Fjallkonan - 10.01.1893, Blaðsíða 1
Nr. 2,
X. ár,
FJALLKONAN.
Arg. 3 kr. (4 kr. eriendis). Gjaiddagi 45. jáií. Reykjavík, 10. janúar 1893. Skrifst. og afgmislust.: Þiogholtsstneti 18.
Rcnan.
Joseph Ernest Renan, hinn frægi vísindamaðr og
trúfræðingr, lézt í París, eins og getið hefir verið í
blaði þessu, i okt. í haust. Hann er fæddr 27. febr.
1823; lærði fyrst til prests, enn hætti við og tók
að leggja sig eftir Austrlandamálum hinum semí-
tísku. 1847 tók hann að gefa út rit um þessar
tungur og upptök tungnanna, og urðu þau rit hans
stórfræg. Hann gerðist þá brátt einn af hinum
atkvæðamestu meðritend-
um hinna helztu timarita
og blaða á Frakklandi.
1860 sendi frakkneska
stjórnin hann til Asíu til
vísindalegra rannsókna.
Þegar hann kom heim
aftr (1862) varð hann
prófessor við „College de
France“ í ebresku, sýr-
lenzku og kaldeisku. Ari
síðar gaf hann út bók þá
er nefnist „Ævi Jesú“
(La vie de Jesus) og er
hún einna frægust af rit-
verkum hans. Hún þykir
rituð með frábærri snild,
enn neitar beinlínis guð-
dómi Krists; varð mikið
uppnám út úr þessari bók,
einkum meðal klerkdóms-
ins í ýmsum löndum, og
komu út ótal mótrit; enn
á Frakklandi varð útkoma
bókarinnar til þess, að
Napoleon keisari lét Renan
fara frá prófessorsstöðu sinni, þó svo, að hann héldi
launum sínum; bauð honum auk þess, að gera hann
að keisaralegum aðalbókaverði sínum. Renan þiggr
hvorugt. Þegar þjóðveldið komst á í Frakklandi
1871 var hann aftr settr í sitt fyrra embætti og
fékk þá hæstu nafnbætr heiðrsfylkingarinnar. Um
þetta fer eitt danskt blað þessum orðum: „Að
hugsa sér nokkuð þessu líkt um danskan mann,
sem mist hefði stöðu sína við háskólann fyrir rit
um upptök kristinnar trúar, það væri eins og að
láta sér koma til hugar, að stjórnin danska sæmdi
betrunarhúslim eftir endaða refsitíð með stórkrossi
danafánans og fílsorðunni“.
Rit Renans eru afarmörg, bæði um trúfræðileg
efni og annað. Hann var jafhágætr sem austrlenzkr
málfræðingr og trúarheimspekingr, og enda jafn-
snjallr, hvað sem hann ritaði um. Þegar hann var
kosinn á þing, hélt hann víða fundi með kjósendum
sínum, og fóru margar kynjasögur af því, að hvaða
spurningar sem kjósendr lögðu fyrir hann, hvort
sem þær vóru um pólitík, mentamál eða vísinda-
legs efnis, um verzlunarfyrirtæki eða atvinnumál
o. s. frv. svaraði hann þeim öllum jafnkunnuglega.
Renan var í mesta eftirlæti á Frakklandi, og
enginn höfundr í lausri ræðu hefir náð þar slíkri
hylli síðan Voltaire; hann þykir enda enn þá í-
smeygilegri enn Voltaire, af því rit hans eru búin
svo mikilli skáldlegri fegrð að hugsun og orðfæri.
Varla hefir nokkur höf. átt að sæta jafnmiklu hatri
og álasi af hálfu klerk-
dómsins kaþólska. Páfinn
hélt þó, er hann frétti lát
Renans, að skeð gæti að
hann yrði sáluhólpinn, og
skoðaði hann sem verk-
færi í drottins hendi til
að áminna og vekja kirkj-
una.
„Ævi Jesú“ hefir verið
þýdd á nálega allar tungur
mentaþjóðanna og verið
seld í mörgum miljónum
eintaka. Hún er að vísu
ekki eins strangvísindaleg
eins og hún er andrík.
Þar er með mikilli í-
myndunar auðlegð dregin
skír mynd af Kristi á
baktjaldi dýrlegrar lands-
lagslýsingar. Kristr er
skoðaðr sem elskuverðr
spámaðr, sem lendir í
deilu við Farísea og presta,
knýst til að halda áfram
á þeirri braut og leiðist
smámsaman til að koma ffam sem Messías, búinn
jarteiknalegu kraftaláni og deyr að lokum sorg-
legum dauða.
Tvær deilugreinir um kraftaverk.
Tveir merkir prestar í Danmörk, Axel Kemp í
Nýkaupangi á Falstri og Henning Jensen, fyrverandi
| prestr og merkr guðfræðingr, hafa nýlega ritað grein-
ar um kraftaverkin, og af því þær sýna allvel, á hvaða
stigi deila þessi er yfirleitt í mentuðum löndum og
hver rök eru þar færð með og móti, þá mundi les-
I endum ekki þykja ófróðlegt, að lesa greinar þessar
eftir aðalinntaki, enda verðr þá ekki því við borið,
að það sé tekið aðeins, sem öðrum málspartinum er
í vil.
I.
(Grein A. Kemps).
Þar sem Henning Jensen byrjar á því að segja,