Fjallkonan


Fjallkonan - 04.10.1892, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 04.10.1892, Blaðsíða 3
4. okt. 1892. FJALLKONAN. 169 mikið og skorinort skjal, sem tók yfir flest hin al- mennu mál, sem nii eru efst á blaði hjá þjóðinni, oglýsti hann þar skoðun sinniáþeim; geðjaðist mönn- um vel að heyra það lesið, og má fullyrða, að skjal þetta og eins3ræða meðmælandans áttu mestan þátt í að auka ktkvæðafjölda hans á fundinum. — Aftr var bréf Tryggva Gunnarssonar, sem og var lesið upp, mjög svo óákveðið í skoðunum; vísaði helst tii þingmensku sinnar frá 1886, og þótti mönnum dauft að fá ekki gleggri yfirlýsingu frá hans hendi um ýms þjóðmál sem nú, enn ekki þá, vóru á dag- skrá, enda gat ekki meðmælandi hans, sem ekki var heldr von, svarað því er menn vildu vita í þeirn efnum. I annan stað kom fyrirspurn um; hvort það gæti samrýmst stöðu Tryggva sem banka- stjóra, að vera þingmaðr, þar sem laun bankastjór- ans hefðu verið hækkuð í því skyni, að hann ekki þyrfti að leita sér auka-atvinnu, enda væri það starf þannig vaxið, að ekki yrði hálft gagn af frammistöðu íhans á þingi vegna anna við bankann; hlytbþví að vanrækja annaðhvort starfið, enda væri það gagnstætt tilætlun þingsins. Þessari fýrirspurn var ekki með rökum mótmælt, enn því hreyft, að landshöfðingi hefði líka nokkuð að gera, og væri þó á þingi, án þess að athoga, að hér stendr alt öðruvísi á, og að störf þingmanna eru mikið inni- falin í nefndum, sem landshöfðingi mun vera laus við. Þetta, með fleiru, mun hafa dregið úr áhuga manna á að kjósa Tryggva á þing, þó hann að öðru leyti sé viðrkendr öfiugr framkvæmdamaðr, einkum í brúamálum. — Þorlákr Guðmundsson iýsti skoðun sinni á ýmsum þjóðmálum vorum; kvaðst ekki vera fylgjari „Þjóðviljans“ í stjórnarskrár- málinu, heldr með stjórnarbót, sem gæti kom- ist á friðsamlega og án aukaþingskostnaðar; sagði, að meðan Nellemann sæti að völdum, yrði ekkert gert í þá átt o. s. frv., líkt og oft hefir brugðið fyrir hjá óeinbeittum stjórnarskrármönnum. Samt mýktist þetta atriði svo í meðförunum, að menn fengu tiltrú til hans í þessu og öðrum alþjóðarmál- um, eins og sýndi sig við atkvæðagreiðsluna“. Enskr sundmaðr ætlar að synda yfir sundið milli Englands og Frakklands á 14 timum. Hann ætlar að synda með bundnar hendr og beita að eins fót- unum. Þyskalandskeisari ætlar að fara til Chicago-sýning- arinnar að sumri. Iiálskr greifi, Matei, þóttist fyrir nokkrum árum hafa fundið meðal við krabbameinum, og hefir selt það út um allan heim. Mr. Stead, ritstjóri í Lon- don, fékk nokkra góða lækna til að rannsaka meðal- ið. Þeir segja að það muni vera alveg skaðlaust, því það er ekkert annað enn tómt soðið vatn. Híisabyggingar í Cliicago. íbúatalan í Chicago hefir aukist stórkostlega síðan ákveðið var að sýn- ingin yrði haldin þar. Árið sem leið vóru þar bygð 11,805 hús, og þau fæst neitt smásmíði. í hverfi þvi sem nefnt er Ashland-hverfi, og er að mestu nýbygt, eru allmörg hús með 17 gólfum. Það er heldr ekki lengi verið að byggja hús í Chicago. Önnur eins hús og þessi 17-gólfuðu eru fullger utan og innan á átta vikum, enda vinna smiðirnir nótt og dag. Húsgrindrnar eru að mestu leyti úr járni og