Fjallkonan


Fjallkonan - 04.10.1892, Page 1

Fjallkonan - 04.10.1892, Page 1
IX. ár. Nr. 40. FJALLKONAN. Árjf. 3 kr. (4 kr. ericndis). Gjaiddagi is. júií. Reykjavík, 4. október 1892. Skrifst. og afgreiðslust.: Þingholtsstrsti 48. Ástæöur almennings. Verslunin. Kuldinn og ofþurkrinn framan af sumrinu, sem stafaði af hafísnum, olli því, að grasvöxtr varð víð- ast rýr, einkum á túnum og þurengi, og heyskapr- inn því í minsta lagi, víðast hvergi nærri í meðal- lagi, á mörgum stöðum ekki meira enn þriðjungr á við heyskapinn í fyrra, sem að vísu var víðast í bezta lagi. Einkum eru töðubirgðír alment mjög litlar nú, og er því hætt við að almenningr verði að farga nautgripum sér til stórskaða. Hins vegar er sauðfénaðr nú eflaust með flesta móti, vegna þess að fjármarkaðirnir hafa brugðist; því þótt heyrst hafi, að Zöllner kaupmaðr i Newcastle muni selja um 40,000 fjár í umboði bænda norðan lands og austan, munar það ekki svo miklu, þar sem fjársal- an brást einnig að mestu leyti í fyrra. — Hve ráðleg slík umboðssala sé, mun síðar verða athug- að í blaði þessu. Það er því ekki vanþörf á að brýna fyrir al- menningi, að setja varlega á hey sín í haust, og farga heldr meiru af sauðfénu, 'fremr enn að farga nautgripum, og er hvötin til þess enn meiri fyrir það, að kornvörur eru enn í háu verði, þrátt fyrir það þótt þær sé stöðugt að lækka í verði erlendis fyrir hina góðu uppskeru. — í fyrra færðu kaup- menn óðara upp verð á kornvöru, þegar fréttist um verðhækkun erlendis, og seldu með þessu hækk- aða verði birgðir þær sem þeir höfðu keypt áðr enn verðið hækkaði. Þá gátum vér þess, „að eftir sömu reglu ætti kaupmenn að færa niðr verð á út- lendum vörum, óðara enn þeir frétta um slika ]ækk- un á heimsmarkaðinum, enn þeir mundu oftast draga það nokkuð“. Þetta kemr nú fram, og sýna þessi dæmi ljóslega, að kaupmenn fara svo langt sem komist verðr í því að reyna að hafa sem mestan hagnað af versluninni, og eiga þeir hægra með aðra eins hnykki og þennan sem hér er um að ræða, meðan samgöngurnar eru svo illar og almenningr svo gersamlega ókunnr gangi vöruverðsins á út- lendum mörkuðum sem nú á sér stað. — Af þessu má einnig skilja, hvernig á því stendr, að íslenskir kaupmenn láta sér ekkert umhugað um samgöngu- bætr hér við land eða fréttaþráðarlagning til lands- ins, sem hvorttveggja eru lífsskilyrði fyrir verslun- inni hvarvetna annarsstaðar í heiminum. Þar sem tvær aðalgreinar íslensku verslunarinn- ar, fjárverslunin og saltfisksverslunin, hafa brugðist svo mjög í tvö ár, er von að þess sjáist merki á efnahag almennings, enda hefir peningaskortr í mörg ár ekki verið jafntilfinnanlegr sem nú. Yersl- unarskuldirnar eru víst enn að aukast, og er þó ekki ábætandi. Fyrir 20 árum, eða áðr enn fjár- verslunin hófst verulega, mun efnahagr almenn- ings hafa verið fult svo góðr sem nú. Hvað er orðið af öllum þeim peningum, sem komið hafa inn í landið fyrir fénaðinn, og hvar er hinn inn- lendi arðr af þessari fjárverslun? Peningarnir hafa sópast jafnharðan úr landinu, og menn eyða nú miklu meiru enn áðr (þótt ekki sé eytt meiru i vörur þær sem venjulega eru nefndar (munaðar- vörur1), svo ekki sér á efnahagnum, þótt menn hafi meira handa á milli. Yonandi er að saltfisksverslunin komist í gott horf næsta ár, ef menn þá ekki spilla henni með óvandaðri vörUverkun. Enn hætt er við, að fjár- versluninni eða kjötversluninni verði örðug sam- kepnin á keimsmarkaðinum, þar sem kjötflutningr frá Ástraiíu er stöðugt að aukast, og það kjöt lækk- ar meir og meir í verði. Yæri hægt að koma því við, að flytja nýtt kjöt héðan af landi til Englands, á sama hátt og gert er frá Ástralíu og Danir byrj- uðu á í haust, væri helst líkindi til, að meiri hagn- að mætti hafa af fjársölunni. Útlendar fréttir. Frá Bolgaríu. í miðjum ágústmánuði dæmdu dómstólarnir i Sofia fjóra menn til dauða fyrir hluttöku í Beltschefsmorðinu í fyrra, og allmargir vóru dæmdir til fangelsis. Eins og kunnugt er, þá var Beltschef skotinn til dauða eitt kveld, er hann ásamt Stambulow gekk út úr kaffisöluhúsi þar í borginni. Kúlan var ætluð Stambulow, og leið svo langa stund áðr morðingjarnir fundust. í vor vóru ýmsir menn handteknir. Þar á meðal hinn gamli ráðaneytisforseti Karaweloff. Fyrst í júlímánuði hófst málið, enn eigi er málsgangrinn kunnugr; þó hafa ýmsir, einkum Frakkar og Kússar, haldið því fram, að margir af hinum dæmdu hafi verið dæmdir án saka, og hafi Stambulow að eins rutt þeim úr vegi, af því þeir vóru óvinir hans. Karaweloff var dæmdr til fjögra ára fangelsis. Sagt er, að ótti og hatr hafi einkum verið' tilefni til þess að Stambulow fékk hann dæmdan. Kara- welofif var framan af mótstæðr Bússum, enn seinna breyttist það svo, að hann vildi að Bolgarar ving- uðust við þá. Það var hann sem kom því til leið- ar, að Valdemar Danaprins var boðið ríki í Bolg- aríu. Hugði hann, að Rússakeisari mundi þá verða Bolgurum hlyntr. Valdemar þáði ekki boðið, og Stambulow hrifsaði undir sig völdin. Frá þeim tíma hefir Stambulow með öllu móti reynt að koma Karaweloff fyrir kattarnef. Sakargiftir þær, sem Stambulow eða hans menn komu með máli sínu til sönnunar, ætla menn að ekki séu mikils virði, og virðast ekki neinar sannanir fyrir þvi, að Kara- weloff hafi verið að nokkru i vitorði með morðingj- unum. Dómr þessi mæltist illa fyrir. Enn Stam- bulow var ekki af baki dottinn. Hann lét opin- bera í blaði sínu skjöl, sem hann hafði komist yfir frá Rússlandi. Stöfuðu þau sumpart frá hinni rússnesku stjórn og sumpart frá Boigarafélögum í

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.