Fjallkonan


Fjallkonan - 20.12.1892, Síða 1

Fjallkonan - 20.12.1892, Síða 1
IX. ár. Nr. 51. FJALLKONAN. Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis). Gjalddagi 15. júlí. Reykjavik, 20. desember 1892. Skrifst. og afgreiislust.: Þingholtsstrjeti 18. Nýtt Iblað á að stof'na á Akreyri með nýárintt í stað Norðrljóssins, sem Hjálmar Sigurðsson ætlar að halda áfram í íteykjavík. Fyrir hinu nýja Akr- eyrar-blaði standa þeir Klemens Jónsson sýslumaðr og Stefán Stefánsson skólakennari á Möðruvöllum og fleiri góðir menn i hiutafélagi. Ekki var ákveð- ið hver ritstjóri yrði, og áttu félagsmenn að kjósa hann. Þetta nýja blað verðr sent öllum kaupend- um Norðrljóssins. Afliibrögð. Þorskafli og síldarafli var ágætr við Eyjafjörð er síðast fréttist, enn salt og tunnur vant- aði til að geta hagnýtt síldveiðina. — Við Skaga- fjörð hefir einnig verið góðr afli. Hlutir þar orðnir hjá sumum nær 2000, enn fiskrinn smár. — Við austanverðan Húnaflóa hafa hlutir orðið í haust 700—800. — Hér í Faxaflóa hefir verið almennr afli þar til í þ. m., að tekið hefir fyrir afla á Inn- nesjum, enn góðr afli var í Garðsjó, þegar síðast j var reynt. Um vestrfarir er lítið talað, og munu víst fáir j fara á næsta sumri, þó Isaf. og Þjóðólfr séu nú á j nálum út af því, að „agentarnir“ muni eyða landið. ; Niðrjöfnun aukaútsvara í Skagafirði hefir í haust I verið gerð eftir reglum, sem sýslunefnd Skagfirð- inga samdi um það efni í fyrra, og eru menn al- j ment mjög ánægðir með þær. Frá aðalefni þeirra j mun verða skýrt síðar í þessu blaði. Þáinn er í nóv. merkisbóndinn Kristófer Finn- ! bogason á Stóruborg í Húnavatnssýslu, faðir Pétrs bónda á Stóruborg og þeirra systkina, enn bróðir þeirra Teits dýralæknis og Ásgeirs á Lundum. Hann varð að kalla bráðkvaddr. Sauðaþjófnaðr. Helgi bóndi á Skárastöðum i Miðfirði hefir verið ákærðr fyrir stuld á tveimr kindum. Hm þetta er svo skrifað að norðan: „Þótt fréttaritari Þjóðólfs brigði sýslumanni Hún- vetninga um aðgerðaleysi út af þessu máli, má full- j yrða, að það er með öllu ástæðulaust“. Manntjón og fénaðartjón. Átta menn hafa orðið úti og marga kalið. I norðanbyl þeim sem gerði i byrjun þ. m. og grimmastr var 2. des., hafa margir menn orðið úti, og er eflaust enn ekki fullspurt af því manntjóni. — Víða hefir og orðið tjón á fénaði, sem hefir hrakið og fent til dauðs. Á Sporði í Víðidal fór bóndinn, Jón Gunnarsson, j ásamt syni sínum, unglingi, að vitja fjár síns 2. des. Féð var þar skamt suðr frá bænum, um 120 að tölu, enn vegna veðrgrimdarinnar höfðu þeir engu ráðið við það, og heldr ekki bjargað lífi sínu. Urðu báðir feðgarnir úti, og vóru ófundnir er frétt- in barst. — Jón bóndi var valinkunnr maðr, heldr efnalítill, enn þó vel sjálfbjarga. — Þegar veðrinu slotaði, fanst féð, og var helmingrinn dauðr, enn helmingrinn með lífsmarki, og óvíst, hve margt mundi lifa af því. Sama dag varð úti bóndinn frá Háreksstöðum í Norðrárdal, Árni að nafni. Hann var einnig yfir fé sínu og hrakti það einnig til dauðs eða margt af þvi. Hann var ófundinn. Sama dag varð úti unglingspiltr nýfermdr frá Miðhópi í Húnavatnssýslu, yfir fé, Benedikt Ás- mundsson að nafni, og fanst hann dauðr skömmu síðar. Sama dag varð úti maðr á ferð undir Hafnar- fjalli í Bórgarfirði, Þórðr að nafni. Um sama leyti varð og úti maðr frá Ljárskóga- seli í Miðdölum og kvenmaðr norðr í Eyjafirði. 28. nóv. varð úti kvenmaðr frá Króksstöðum í Miðfirði, vinnukona, Anna að nafni, á ferð í Víði- dal; fanst skamt frá bænum Sporði. Marga menn hefir kalið til skemda í þessu kasti, og hefir mest kveðið að því í Borgarfirði. Kvenbúningrinn. Eftir Jónas Hallgrímsson skáldið. 2. Sparibúningrinn. (Framh.). Spanbúningrinn er yfir höfuð að tala svo líkr hvers- dagsbúningnum, að sniðinu til (neðri hluti klæðnaðarins eins hvern dag og spari, og kventreyjan ekki annað enn peisan, nema hvað hún er styttri og meira við hana haft), að það sem um annan þeirra er sagt, á líka heima hjá hinum; búningrinn er í stuttu máli fallegr og þjððlegr. Það er eftirtektarvert, að eftir því sem danski kvenbúningrinn smátt og smátt heíir komist inn í landið, eftir því heflr íslenska búningnum hnignað; silfrspennur, ermahnappar, brjðstnisti, laufapijónar og margt annað skraut, sem áðr gerði búninginn svo vegiegan, er nú svo að kalla öldungis horfið; þetta getr nú ekki komið til af efna- leysi, því íslendingar eru ekki fátækari nú enn þeir hafa áðr verið; ekki get ég heldr skilið, að giftir menn séu nú naumari við konur sínar enn forfeðr þeirra vðru, sem borguðu silfrbún- inginn fyrmeir. Nei, hér er annað komið í leikinn; breytingin er hvorki komin af féleysi né kvikinsku; hún er að mestu leyti kvenfðlkinu sjálfu að kenna. Þegar danskar konur hafa komið til landsins með flöktandi fjöðrum og glampaskjðtta herðaklúta, þá hefir alt orðið í uppnámi, því það er háttr íslendinga, að dást að öllu útlendu, eða réttara sagt dönsku, því af öðrum út- lendum hafa þeir hingað til haft lítið að segja. Eins og karl- mönnunum t. a. m. hafa þðtt danskir búðsveinar vera mestu menn, og kjðll og stígvél hafa verið álitin hin mestu tignar- klæði, sem prestrinn og sýslumaðrinn í kóngsins nafni hafa tek- ið upp eftir þeim, eins hefir kvenfólkinu farist fyrir sitt leyti; kaupmannskonan í allri sinni dýrð hefir verið þeim sú fyrirmynd, sem allar aðrar hafa leitast við að taka sig eftir af veikum mætti, þð þeim hafi ekki tekist að ná henni; þetta hefir nú haft þær aíleiðingar, að margar heldri manna dætr hafa gersamlega snar-

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.