stáli. Undirstaðan úr stáli og gengr iangt í jörð niðr. Smásögur. — Pjórir menn komu á veitingahús á Skotlandi. „Eitt staup af whisky11, kallar einn peirra, „því það er svo kalt í dag“. „Og mér eitt“, segir annar, „því ég er svo þyrstr“. „Og mér eitt“, gellr við sá þriðji, „því læknirinn segir mér að drekka það“. „Ekki það“, grenjaði sá fjórði og barði rokna högg í borðið, „komið þið með eitt handa mér, því mér þykír það gott“. — Mark Twain kom á fund málflutningsmanns. Málflutnings- maðrinn stingr höndunum í vasana. „Hvað er þetta“, segir Mark Twain, „þetta er í fyrsta BÍnni, sem ég hefi séð málfærslu- mann stinga höndunum niðr í sinn eiginn vasa“. Alþingiskosuing í Dalasýslu fór fram 26. sept. Kosiun Jens prestr Pálsson með 36 atkv. Björn sýslumaðr Bjaruarson fékk 28 atkv. og Þorlákr bóndi Bergsveinsson á Melum og séra Jóhannes L. Lynge Jóhannsson nokkur atkv. hvor. Alþingiskosning í llangárvallasýslu. Þar eru kosnir Þbrdr Quðmundsson í Haia og Sighvatr Arna- son í Eyvindarholti. Séra Óiafr Ólafsson fékk nokkur atkv. Verslunarfréttlr, 5. sept. Sunnlensk vorull, hvít, hefir selst á 59 a., vestfirsk 60, norðlensk 60—61 (besta 65 a.), mislit ull 40 a., hvít haustull óþvegin 39‘/2 eyri. Alt að meðtöldum um- húðum. Á Englandi sunnlensk vorull hvit seld 77/16 d. (56 a.) og norðlensk 76/8 (57 a.) pd. án umbúða. — Saltfiskr. Prá Spáni seinast gefið fyrir farm frá Vestmannaeyjum (af stórum fiski) 36 rm. (33 kr.) á skipsfjöl við ísland. Tveir vestfirskir farmar frá ísafirði seldir á 41—42V4 rm. (36V2—37V8 kr.) að meðtöld- um flutningi til Noregs. Tveir vestfirskir farmar af smáfiski og ýsu seldir til Genua, á 50 og 40 kr. skipd. á skipsfjöl við ísland. Á Englandi seinast gefin 15V2 pd. steri. fyrir smáfisk, 12V2 pd. sterl. fyrir ýsu, þ. e. smálestina. í Khöfn vestfirskr fiskr hnakka- kýldr stór seinast seldr á 52—55 kr. og austfirskr óhnakkakýldr 40, 42, og 43 kr., enn sunnlenskr 38 kr., ýsa 33—34 kr., smá. fiskr 35—38 kr. og langa 50 kr. — Rarðfiskr besti seldr á 136 kr., lakari 72 kr. Nú óselt í Khöfn um 450 skpd. af lakara harðfiski, sumt freðíiBkr. — Lýsi. Ljóst hákarlslýsi gufubrætt síðast selt á 303/4—313/4 kr., og pottbrætt 30V2—31 kr., þorska- lýsi ljóst Sl’/a—32V2 kr., alt grómlaust og auk ílátsins. Dökt lýsi 23, 26, 27, 28—29 kr. — JJúnn 83/4 til 10 kr. eftir gæðum. Sundmagar 40—45 a. — Lambskinn seinast seld á 75, 80, 82*/« 85 til 90 kr. hundraðið (100) einlitt; nú fást varla meira enn 80 kr. — Sauðakjöt á boðstólum á 38 kr. tunnan i haust, enn árangrslaust. — Sauðskinn, söltuð, 4—5 kr. vöndullinn (2 gærur). Búgr 5,80—6,25 100 pd. Rúgmjöl 6,50—6,80. Bankabygg 8,50—8,25. Kaffi, meðal 64—66 a., lakara 61—63 a. Kandís 17 a. Hvítasykr 173/4—18 a. Púðrsykr (farin) 14—24V2 a. Laust prestakall. Staðr í Grunnavik (1041). Á því hvílir lán 1000 kr., er borgast með 62,60 árlega í 16 ár auk vaxta. Augl. 28. sept. Ileiðrsgjafir af styrktarsjóði Kristjáns konungs 9. hafa þessir menn fengið í þetta skifti: Guðmundr bóndi Guðmundsson á Auðnum á Vatnsleysuströnd fyrir framúrskarandi húsabyggingar, jarðabætr og sjávarútveg og Jón bóndi Guðmundsson áEfriBrú

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.