Fjallkonan - 08.02.1893, Side 3
8 febr. 1893.
FJALLKONAN.
28
þeir hverfa inn í eyðimörkina, takandi að ofan upp í heiðskíran,
bláan himininn“. Þessir jötunvöxnu stólpar, sem líða áfram rétt
eins og væru þeir Btyttur himinsins, eru „hásætisberarnir". Það
þarf naumast að geta þess, að í jarðskjálftnm ganga kílar á
bakka upp. Sérlega mikilsvert er það, að saga Izdubars tekr
það skýlaust fram, að vatnið hafi komið flr djúpinu (= haíinu),
eins og líka í biblíunni stendr, að „á þeim degi opnuðust allar
nppsprettur hins mikla djúps“. Eins og áðr er á minzt, er það
einkennilegt við jarðskjálfta á uppburðar- eða framburðarlandi
(= áreyrum) að grunnvatnið spýtist upp um rifur á jarðvegin-
um. Hamman er hinn máttugi veðraguð; stórkostlegir skýja-
bólstrar hata valdið þrumum og síðan hvirfilstornii. — Prússneskt
herskip, sem afkomst í hvirfilbyi við austrströnd Japans 1860,
segir svo frá í skýrslu sinni: „Það varð svo dimt, að eigi sá
stafna milli í skipinu og haf og ský virtist renna saman;
öldurnar ginu yfir skipinu eins og hamraveggir og sjávarfroðan
þeyttist eins og él gegn um loftið; sjór og regn runnu í lækj-
um eftir þilfarinu og streymdi niðr í vígið um öll samskeyti;
vindr og öldr þutu eigi, alt nötraði og öskraði“. Þetta er
Kamman, sem teygir holskeflurnar til himins, svo guðirnir flýja
skjálfandi hærra og hærra, og lætr alt ljós slokna. Orð
þau, er Izdubar viðhefir, rétt á eftir aðgerðum anda undirdjúps-
ins, gera það efalítið, að hvirfilstormr hafi gengið jafnhliða jarð-
skjálftanum utan af hafinu inn yfir undirlendi Mesopótamíu. Á
sama hátt varð samfara jarðBkjálftanum í Bagdad 1. maí 1769
ofsaveðr og reglulegt „syndaflóð“ af steypihvolfum og hagléljum.
Nútíðarinnar skaðameBti viðburðr, jarðskjálfti samfara hvirfilbyl
(= hringiðu-stormr) svarar því helzt til frásagnar Hasis Adra
um fornþjóðanna frásagðasta náttúruviðburð, flóðið mikla eða
„syndaíióðið".
Héðinn.
Úr ræðum únítarapresta í New York.
I. „Yitið þér, hvað Darwin segir um vængi
fuglsins. Mér þykir vænt um það. Hann segir:
(Fuglinn hefir fengið vængina af því, að hann
langaði til að fljúga. Óskin og viðleitnin gerði það,
að þeir mynduðust. Fuglinn vildi fijúga; hann
reyndi að fljúga, og samfara þessari sífeldu löngun,
þessum sífeldu viðburðum uxu á honum vængir, og
svo flaug hann upp í bláan himininn'. Eg segi
ykkr fyrir satt, að við þetta hefi ég oftsinnis hugg-
að mig. Hver veit, hefi ég hugsað með mér, nema
því sé eins varið með ódauðleika vorn. Ef vér af
insta hjarta höfum löngun til hans og innilega
gerum oss far um að koma lífi voru í samhljóðun
við þess konar hugsanir, þá má vel vera, að góðr
guð gefi oss vængi ódauðleikans“.
Bobert Collyer.
II. „Vér höfum séð, hve stórkostlegum verkun-
um hinn líkamlegi kraftr og kraftr vitsmunanna hafa
komið til leiðar í heiminum, enn vér höfum ekki
enn að marki séð verkanir af miklum siðferðileg-
um krafti, og vér megum vera vissir um, að áhrif-
in af honum munu mest megna í sögu mannkyns-
ins.
