Fjallkonan - 10.01.1893, Blaðsíða 3
10. jan. 1893.
FJALLKONAN.
7
fyrir það, að hann með þessari orðfærslu Emsar-
skeytisins hefði komið fransk-þýzka stríðinu af stað,
enn slíkt nær engri átt, þótt Bismarck hafi svona
í viðlögum notað það í þjónustu sjálfhælni sinnar.
Bæði þýzka stjórnin og franska stjórnin 1870 vildu
strið, hvað sem kostaði (sbr. Skírni 1871), og að
Bismarck hafi þröngvað Frakklandi til að hefja ó-
friðinn er fjarri sanni. TJm fölsun virðist hér alls
ekki vera að ræða, því orðamunr á hinu upphaflega
Emsar-skeyti frá konungi til Bismarcks og hinu er
sára lítill. — Það er líka eftirtektarvert, að fremstr
í flokki með að bera fölsunina af Bismarck er Cap-
rivi óvinr hans, því i rikisþinginu þýzka (23. nóv.)
vék hann að þessu atriði í ræðu sinni fyrir herlaga-
frumvarpinu, las upp bæði hið upphaflega skeyti
frá konungi og hitt, sem Bismarck hafði fært í
stílinn, sem lítill orðamunr er á, og fylgdi því fast-
lega fram, að Bismarck hefði í rauninni engu breytt.
„Hér er“, sagði hann, „um enga fölsun að ræða;
kanzlarinn framkvæmir það, sem konungrinn hefir
fyrir hann lagt og hann framkvæmir það vandlega
rétt“. Að öðru leyti er þessi fráskýring ekki fram-
komin af góðvilja við Bismarck, heldr eftir undir-
lagi Yilhjálms keisara, til að halda uppi heiðri
afa hans, að hann hafi verið alt í öllu, enn Bis-
marck verkfæri í hans hendi. — Þetta er nú alt
„klandrið", sem hin fféttafróðu blöð Isafold og Norðr-
Ijósib láta nú drýgindalega yfir, að Bismarck hafi
ratað í.
Stjórnleysingjar gerðu voðalegt spell í Paris
snemma í nóv. Lögreglumenn fundu dynamítvél,
og fóru að skoða hana, enn þá sprakk hún og
drap þá svo hroðalega, að sum líkin vóru ekki
annað enn kássa. — Stjórnin þykir ganga linlega
ffam gegn sósialistum og stjórnleysingjum, og er
þetta ein undirrót stjórnarvandræðanna.
„Svarti dauði“. í Turkestan hefir komið upp
„svarti dauði“, og dóu í borginni Askabat 1300 af
30,000 á einni viku. „Svarti dauði", segir Brit. Med.
Journal, „hefir aldrei orðið upprættr í Yestr-Asíu.
Sjúkleikinn kemr snögglega upp hér og þar og er
mannskæðari enn kólera og taugaveiki; kemr bæði
í menn og skepnur, og hverfr aftr eins skyndilega
og hann byrjar, svo læknarnir fá ekki tíma til að
kynna sér eðli hans, með þvi líka að líkin rotna
svo fljótt“.
Úr Árnessýslu. Það má svo að orði kveða, að
hin síðustu tvö ár væri nokkurs konar sýnishorn
hins bezta og hins erfiðasta árferðis hór. Árið 1891
var sannefnt góðæri og heyafla þessa árs var það
að þakka, að vorið 1892 varð ekki fellisvor. En
þar „át“ líka „magra kýrin hinar feitu“. Yetrinn
var þungr og dró mjög út hey, enn þó töldu marg-
ir víst um sumarmál, að þeir mundu fyrna mikið,
enn vorið eyddi þvi að mestu. Jörð greri seint,
gras varð lítið, málnyta rýr, hey í langminsta lagi,
nýttist þó vel. Haustið var gott og fyrstu vetrar-
vikurnar, enn stirð tíð síðan, jólafastan einkum
hörð ffam að sólstöðum, enn þá gerði þíðu og
bliðu, sem enn helzt. Fiskafli var góðr rúman
vikutima á vetrarvertiðinni, enn svo tók ffá langa
hríð og aflaðist lítið eftir það. í haust aflaðist til
soðs þá er á sjó gaf. Yerzlunin hin óhægasta sem
menn muna, og peningaleysi til tálmunar öllum
viðskiftum og framkvæmdum, Heilbrigði manna
og skepna hefir verið í betra lagi. Engar Ameríku-
ferðir hafa orðið hóðan úr sýslu þessi árin. Árið
1891 mun fáa hafa langað í burtu; enn þetta ár
hafa sumir látið á sór skilja, að þeir mundu fara,
ef þeir gætu komið eigum sínum í peninga.
