Fjallkonan


Fjallkonan - 16.08.1892, Side 2

Fjallkonan - 16.08.1892, Side 2
180 FJALLKONAN. IX, 33. Langlífi. Hagfræðilegar skýrslur um langlííi manna í ýms- um löndum eru nokkuð ólíkar, sem við er að búast, bæði vegna ólíkra lífernishátta þjóðanna, og þess, að skýrslurnar eru gerðar með ólíkum hætti. Þó virðist sú verða niðrstaðan allstaðar, að í stéttum þeim, sem vinna eingöngu líkamlega vinnu, só með- alaldr 45—50 ár, enn meðalaldr þeirra sem vinna andlega og líkamlega 51—56 ár og loks meðalaldr þeirra, sem eingöngu vinna andlega vinnu, 51—62 ár. Nákvæmara er þessi niðrstaða sýnd þannig: Meðalaldr. Prestar, háir embættismenn, auðmenn 68—66 ár. Bændr.............................. 62—63 — Kaupmenn..............................61—62 — Æðri embættismenn við herina, og ýms- ir aðrir embættismenn, kennarar við hina æðri skóla.................59—61 — Garðyrkjumenn........................... 58 — Málflutningsmenn, lögfræðingar . . 58—59 — Listamenn, skáld, söngmenn, rithöf- undar........................... 57—58 — Kennarar við barna og unglinga skóla 56—57 — Læknar ............................ 54—56 — Handiðnamenn, verkmenn, vinnufólk 46—55 — Að því er kemr til kynferðis, er það sannreynt, að kvenfólkið verðr að meðaltali eldra enn karl- mennirnir. Þetta getr ekki stafað af líkamsatgervi kvenfólksins. Franskr maðr Tissot heldr, að það sé að þakka því, hve kvenfólkið er málugt; segir hann, að það örvi blóðrásina að tala oft og lengi. Þótt reyndar sé ekki hægt að neita þvi, að þetta kunni að hafa við rök að styðjast, munu undir- rætrnar til langlífis kvenna fremr vera aðrar og auðfundnari. Konan hefir venjulega minni áhyggj- ur og leggr ekki á sig jafnþreytandi störf sem maðrinn, sem oft verðr að hætta heilsu og lífi við störf sín. Hún er einnig lausari við nautnir, sem oft hafa áhrif á heilsu og líf mannsins. Hún lifir kyrru og rólegu lífi á heimili sínu. Skammlífi sem stafar af barnafæðingum og erfiðleikunum að ala upp börnin, jafnast ekki á móti þeim skaðlegu á- hrifum, sem manninum mæta. Öllum hagfræðingum ber saman um, að hjúskapr- inn lengi lífið. Flestir þeir sem elstir hafa orðið hafa verið giftir einu sinni eða oftar. Darwin hefir haft fyrir sér grúa af hagfræðileg- um skýrslum frá Frakklandi, er hann kemst að þeirri niðrstöðu í bók sinni um afkvæmið (,The Descent of Man‘) að á aldrinum frá 20—80 ára deyi miklu fleiri ógiftir menn enn giftir. Hann tilfærir, að af 1000 ógiftum mönnum deyi á bilinu 25—30 ára 11,3 á ári, enn af giftum mönnum 6,5. Svipað hlutfall ,hafa menn fundið í flestum öðrum löndum. Yfirburðir hjúskaparins í tilliti til langlífis munu að mestu leyti því að þakka, að lífshættir gifta fólks- ins eru reglubundnari. Þetta verðr þyngra á met- unum enn hættan, sem stafar af barnafæðingunum, og erfiðleikarnir að hafa ofan af fyrir sér, sem aukast með börnunum o. s. frv. Enn þess ber einnig að gæta, sem Darwin segir, að þeir veljast saman til hjúskapar, bæði karlar og konur, sem meira hafa atgervið, enn hinir veikgerðari, sjúklingar, letingj- ar og staðfestuleysingjar giftast siðr. Getr