Eg sé tvo elskendr standa á fjallhæð; gullegir
geislar tunglsljóssins vefast um héraðið fyrir neðan
við fætr þeirra og þau dreymir sælufulla drauma,
sem framtíðin á að láta rætast. Framtíðin kemr
og færir þeim beiskustu vonbrigði. Hinn kaldi
veruleiki á ekkert skylt við drauma þeirra. Enn
mannshjartað lætr ekki ræna sig rétti sínum. Elsk-
endrnir munu aftr standa þar uppi á hæðinni og
dreyma sömu drauma. Það er ekki að eins til ást
á mönnum (eða persónum) heldr er líka til ást á
hugsjónum, og ég er í þeirra tölu, sem hafa þá trú,
að sá dagr muni koma, þegar þessir dreymendr sjá
drauma sína rætast. Kennum börnum vorum að
varðveita draumana í hjörtum sínum og leiða þá
fram í lífi sínu til dýrlegrar dagsönnu“.
Adler.
Búnaðarrit Hermanns Jónassonar
er einhver þarfasta bók fyrir alþýðu manna. Það
er sjötti árgangr þessa tímarits, sem prentaðr var
í sumar. Sagt er að rit þetta hafi allfáa kaup-
endr, fyrir utan, að Búnaðarfélag Suðramtsins hefir
keypt það handa félögum sínum. Af því má sjá, að
almenningr sækist ekki’eftir gagnlegum bókum, því að
enginn mun geta neitað því, að ritgerðirnar í Bún-
aðarritinu miði flest-allar beinlínis að búnaðarlegum
og verklegum framförum. Það er bágt að vita,
hvað almenningr vill helzt lesa. Yngra fólkið vill
að líkindum helzt lesa sögur og kvæði og eldra
fólkið hugvekjur og postillur og Passíusálma. Að
guðsorðabækrnar gangi vel út sést á því, að fyrir
skömmu hafa tvær postillur verið gefnar út í afar-
stórum upplögnm og munu þær vera hér um bil
uppseldar.
I síðasta árg. Búnaðarritsins er: — 1. ritgerð um
búnaðarkenslu eftir Torfa skólastjóra Bjarnason í
Ólafsdal. — 2. ritgerðin er um húsabætr eftir Björn
Bjarnarson alþingismann í Eeybjakoti. Sú ritgerð
var send nefnd, sem búnaðarfélag Suðramtsins hafði
sett til að dæma um ritgerðir þess efnis er það
ætlaði að sæma verðlaunum, enn nefndin áleit rit-
gerðina ebki þess verða, fremr enn aðra ritgerð sama
efnis eftir Jul. Schau steinhöggvara. Það er skaði,
að þessir nefndarmenn skuli ekki láta sitt eigið
ljós lýsa fyrir almenningi og rita aðra betri rit-
gerð um þetta efni. — Ritgerð þessi mun þó al-
ment talin vel samin, og fáir munu neita því, að
hún hafi margar góðar bendingar að geyma, enda
sé hin bezta ritgerð þess kyns, sem komið hefir á
prenti. Hér er ekki rúm til að íhuga einstök at-
riði í henni, enda er almenningi innan handar að
kynna sér hana. — 3. ritgerðin er um „óskilríki
og vanskil i viðsbiftum" (hefði átt að heita „um
sviksemi og vanskil í viðskiftum“). Höfundrinn
sýnir fram á, hvílíkt mein það sé í öllu viðskifta-
lífi, að þorri manna er orðinn skeytingarlaus um
að standa í skilum, svo að öll viðskifti verða sam-
anhangandi hlekkjafesti af svikum og prettum.
Þetta kemr fram nálega í öllum greinum viðskifta-
lifsins. Menn hafa nálega enga sómatilfinningu
fyrir því að greiða skuldir sínar, og skeyta hins-
vegar alment mjög lítið um að vanda vörur sínar.
Af öllu þessu leiðir að við skiftinverða óbærileg, og
þetta er það sem einkum veldr hinum miklu verzl-
unarvandræðum hér á landi á síðustu árum og ger-
ir það einnig að verkum, að bankinn kemr ekki
að hálfum notum.
Höfundrinn alítr, sem og rétt mun vera, að hin
takmarkalausa lánsverzlun sé undirrótin til þessa
ástands. Til að bæta úr þessu, álítr höf., að reyn-
andi væri að setja lög, sem gerðu mönnum hægara
fyrir að ná skuldunum, í líka átt og frumvarp