Fjallkonan - 26.07.1892, Blaðsíða 3
26. júlí 1892.
FJALLKONAN.
119
Amtsráðsfundr. Hið nýja amtsráð hélt fund sinn .
í Rvík 4—6 júlí. Þessir amtsráðsmenn mættu, auk
hins setta amtmanns Kristjáns Jónssonar yfirdóm-
ara: Gruðm. próf. Helgason í Reykholti, Þórðr hrepp-
stjóri Guðmundsson á Hálsi, séra ísleifr Gíslason í
Arnarbæli, Páll sýslum. Briem, og Guðl. sýslum. Guð-
mundsson, enn Þorgrímr læknir Þórðarson, amts-
ráðsm. Austrskaftfellinga mætti ekki, mun hafa
tepst við Skeiðarársand.
Amtsráðið veitti kvennaskólanum eldra í Rvík
100 Jkr. styrk, séra 0. Y. Gíslasyni 100 kr. til
„bjargráða“ og sæluhúsverðinum á Kolviðarhól 100
kr. Skyldi nú gera við sæluhúsið á kostnað land-
sjóðs. Borgarfjarðarsýslu leyfð 1000 kr. lántaka til
brúargerðar á Flókadalsá eða 500 kr. lántaka til að
styðja landsjóð til brúargerðar á Hvítá hjá Kláf-
fossi, gegn því að Mýrasýsla leggi annað eins til.
Forseta var falið að brýna fyrir lögreglustjórum að
láta fram fara rannsókn á markaðsfé í haust. —
Álitið tiltækilegt að sameina Austr-Skaftafellssýslu
við Austramtið, að því er sveitarstjórn snertir, enn !
að Vestr-Skaftafellssýsla sé gerð að lögsagnarum- j
dæmi sér og þjóðjarðaumboðið sameinað sýslumanns-
embættinu. — Forseta amtsráðsins falið að reyna
að fá alt að 10,000 kr. lán úr viðlagasjóði til að
auka bústofn og greiða skuldir, sem hvila á búnað-
arskólanum á Hvanneyri. Ólafr Jónsson búfr. ráð-
inn skólastjóri. ______________
Dragferjur á Héraðsvötnin. Nú eru þeir Ein-
ar B. Guðmundsson á Hraunum og Sigurðr Ólafsson
á Hellulandi í Skagafirði að smíða dragferjuna yfir
Héraðsvatna ósinn vestri.
Sauðaþjófnaðr. I Skagafirði hefir maðr nokkur
orðið uppvís að sauðaþjófnaði. Hann hefir ver-
ið geðveikr og oft reynt að fyrirfara sér, og
einu sinni gert tilraun að skera sig á háls.
Druknan. 4. júlí druknaði verslunarstjóri Pétr
Bjarnason á Hofsós; hafði róið fram á höfnina einn
á báti enn dottið útbyrðis. Veðr var stilt, enn
bátrinn mun hafa verið valtr, enn maðrinn heldr
stirðr, því hann var orðinn holdsveikr. (Pétr versl-
unarstjóri var mjög vel látinn af öllum, sem við
hann kyntust, og saknar hans margr. Hann var
reglumaðr mesti og áreiðanlegr í öllum viðskiftum.
Hann var giftr, enn lætr engin börn eftir sig‘.
Verslunarmálafundr. Á sýslunefndarfundi Húnvetninga kom
bú tillaga fram, að bændr skyldi halda fund með sér snemma í
gumar til að ræða um verslunarmál og líklega fleira. Fundr
var ákveðinn á Sveinsstöðum 18. júní. Var samþykt að úr
hverjum hreppi skyldi mæta á fundinum 1—2 kosnir menn. —
Enn svo þegar liðr undir fund, skrifar sýslumaðr öllum sýslu-
nefndarmönnum og kveðst eftir samráði við kaupmenn á Blöndu-
ðsi ákveða, að fundr verði ekki haldinn fyrr enn 1. júlí, af því
að uppboðum, sem haldast skuli á Blönduósi 16.—17. júní, verði
naumast lokið fyrr enn h. 18. — Beyndar greiddist svo úr þessu,
að halda hefði mátt fundinn 18. júní fyrir það, enn ekkert varð
af þvi. — 1. júlí komu um 20 menn að Sveinsstöðum, flestir úr
Vatnsdal og Þingi, kaupm. Jóh. Höller og 4 bændr er kosnir j
höfðu verið. Fundarhald það meðal bænda, sem upphaflega var
ráðið, var þannig ónýtt. — Þessir menn héldu nú fund með sér
og féllust á að skora á bændr að vanda framvegis betr vörur
sínar enn að undanförnu, og á kaupmenn, að koma sér saman
um verð og verðmun á ull eftir gæðum, og skyldu þeir nefna
tvo menn til að meta gæði og verkun ullarinnar (vörumatsmenn),
enn sýslumaðr skyldi staðfesta kvaðningu þeirra. Enn fremr
skyldi kaupm. Joh. Höller fá í lið með Blönduóskaupmönnum
kaupmennina af SauðárkrókV'og fBorðeyrii og að sjálfsögðu af
Skagaströnd og Hólanesi, [svo tilganginum yrði óbrigðlega náð.
