Fjallkonan


Fjallkonan - 04.10.1892, Qupperneq 2

Fjallkonan - 04.10.1892, Qupperneq 2
168 FJALLKONAN. IX, 40. Rússlandi. Samkvæmt bréfum þessum virðist svo, sem Rússastjóru hafi róið uudir mótstöðumöuu- um Ferdínands fursta og Stambulows og jafnvel lagt fó til. Rússar halda því fram, að skjöl þessi sóu samin af þjónum Stambulows. Einn af meðritend- um blaðsins „Figaro“ í París hefir átt samræðu við Stambulow. Segir haun að skjölin séu sönu, og að brátt muni önnur fleiri koma, og þá muni mönnum ógna. Hann segir, að þjóðin só fyllilega samþykk gerðum sínum. Hún óttist, að sór só hætta búin frá Rússlands hálfu. Kvaðst hann hafa farið þess á leit fyrir 2 árum, að Rússastjórn samþykti stjórn Ferdínands fursta. Hann hefði á skotspónum feng- ið það svar, að hún myndi gera það, ef Bolgarar tækju rússneska herforingja og flotaforingja. — ykömrnu síðar enn dómrinn var framkvæmdr í Sofia, fór Stambulow til Konstantínópel, og þrátt fyrir allar tilraunir rússneska sendiherrans, þá náði hinn tali við soldán, og fókk bestu móttökur. Hann fór þess á leit, að soldán staðfesti tign Ferdínands, og soldániun kvaðst vonast eftir því, að hann mundi brátt geta það. Skiidu þeir svo með blíðu. Ferdí- nand fursti hefir ferðast um flest lönd Evrópu i sumar, og talað hvarvetna við stjórnarana. Þykir líkindi til þess, að honum hafi að nokkru tekist að ávinna sér vináttu þeirra. Þegar heim kom, var haldin hin fyrsta iðnaðarsýning í Bolgaríu. Sendi soldán fulltrúa sinn þangað. Þrátt fyrir þetta getr það samt dregist nokkuð, áðr Ferdínand fái stað- festingu stórveldanna á tign sinni. Það er mælt að Ferdínand só vænn maðr, og leggi mikið í söl- urnar til að bæta atvinnuvegi i Bolgaríu. Hann og móðir hans vóru bæði stórrík, og hefir hann var- ið mestu af eignum þ3Írra til þessara fyrirtækja. Hann er af ætt Orleansmanna. — Hvernig Bolgara- málið fer verðr ekki séð enn þá, enn það ætla margir, að finna megi nægar uppsprettur til styrj- aldar á milli stórvelda álfunnar. Svar til E>. E. (Sunnanf. II 1.). í bróðerni vil ég fræða kunningja minn, Þ. E., á því, að hann er ekki sé fyrsti, sem benti mér til að yrkja rímur heldr enn kviðu af G. Ósvífsd.; það hafa margir gert áðr, og fyrstr ég sj&lfr. Ég hefi lengi alið í huga mínum þá ósk, að eitthvert af skáldum vorum kæmi fram með rirnur, er voeri skáldlegl lista- verk, þvi það geta rímur líka verið, ef vel er á haldið. Mig langaði til að gera það sjálfr; enn ég fann vanmátt minn. Eins og ég fyrirverð mig ekki fyrir að játa, að ég er rímnavinr, eins fyrirverð ég mig ekki fyrir að játa, að ég treysti mér ekki til að yrkja rimur svo, að þær fullnægi öllum þeim kröfum, sem þeim bæri að fullnœgja. Enn ég hefi lika alt af vonað, og vona enn, að einhver mér færari geri þetta. Sér í lagi hefi ég núna augastað á einum, sem ég veit fyrir vist, að bæði hefir góðan vilja til að gera rímna- skáldskap vorum sóma, og lika góða gáfu til að geta gert það. Sá maðr mundi ekki vera „spar á því góðgæti, sem vér köllum skáldskap", og ekki er hætt við að það yrði „þurt, eins og maðr bíti í reiðingsdýnu11, sem hann bæri á borð. Sá maðr mundi, í einu orði sagt, gera rímuruar svo úr garði, að þær yrði bók- mentum vorum til sóma. Þessi maðr er Þ. E. sjálfr. Ég vil