Fjallkonan


Fjallkonan - 20.12.1892, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 20.12.1892, Blaðsíða 3
20. des. 1892. FJALLKONAN. 203 enn líklegt þykir mér að kirkjan dragi sína menn í sínum málum, þó ekki afleiðis vona eg, og ekki þar sem kjósendr vilja alment að breytt sé frá fornum venjum. Annar bændanna, sem þingsæti náði, hefir þegar sýnt, að hann vill eigi vera í liði bænda í helsta áhugamáli þeirra, vistarmálinn, enn algerleg leysing vistarbandsins myndi hvergi á landinu vorða affara- sælum sveitarbúskap til jafnmikils ótíma sem einmitt hér í Norðrmúlasýslu, og það jafnt vinnuhjúum sem bændum. Mætti og ætti að skrifa langt mál um þetta, enn í fáum orðum yrði hér í sýslu afleiðing algerðrar lausavinnu einyrkjubúskapr eftir fá ár með öllum sínum vesaldómi, fátækt, fáfræði og umkomu- leysi, og efa eg ekki að slík andleg og líkamleg vesalmenska myndi með tímanum ganga jafnt yfir húsbændr og hjú, svo lögin, hversu frelsisfögr sem þau kunna að sýnast, yrðu að bölvan enn eigi bless- an. — Ef telja skal framkvæmdir einstakra manna, má telja með stórvirkjum framkvæmd Skapta Jósefs- sonar, ritstjóra Austra, í bókasafnsmáli Austuramts- ins, og treysti eg því, að þar sé góðu korni til sáið, og muni gott af gróa, er stundir líða“. Bréf af Suðrnesjum. 12. desember. [Tlðaríar. — Aflabrögð. — Kaupmenn. — Sjónleikir. — Bindindi8má,l.] Sumarið var hér syðra eins og annarsstaðar frámunalega kalt. Spruttu tíin því afarilla og var sláttr því byrjaðr mjög seint. um þær mundir gengu óþurkar miklir, enn skifti þó brátt um veðr, svo flestir náðu „töðuhárinu“ lítt skemdu. Garðyrkja mis- hepnaðÍBt í mesta lagi; hjá flestum varð uppskera meira enn helmingi minni enn í meðalári. Margir þeirra, sem fóru hér sunnan að í kaupavinnu um Blátt- inn, ýmist til Austfjarða eða norðr, komu með tvær hendr tóm- ar úr þeirri ferð. — Verslunin var hér eins og annarsstaðar hin versta. íslenskar vörur bæði litlar og illa borgaðar. Öll útlend vara í háu verði. — Afli var því nær enginn á opnum bátum frá því um Jónsmessu og fram undir réttir; pó oftast vart við ýsu og smáfisk í Garðsjónum, enn lítt var þá sjór stundaðr. Það má segja, að sjaldan mun almenningr hafa síðari hluta sumars horft með jafnmiklum kvíða til vetrarins eins og í ár; enn úr þvi hefir nú rætst svo mjög, að útlit er fyrir að flestir dragi nú fram lífið harmkvælalítið í vetr; er það eingöngu því að þakka, hve vel hefir aflast i alt haust. — Það segja elstu menn, að ekki muni þeir aðra eins haustvertíð og þessa sem nú er langt liðin. Gæftir vóru frá réttum og til vetrnótta framúr- skarandi góðar; blíðasta sumarveðr á hverjum degi, og þá alt- af hlaðafli, og það enda þangað til hálfan mánuð af vetri. — Með jólaföstu skifti nm veðr, hefir verið Btormasamt síðan og nokkuð óstöðugt, enn alt af hefir verið afli þegar á sjó hefir gefað, alt að þessum tima; það verðr því ekki annað sagt, enn nú sé góðærispartr hjá okkr Suðrnesjabúunum sem stendr. Þó má þess ekki láta ógetið, að verslunin kastar nú eins og oftar skugga nokkrum á framtíðarhorfurnar. — Það hefir heyrst, að komið hafi það nokkuð oft fyrir, að Keflavíkr-kaupmenn hafi neitað mönnum um salt i fiskinn í haust; hafa þeir sem fyrir því hafa orðið þá auðvitað neyðst til að leggja hann inn blaut- an, og er sú verslun eins og alkunnugt er álitin alt annað enn holl, — og það þótt fiskrinn sé betr borgaðr enn hann er í Keflavik. — Það er nægileg reynsla fengin fyrir því, að oftast er það uppetið að kveldi sem aflaðist um dag hvern með þeirri verslunaraðferð, og það þótt aflinn sé ekki lítill.' Afleiðingin 1) Sjálfsagt hafa kaupmenn ekki neitað öðrum um salt enn þeim sem þeir hafa ekki treyst að standa í skilum, og hvað blautflsksverslunina snertir, sjáum vér ekkert á móti henni, enda tíðkast hán um alian heim. Yér álítum það miklu fremr framför, að geta selt flskinn bæði óverkaðan og verkaðan, og það er einnig kostr við blautfisksverslunina, að lánin verða minni, enn þau ber flestum saman um, að geri versluninni mest