í dag (11. júlí) er [samkoma ’meðal|kaupmanna um þetta mál á
Blönduósi. (Eftir bréfi úr Húnavatnssýslu).
Á þessum fundi er sagtjað[það gerist helst, að kaupmenn á-
kveði að gefa 55 au. fyrirjjullarpundið.
„Þjóðriljinn“, blað ísfirðhiga, ætlar að fá sér nýja
prentsmiðju í sumar, enn fyrir það verðr dráttráút-
komu hans. _________
Skriða féll á vörugeymsluhús pöntunarfélags Hér-
aðsmanna á Seyðisfirði. Skaðinn metinn á 3. þús. kr.
Mr. Baltlv, Baldwinson agent var, er síðast frétt-
ist, að reyna að komast á fylkisþingið í Manitoba;
hafði þó ekki eindregið fylgi íslendinga. Jón ritstj.
Ólafsson mælti með honum í blaði sínu og á fund-
um.
Tíðarfar. Nú er gengið í stöðuga óþurka og verðr
engin nýting enn á þeim litla heyskap sem fæst.
Töður liggja alstaðar undir skemdum. Verði nú ó-
þurkar í sumar, sem líkindi eru til, eftir svo þurt
og kalt vor, verðr almenningr að farga að mun fén-
aði sínum í haust, og meira enn hófi gegnir.
Bréfkaflar. Norðrþingeyjarsýslu (Þistilfirði) 3C. júní. (Vorið
hefir hér verið eitt hið bágasta sem menn muna. Frá 16. maí
til 5. júní var hér stöðugt frost; það sem úr lofti kom var snjór
(ekki regn); frá 5. júli til mánaðarlokanna hafa einnig verið
stöðugir kuldar og þurviðri. — Hafís fór um Jónsmessu, enn
hér var fjarðfyllir þangað til. Skip kom í Raufarhöfn 17. þ. m.
— Hey hafa því nær gefist upp, enn þó hefir ekki orðið fellir
á fullorðnu fé, enn lambadauði talsverðr. Jörð hefir verið gróðr-
laus til þessa og nú þessa dagana er fyrst farið að beita kúm.
Tún eru farin að grænka,[ enn engjar ekki. — Fénaðr lœkkar í
verði manna í milli; [ær meðj lömbum eru seldar á 12—15 kr.
og“annað fé að því skapi. — Fiskafli er kominn á Langanesi
og|Langanesströndinni‘.
Skagafjarðarsýslu, 6. júlí. (Yegna kulda og þurks lítr illa út
með grasvöxt, tún eruPlíttf [græn Jog eru nú að grána upp (af
kali). 1. júlí alsnjóaði hér. [um slóðir. — Garðrækt lítr illa út
sem annar jarðargróði.“—\Fénaðarhöld eru í meðallagi. — Fiski-
laust á Skagafirði, enn nokkur afli í Fljótum. — Fuglveiði góð
við Drangey. — Verslun litr mjög illa út. Skip eru nú komiu
til allra verslana á Sauðárkrók. Gránufélagsskipið kom síðast,
og þegar þáð kom vóru útlendar vörur settar niðr, kaffl í 1 kr.,
rúgr í 24 kr., bankabygg í 27. kr. Verð óákveðið á ísl. vörum.
TJll taka kaupmenn á 50 au. — Pöntunarfélagið fékk vörur sínar
nýlega, nema tóbak, salt, kol og steinolíu. Verð enn óútreiknað.
Verðr víst talvert lægra enn hjá kaupmönnum1.
Húnavatnssýslu, 11. júli. ,Hvorki gras né fénaðr hefir eðli-
legan þroska eða viðgang. Gróðrleysið er svo mikið, að tún eru
ekki farin að grænka, nema rétt í kringum bæina. — Fráfærur
eru nú fyrst að komast á‘.
Norðrmúlasýslu 29. júní. ’Vorharðindi meiri enn menn muna,
Heyskortr og hordauði á ýmsum stöðum; lömb hafa víða týnt
tölu, víða verið skorin undan ánum jafnóðum og fæðst bafa, enn
annars víða drepist úr óþektu fári, sem kent er um sinuáti eða
óhollu grasi. — Gróðrleysi dæmalaust; tún varla farin að litkast
um Jónsmessu. — Á engum hreyfingum til framfara bólar hér,
sem heldr er ekki við að búast í slíku harðæri. Þó fiölgar
bindindismönnum, og margir aðrir fylgja þeim straum, því menn
þykjast ekki hafa efni á að lifi af brennivíni i harðærinu. —
Kvefsðtt allþung hefir gengið hér um slóðir; enn er nú í rénun.
Norðrmúlasýslu (Vopnafirði) 16. júlí. Fiskilítið hefir verið hér
um slóðir til þessa, enn nú er síld nýlega farin að veiðast og
því von um bráðan bata á fiskileysinu.