Dáinn er nýlega Brynjólfr Guðnason á Kaldbak
i Hrunamannahreppi, „nýtr bóndi, rúmlega sextugr
að aldri. Hann hafði fyrir nokkrum árum orðið
fyrir því áfalli, að stormbylr kastaði honum ofan
af heygarði, meiddist hann innan og varð aldrei
albata, enda vann hann hvenær sem af honum
bráði, þó hann væri rúmfastr á milli; dró þetta
hann til dauða. Hann var starfsamr og hagsýnn
og fjármaðr góðr“.
Úr Yogum. „Hóðan er fátt til ffásagna, utan
það, að hausttíðin, sem nú er um garð gengin, hefir
verið ein með þeim beztu, nú undanfarin ár. Það
munu vera komnir 4—5 skppd. hlutir, að meðal-
tali hér í Yogum. Þess var líka allmikil þörf, að
einhverja hjálp bæri að höndum, því flestir munu
víst hafa verið svo búnir undir vetrinn, að þeir
ekki munu hafa haft nein ráð til að lifa hann af;
enn nú hefir gullkistan okkar, Garðsjórinn, og veðr-
blíðan bætt úr þessum vandræðum, og enginn verk-
fær maðr hér hefir farið á mis við þessi gæði.
Þrátt fyrir þetta hafa fátæklingar ekki getað feng-
ið hjá kaupmönnum lifsnauðsynjar sínar; ekki einu
sinni salt í fisk sinn, og þó ætlast kaupmenn til,
að þeir fái fiskinn hjá þeim saltaðan, pressaðan og
þurkaðan upp í skuldir þeirra frá umliðnum árum.
Menn hór vita nú fyrst og fremst ekki, hvernig
þeir eiga að fara að skila honum þannig eftir
„kúnstarinnar“ reglum, þegar þeir ekki geta feng-
ið það sem við þarf hjá kaupmönnum til að gera
hann að verzlunarvöru. Ekki heldr geta þeir kom-
izt upp á það, að draga hann saman, og haldið
honum óskemdum til kauptiðar, og lagt hann þá
inn blautan, enda hefir enginn gert neina tilraun
til þess, svo sem að bera hann jafnótt upp í Hrafna-
gjá, því þeim finst líklegt, að hann fái þar ekki
betri afdrif enn síldin, sem stórbændrnir sumir
létu vinnumennina sína bera þangað um árið (til
að láta hana tingast þar?!!) Einn stórbóndinn
hór hefir gert sannan velgjörning með því, að kaupa
blautan fiskinn af hinum fátæku, þótt hann hafi
aldrei borgað hann nema með 40 aurum lpd. mót
vörum, og þótt hann ekki hafi leyfi til að verzla.
Enn þá vil óg ekki heldr, að þeir hinir sömu séu
eins og nasvisir hundar að njósna um eitthvað það,
sem hvorki stríðir á móti góðu siðferði nó náttúru-
lögmálinu, eða leitist við að hirtingarhönd laganna
beiti bæði líkamlegri og andlegri refsingu á sak-
lausum mönnum, ef hægt væri. — Lítið um messu-
gerðir um hátiðirnar; hér hefir ekkert guðsorð
heyrzt af prestsvörum til safnaðarins. frá því um
hvítasunnu í vor, utan einu sinni í sumar, að sagt
var, i barnaskólahúsinu. Kirkjan er í smíðum, og
stafar þetta prédikunarleysi af því. Hún verðr
varla fullger fyr enn með vorinu og heyrist þó lít-
il óánægja i söfnuðinum eða þrá eftir guðsþjónustu-
gerðum. Annars eru kirkjuferðir hór mjög ótíðar,
og trúarskoðanir manna mjög sundrleitar“.