tjón, eins og þau gerast nú. Bitstj. j er auðsæ, sem sé sú: að undir eins og ekkert fæst úr sjónum | er sama hungrið og volæðið við dyrnar og áðr var. Þá hefir það og verið sagt, að sumir faktorarnir í Keflavík hafi látið ýmsa skuldunauta sína gera skriflega samninga við sig, þannig lagaða: að skuldunautr lofar og skuldbindr sig að greiða versluninni það, sem hann skuldar henni fyrir apríl- mánaðarlok n. á.! Skrítnir samningar. Hvaða handbærar versl- unarvörur til skuldalúkningar skyldu þurrabúðarmenn hafa um þann tíma árs? Er það ekki jafnskiljanlegt bæði lánardrottni og skuldunaut, að svona lagaðir samningar geta ekki haft full- komið gildi? Lántaksndinn blýtr að skrifa undir samninginn með fullkominni sannfæringu um, að hann geti ekki efnt það sem hann lofar; og faktorinn er engu síðr sannfærðr um það, að lántakandi á ómögulegt með að efna það, sem hann lætr hann lofa. Til hvers eru þá þannig vaxnir samningar? Mér virðist þeir besta meðai til þess að ala upp í mönnum fyrirlitningu og sviksemi fyrir öllu viðskiftalífi yfir höfuð að tala. Það væri því óskandi, að kaupmenn takmörkuðu slíka samninga sem mest. — Þeim er engan veginn láandi, þótt þeir vilji sjá skuldum sínum borgið, enn til þess má ætlast af þeim eins og öðrum mönnum, að þeir beiti til þess skynsömum meðulum, þeim meðulum, sem eru betr löguð enn þetta, að venja viðskiftamanninn á skilsemi og orðheldni.1 Allmikill viðbúnaðr er hafðr til að skemta mönnum hér syðra um jólin. Er i ráði að leiknir verði sjónleikir bæði í Garðinum og Keflavík; er nú þegar búið að æfa til fulls á báðum stöðun- um stykki þau sem leika á. — Eg veit að margr hyggr gott til þeirrar skemtunar, enda mun og ekkert til sparað, að hún j verði svo góð sem kostr er á. — Ég skal seinna skýra frá, hvernig alþýðu getst að leikjum þessum, svo og hverir þeir eru. Það má með tíðindum telja, að önnur af Good-Templara-stúk- um þeim, sem Jón kennari Jónsson stofnaði í fyrravetr á Mið- nesinu, er nú dottin úr sögunni fyrír fult og alt; hún var víst alt af með litlu lífi; eitthvað 14 meðl. í fyrra eða þar um bil. Flestir af þeim sögðu sig úr áðr enn þeir fóru í kaupavinnuna — helst of almennr siðr — eða þá veltust úr henni einhvern veginn öðruvísi. Aftr er stúka sú, sem stofnuð var á norðrnesinu um sama leyti, með fullu fjöri. Hún hélt ársafmæli sitt 10. þ. m. með allmiklum fagnaði. Hún hefir komið sér upp mjög laglegu fund- arhúsi, sem kostar ca. 600 kr.; má það heita dæmalaus dugnaðr á fyrsta ári; það er lika satt best að segja, að meðlimir hennar hafa ekki legið á liði sínu; stúka sú er svo heppin, að eiga j góðan liðsmann nærri sér, þótt ekki sé hann félagsmaðr, þar sem | er Einar Sveinbjarnarson í Sandgerði; hefir hann liðsint henni j á margan hátt og styrkt hana i orði og verki; er slíkt drengi- j lega gert, og seint þakkað sem vert er. Samsöngr var hér haldinn 17. og. 18 des. undir forstöðu herra Steingr. Johnsens af „Söngfélaginu frá j 14. jan. 1892“. JÞetta félag hefir góða söngkrafta og er skipað mönnum af öilum stéttum. — 12 lög vóru sungin, og auk þess lék Helgi Helgason með horna- sveit sinni nokkur lög. Skemtunin fór prýðilega fram og var vel sótt bæði kveldin, og er vonandi að féiagið skemti bæjarbúum oftar í vetr. (xufubátsmálið hefir enn verið rætt í bæjarstjórn Eeykjavíkr og hefir kaupmaðr Björn Krístjánsson skýrt bæjarstjórninni frá að hann ætlaði að bjóða Eeykvíkingum og nærsveitamönnum gufubát þann j til ferða á Faxaflóa, sem hann ætlar að taka á leigu. Borgfirðingar hafa á sýslunefndarfundi sínum heitið I fé tii gufubátsferða, enn ekki ákveðið, hvorum þeirra B. Kr. eða Fischers það verðr veitt. — Bæjarstjórnin hefir kosið nefnd til að fjalla um málið. 1) Vér sjáum ekki, að kaupmenn sé ámælisverðir fyrir þessa samninga sem bréfritarinn er að tala um. Ef bændr vita, að þeir geta ekki kaldið þá, eiga þeir ekki að undirskrifa þá. Það má ekki ætlast til, að kaup. menn sé fjárráðamenn bænda eða bafl vit fyrir þeim. Bitstj.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.