Fjallkonan


Fjallkonan - 16.08.1892, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 16.08.1892, Blaðsíða 3
16. ágúst 1892. FJALLKONAN. 131 ast 3 eða 4 síðustu aldirnar. í hinum mentuðu löndum hefir mannfjöldinn tvöfaldast á furðu skömm- nm tíma. í Danmörku hefir fólkstala tvöfaldast á 70 árum. Áreiðanlegustu skýrslur um fólkstölu og manndauða frá fyrri tímum, sem til eru, eru frá Genf í Sviss. Eftir þeim verðr sannað, að meðal- aldr manna þar var árið 1560 221/, ár, enn var orðinn 40x/2 ár árið 1833. Yiltar þjóðir eru að jafnaði skammlífari enn sið- aðar þjóðir. Þeim er miklu hættara, ef sjúkdómar ganga, og þær eiga í mörgum hættum, sem siðað- ar þjóðir eru lausar við. Meðal þeirra er það al- gengast, að menn deyi ekki náttúrlegum dauða; gamalmenni eru drepin, svo þau verði ekki til þyngsla; þar deya margir af hungri, nöðrubiti og áhlaupum villidýra; viltir menn eiga lika sífelt í ófriði. Lumholtz segir, að í Norðr-Queenslandi í Ástralíu verði fáir af innlendum mönnum eldri enn fertugir. Langlífið hefir aukist jafnhliða menningunni í öllum löndum, og þrátt fyrir margar hindranir, sem beinlínis hafa leitt af framfarafleygingnum, þrátt fyrir vaxandi fátækt í stórbæjunum, vaxandi óhóf í ýmsum nautnum, drykkjuskap o. fl. Þar sem langlífi manna eykst engu að síðr jafnt og stöðugt, kemr mönnum sú spurning í hug, hve lengi þessu muni fram fara. Ætli menn geti á endanum riðið dauðanum að fullu? Það er bágt að segja, hvað ókominn tími flytr með sér, liklega eitthvað það, sem hindrar þessa stöðugu framför langlifisins. -----&=&»---- Binnið að úthýsa fólki (enn allir vita, að það er ekki í fyrsta sinnið) og tæki sér enið eftir sambýlismönnum sínum, sem eru sannir sðmamenn. Skrifað í júlí 1892. Jak. Jónsson. „Fiskverðið“. í 7. nr. blaðsnepils þess, sem Oddr prestr Gísla- son gefr út og kaliar „Sæbjörg11, er ritstjórnargrein um fiskverðið; grein þessi er frá upphafi til enda eitthvert hið fátækiegasta dellu-bull, alveg samsvar- aardi kristniboðs-ruglinu rétt á undan i blaðsnepli þessum. Fiskverðs bullið endar með þessum uppbyggilegu orðum: „Yerslunarmaðr í Keflavík skrifaði skiftavin sín- um ekki alls fyrir löngu, að eftir verði á fiski, 30 og 20 kr. fyrir skpd., þá yrði hann að leggja meira inn“, o. s. frv. Áf því ummæli þessi geta ekki náð til annara enn okkar, er ritum nöfn vor hér undir, þá Iýsum vér yfir því, að þau eru alveg tilhœfulaus, hrein og klár „prima“ ósannindi. Að öðru leyti kemr okkr ekki til hugar, að svara fargrkða. fjasi sr. Odds. Keflavík þann 10. ág. 1892. Jón Ourmarsson. 0. Nordfjord. H. Bartels. Tíðarfar. Síðan eftir mánaðamótin hefir verið þurt veðr og vindasamt oftast, og hefir þerririnn komið í góðar þarfir við fiskverkun og heynýt- ALMENNINGSBÁLKR. „Misjafnir eru mennirnir". Þetta dettr mér í hug, þegar ég rifja upp hve ólíkar viðtökur ég og félagar mínir fengum á ferð i Flóanum. Ég með fleirum lagði seinni part dags upp úr Reykjavík og ferðaðist austr yfir Hellisheiði í töluverðri rigningu; enn af því sumt okkar var orðið vott og nótt var komin, vildu sumir fara niðr i Bæjarþorp og gista þar, enn aðrir vildu halda austr yfir Ölfusá. Varð það út úr, að þangað var haldið og skiftum við okkr við brúna, þannig að sumt fór upp í Laugardælahverfi, enn ég og 6 aðrir fórum heim að Selfossi og hugðum helst að vekja Arnbjörn upp. Það gerðum við líka og hárum kurteis- lega fram erindið, enn það var með öllu ómögulegt; hann hafði hvorki haga handa hestunum né herbergi handa okkr. Svo báðum við hann að lofa okkr að sitja inni — því dynjandi hríð var — þar til veðr batnaði; „nei!“ það var það sama, með fleiri ónotum, er okkr vóru send út um gluggana. Fórum við þá til Gunnars og Jóakims og skiftum okkr í þá bæi, og var okkr tekið mætavel; fengum þar rúm og góðan beina. Hig minnir, að Arnbjörn hafi auglýst greiðasölu í blöðunum, enn ekki tók því, úr því hann vísar ferðafólki frá sér; það hefði eins verið heppilegt að hann hefði tekið það fram, að það væri að eins á björtum degi, sem hann seldi greiða, svo hann þyrfti ekki að beita öðru eins og hér er frá sagt við ferðafólk, enn þetta kemr jafnt fram á degi sem nóttu, og get ég komið með mörg dæmi því viðvíkjandi, sem yrði oflangt hér upp að telja í þetta sinn. Það er vist ekki til neins að láta Arnhjörn heyra, hvar fjór- ir af samferðafólki mínu vóru um nóttina, sem fóru upp i Laug- ardæla-hverfi. Þeir vóru hjá Bjarna í Túni, sem eins og kunn- ugir vita er fátækr af auðlegð enn ríkr af börnum og gestrisni. Hann og kona hans eru nú með tíu hörn, enn þrátt fyrir það gat hann hýst fjóra menn án þess að hafa orð um. Að síðustu vildi ég óska þess, að þessi grein hefði þau betr- andi áhrif á Arnbjörn, að hann léti nú þetta verða í síðasta mg. T tr c y Gegn því að mér sé sendar kr. 5.00 sendi ég kostnaðarlaust til allra staða á Islandi mjög hand- hæga Ijósiriyndavél, sem hver sem vill getr án undirbúnings gert með góðar og fallegar Ijós- myndir af venjulegri stærð. Vélarnar afhentar með ábyrgð og leiðbeining að nota þær. Joh. A. Wilson, Skippergaden No. 16 B. Kristiania. Munio eftir aö biðja um Rahbeks Allé, því hið þjóðfræga kolsýru afls af- tappaða Rahbeks Allé öl fi*á W. Ó. Breiðfjörð gengr nú að allra dómi næst „Gamle Carlsberg“, eðr fram yfír það. Dæmið sjálfir um, hvort ekki er satt. Herbergi til leigu frá 1. okt. eða fyrri í vönduðu og hlýju húsi 4—5 auk eldhúss og nægi- legra geymsluherbergja. Bestu kjör sem hægt er að fá. Ritstjóri vísar á. Iverslun Mag'núsar Einarssonar úrsmiðs á Vestdalseyri við Seyðisfjörð fást ágæt vasaúr og margskonar vandaðar vör- ur með. góðu verði.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.