því vel verið, að yfirburðir hjúskaparins sóu minni enn í fljótu bragði virðist. ^íÞegar litið er á meðalaldr manna í hinum ýmsu lífsstöðum, kemr í Ijós, að prestar verða langlífast- ir allra. Allir hagfræðingar eru á einu máli um þetta. Það getr komið af því, að þeir lifa rólegu lífi og áhyggulausu og þurfa ekki að leggja á sig mikil andleg eða líkamleg störf. Sumir halda, að ræðuhöld prestanna lengi líf þeirra, því með þeim styrkja þeir andardráttarfærin eins og áðr er sagt um kvenfólkið. Katólskir prestar verða skammlíf- ari enn prótestantiskir; annaðhvort er það líklega að kenna einlífi þeirra eða því, að þeir leggja meira á sig. Stjórnendr (páfar og konungar) verða að tiltölu heldr skammlífir. Af 270 páfum hafa 7—8 náð fullum áttræðisaldri. — Læknar verða einna skammlifastir allra manna, og er það eðlilegt, þegar lítið er á allar þær hættur, sem yfir læknun- um vofa. Hagskýrslur sýna einnig, að það er á- stæðulaust, sem sagt hefir verið, að læknar geti varið sig fyrir næmum sjúkdómum. í samanburði við hina lærðu menn standa verk- menn mjög lágt í þessu tilliti, enda er það ekki að furða, þvi lif þeirra er sífeld barátta frá barn- æsku.j Mikill er þó munr á langlífi hinna ein- stöku [flokkaj^þeir verða langlífastir, sem vinna mest undir beru Ioffci eða í rúmgóðum húsum, enn hinir skammlífari, sem vinna inni, einkum í þröng- um herbergjum, og þeir sem anda að sér ýmsu ryki eða gufu úr steinum, málmum, dýra eða jurta- efnum. Þeim,j sem verða að haf’a miklar kyrsetur og jafnvel sitja mjög álútir eða kreptir saman, er hætt Jvið hjarta og lungna sjúkdómum. Ýmsar handiðnir eru óhollar fyrir heilsuna, vegna eitraðra eða óhollra efna, sem berast inn í líkamann. Að vinna að blýi, mála, prenta (einkanlega setja stílinn) eru t. d. fremr óhollar handiðnir. Sama er að segja um steinhögg, vinnu við kalk o. s. frv. Danskr læknir, Westergárd, hefir gefið út hagfræði- rit um þetta efni, sem sæmt var verðlaunum. Hann álitr, að þessir menn standi allvel að vígi í tilliti til heilsu og langlífis: bændr, skraddarar, skósmið- ir, malarar, bakarar, vinnufólk, smiðir. Enn þeir sem hann segir ver setta og suma illa, eru: járn- brautamenn og ökumenn, prentarar, bókbindarar, letrgrafarar, slátrarar, hattarar, tóbaksgerðarmenn, baðmullarverkmenn, spinnarar, vefarar, myndhögg- varar, námumenn, sjómenn, saumakonur. — Veit- ingamenn segja allir hagfræðingar að verði skamm- lífir, sem kemr bæði af nautn áfengra drykkja og illu lofti; enn fremr af því, að þeir geta ekki haft reglulegan svefn. Fangar verða skammlífastir allra manna, og kemr það af illu lofbi og óþrifnaði í fangaklefunum. Eftir skýrslu frá lækni einum í Kiel, dóu þar af 1000 föngum um 200 á ári. Þegar fangarnir vóru ekki orðnir fleiri enn 500, svo rýmra varð og loft- betra, dóu að eins 25 á ári. Hinar ytri ástæður, húsakynni, klæðnaðr, fæði, j efnahagr o. s. frv. hafa auðvitað mest áhrif á heilsu j ma.nrta. og langlífi. Það verðr sannað af hagfræði- j legum skýrslum, að meðalaldr manna hefir tvöfald-

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.