út einskonar bráðabirgð- arstjórnarlög, er gilda skyldu þar til löggjafarþing kæmi saman, sem átti að verða 1. júlí 1810. Prestastéttina hændi hann að sór með því að bæta kjör hennar, og hót því að stjórna land- inu með róttvísi og hafa sórstaklega gætur á þörf- um alþýðunnar. Hann varð þegar vinsæll af alþýðu, enda gerði umbætr á ýmsu. Löndum sínum, Dönum, hlífði hann ekki. Hann sá það skjótt, að hinir dönsku kaupmenn hindruðu^ allar framfarir landsins með kúgunarverslun sinni og bauð að verslunin væri alveg frjáls; hann kastaði eign sinni á skip og vör- ur kaupmanna og leysti landsmenn undan ölluxn gjöldum til dönsku stjórnarinnar og skuldagreiðsl- um til danskra kaupmanna. Landið átti að vera undir vernd Englendinga. Ollum ber saman um, að Jörgensen hafi haft talsverða hæfileika til land- stjórnarstarfa. Síðan fór Jörgensen um landið, og var það sigr- för. Hvergi mætti hann mótstöðu nema hjá ein- um embættismanni, enn þegar Jörgensen hótaði að brenna hann inni, varð hann að lúta í lægra haldi. Yerndun ensku stjórnarinnar reyndist ekki ör- ugg fyrir Jörgensen, því þegar enskt skip „TalboY kom næst til íslands, varð skipstjórinn, er Jones hét, þess vísari hvað gerst hafði á Islandi og að Jörgensen hafði gerst einvaldr yfir landinu og aug- lýst í heimildarleysi að landið stæði undir vernd Englendinga ; varð hann reiðr og skarst í leikinn. Hann virti ekki Jörgensen svo mikils að tala við hann eða rita honum, enn snóri sér í brófum sín- ábyrgð á gerðum Jörgensens. Jörgensen nefnir heldr ekki afskifti Mr. Phelps eða Jones af þessu máli. Kveðst Jörgensen hafa farið með fúsum vilja til Englands til að koma málinu í gott horf, enn Trampe greifi hafi verið, kominn þangað á undan honum og skýrt rangt frá öllu. (Framh.) ALMENNINGSBÁLKR. Sr. Pétr Gudmundsson kennari í Keflavik hefir sent Fjallk. ritgerð, sem er svar gegn grein J6ns Gunnarssonar í 12. hl. Fjallk. um prestþjónustu í Útskálaprestakalli o. fl. Þessi grein hr. P. G. er of löng til þess að Fjallk. sé lögskyld að taka hana^ og af þvi Fjallk. vill fremr minka ennaukaþras þetta, þykir henni réttast að skýra hér að eins frá meginatriðunum í svari P. G. Hann segir sér sé óviðkomandi að svara því er J. G. segir nm 3 messuföll síðan um nýár — það sem stendr í grein hans í 7. hl. Fjallk. sé óhrakið fyrir því, því þar tali hann um árið sem leið —; séra Jens muni gera yfirboðum sínum grein fyrir þvi atriði. Af þvi megi ekki dæma að prestþjónustu í Útskála- prestakalli sé ábótavant. Árið sem leið hafi verið fluttar 55 messur og 2 kveldsöngvar að auki. „Sat þó sóknarprestrinn á þingi og var auk þess veikr 2 messudaga". — Þar sem sagt sé að séra Jens hafi ekki messað á Hvalsnesi sex sunnudaga i röð„ þótt honum beri það, þá sé það villandi orðalag; „á Hvalsnesi ber að messa 6. hvern sunnudag samkv. kgsbr. 5. apr. 1826. Ef messufall verðr þann sunnudag sem þar her að messa, þá er þar ekki messað „6 sunnudaga í röð“. Þannig var og í þetta sinn. Það er jafn rétthermt og annað í grein höf., að ekki hafi verið nema einir 5 menn i kór á Hvalsneskirkju sunnud. þann er hann tilfærir. Ég þykist hafa sannfrétt að þann sunnud. hafi verið um 100 manns í kirkjunni“. Hvað það snerti, sem J. G. segir að séra Jens „smali saman og leggi sér á herðar“ svo mikinn hóp af veraldlegum störfum, þá sé það ekki rétt; hann sé kosinn til þessara starfa og hafi ekki sótst pftir þeim ; hann sé að vísu alþingismaðr, sýslunefndarmaðr og hreppsnefnda- maðr; enn prófastrinn í Gullbr.- og Kjósarprófd. gegni öllum hinum sömu sýslunum auk prófastsembættisins og hafi þó ein- hvern fjölmennasta söfnuð á landinu. Ekki hafi honum þó ver-

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.