skora á hann, að koma sem fyrst f.ara með slíkar rímur. Mér er það full alvara, því ég treysti honum svo vel til þess. Þar sem Þ. E. er á öðru máli enn Laxdæla, get ég ekki séð, að ástæður hans séu gildar. Það stendr hvergi, að Ósvifr hafi „þröngvað" Guðrúnu til að játast Bolla; enn að húu fór að ráð- um og vilja föður síns, var ekkert undarlegt. Slíkt var sjálfsagt j eftir venju þeirrar tíðar. Frá því munn fáar undantekningar | finnast. Og þær kvatir, sem ég ætla að mestu hafl ráðið hjá j G. við það tækifæri, eru svo auðsæjar í kviðunni, þótt stuttorð J sé, að mig furðar að slíkr maðr sem Þ. E. hefir ekki séð þær. J — Ekki var það heldr neitt óeðlilegt eða ódrengilegt af Bolla, j að ætla að vara Kjartan jvið fyrirsátinni. Jafn-grunnhygginn maðr og Bolli gat vel vænt þess, að Kjartan mundi sættast heilurn sáttum við þá alla, er hann sæi þetta drengskap arbragð. — Ekki er það heldr sannað eun, þó sumum kunni að sýnast líkur til þess, að Kjartan hafi dvalið skemr í Noregi enn Laxd. J segir. Til þess að vísindin geti farið með það „eins og hvirfil- í vindr með lambaspörð“, þurfa þau að hafa ðræk rök við að j styðjast. Enn meðan rökin eru ekki annað enn övissar líkur, j þá er hver sjálfráðr um það hvaða tillit hann tekr til þeirra. ! Það tjáir ekki að álíta hvað eina sannað, þó búið sé að segja \ það. i Þetta svar læt ég nægja. Br J. Örbirgð og auðr. 4jp)ÍJ manst að fátækt var af náð oss veitt af vorum drotni, það er gömul saga: enn guð og menn og alt er orðið breytt og ólíkt því sem var í fyrri daga. Því fyr var vissast vegi drottins á að vera af hor og örbirgð nærri dauður; því hærra nú sem herrans þjónar ná því hærri laun, þvi meiri völd og auður. 1 fátækt skortir bæði náð og brauð, þvi bendir guð þér veg með þjónum sinum: þú verður, vinur, fyrst að fá þér auð, þá færðu líka náð hjá drotni þinum. Því hafi þér ei hepnast „stöðu“ að ná og heldur ekki lánast vel að búa, þá mun þér veröld verða gæða fá og vinir drottins að þér baki snúa. Þó drottinn sjálfan þekkir ekki þú, þá þekkjast allir best af vinum sínum : og gáðu að hverjum hlotnast virðing sú að hafa sæti næstir presti þínum. Og eins er drottinn auði vorum hjá og alla vora syndafjötra greiðir, og börnin okkar verða voldug þá, þó vitið skorti, náðin guðs þau leiðir. Og eins er það, að þá sem eiga gull frá þjófnað verndar náðarherrann blíði, Enn þúsund svarthol á hér fjandinn full af flökkuþjóð og öðrum sultarlýði. * * * Þú félaus’ maður mátt hér líða nauð og munt í Víti síðar kenna á hörðu; enn takist þér að eiga nógan auð, þig englar geyma bæði á himni og jörðu. Þ. E. [Sf.]. Frá kjörfundinum í Árnessyslu 24. sept. „Það sýndi sig á kjörfundi þessum, að meiri áhugi var vaknaðr bjá kjósendum enn á samskonar fundum að undan- förnu, meðt að hafa áhrif á hvern þeir taka eða hafna fyrir löggjafa, sín og alls landsins vegna; þó mætti enginn úr Selvogi og 3 úr einum hrepp; nokkur jöfnuðr úr hinum hreppunum að fólkstölu. Hrepparnir fylgdust vel að við atkvæðagreiðsluna, nema Sandvíkr- Stokkseyrar- og Ölfusmenn vóru nokkuð á tvístringi með atkvæði sitt. — Einn af þessum þremr þingmannaefnum var á staðnum (Þorl.), enn meðmælaudi B. Melsteðs lagði fram

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.