Fjallkonan


Fjallkonan - 09.05.1893, Page 2

Fjallkonan - 09.05.1893, Page 2
74 FJALLKONAN. X 19 lag suðramtsins var beðið að senda hingað í sumar tvo búfræðinga, og auk þess Sæmund Eyjólfsson til að skoða hvort veita megi vatni úr Þjórsá yfir Skeið og Flóa. Þrem mönnum var falið að setja regl- ur um stíflur í Hróarholtslæk og Skúfslæk. Vega- fónu var skift svo niðr sem nauðsyn krafði, og hrökk eigi til þarfanna heldr enn fyr, því svo víða er óhjákvæmilegt að halda að minsta kosti færum vegum, sem mikils viðhalds þurfa. Nefnd var kos- in til að undirbúa til næsta fundar vegamálið í sambandi við tillögu Erlendar Zakaríassonar. Beð- ið var um, að líklegr maðr úr sýslunni hór fengi að læra vegagerð hjá Erlendi. Þegið var tilboð um, að brúa Baugstaðasíki gegn borgun á þrem árum. Heitið var */„ kostnaðar við að brúa Sogið, ef Grímsness- og Biskupst.hreppar legði fram x/6 og hitt fengist úr landsjóði. Lýst var sam- þykki amtsráðs um Þorlákshafnarveg. Beðið um að stofna bréfhirðing í Þorlákshöfn. Beðið um, að Þorlákshöfn verði eftirleiðis tekin i ferðaáætlun gufuskipanna. Þegið var tilboð P. Nielsens kaup- manns á Eyrarbakka um gufubátsferðir milli hafna hér sunnanlands, enn hafnað samskonar tilboði frá Birni Kristjánssyni. Tillögu frá alþm. Boga Mel- steð um, að sýslunefndin heimti að Eyrarbakkahöfn verði tekin undan umráðum eiganda og fengin nefndinni í hendr, var vísað frá, þar eð slíkt vanda- mál þyrfti miklu betr að yfirvega, eins og líka nærri má geta. Sýslunefndarfundr í yeBtmannaeyjum (frá bréfritara). 7. marz var haldinn sýslunefndarfundr hér, og þar kosnir í stjórn fyrir „styrktarsjóð handa ekkjum og börnum Vestmannaeyiuga þeirra, er i sjó drukkna eða hrapa til bana“: læknir Þorsteinn Jónsson, Sigurðr Sigrfinnsson og Jón Ingimundarson. Á sama fundi var samin og samþykt reglugerð fyrir stjórn sjóðsins. 26. marz var að fyrirlagi sýslumanns haldinn almennr fundr í þing- húsinu, og þar rætt og samþykt með litlum breytingum frum- varp til fiskveiðasamþyktar frá sýslunefndinni. Helztu fyrirmæli frumvarpsins eru: Maðk og skelfisk er bannað að hafa til beitu allan árstima. Slor má ekki flytja í land frá 1. maí til 1. sept. Afhöfða skal allan fisk á sjó, að undanteknu heilagfiski, frá 15. júní til 15. ágúst. Á vetrarvertíðinni skulu vera 8 pottar af lýsi á hverju skipi sem á sjó fer, enn 6 pottar á öðrum tímum. Skipseigendr leggi til ilát, enn lýsið skiftist niðr á skipverja sem annar afii. Áreiðanlegr „kompás" (áttaviti) skal vera á hverju skipi frá 1. október til 12. mai. Brot gegn samþykt þessari varða sektum 6—50 kr., og hálfu meira af umsjónar- mönnum, og renna þær að hálfu í hreppssjóð enn hinn helmingr- inn til uppljóstrsmanns. Kosnir skulu 5 umsjónarmenn. Svo eru nokkur ákvæði viðvíkjandi „Leiðinni“. Það sem helzt mun mega finna að þessari samþykt er: að ofseint sé byrjað að slægja á sjó eða gera niðrburð með slori til þess að egna fisk hér að miðum; því þegar veðr leyfir eru Frakkar hér á mörgum tugum skipa umhverfis eyjarnar fyrir 1. maí, með alla sína önglamergð og niðrburð, sem reynzt hefir hér sannkallað átumein i vorfiski- göngum og vorafla. Sama er að segja um aðra útlenda fiskara sem sækja að suðrströnd lands vors þegar kemr fram á sumarið. — Þess er vert að geta, að hinn nýi sýslumaðr vor hefir oftar enn einu sinni gert tilraun með að koma hér á fót búnaðar eða framfarafélagi; hlýtr það að koma talsverðu góðu til leiðar — ef það tekst og verðr vel skipað — í búnaðarlegu tilliti, sér í lagi með jarðabætr; enn hvort þetta lánast er ekki víst, enn fremr eru likindi til þess. Hann vill mjög hvetja menn og styðja til flestra framkvæmda er að framförum lúta í landbúnaði, sjómensku og meðferð sjávarafla. Ættu menn því fúsari að taka þeim bendingum, sem þær hefir brostið frá yfir- boða Eyjabúa um næstliðin 20 ár. Skiptaparnir í Landeyjnnum. „ Þaðan hafa far- izt tvö skip í vetr. Annað þeirra fórst 25. marz, í bezta veðri, og var sá dagr annar sá blíðasti á vertíðinni, brimlítill sjór og hægr straumr, lítill kaldi við austr enn smá og skipgjörn bára. Þetta skip gekk til fiski úr Vestmannaeyjum og vóru á því: Jón Brandsson frá Hallgeirsey formaðr, Jón Einarsson, aldraðr bóndi frá Káragerði, Sigurðr Gtíslason bóndi frá Oddakoti, Magnús Jónsson bóndi frá sama bæ, Guðmundr Diðriksson vinnumaðr frá Bakka, Guðni Guðmundsson vinnumaðr frá Skíð- bakkahjáleigu, Sigurðr Einarsson vinnumaðr frá Bryggjum, Jóhann Kristmundarson vinnumaðr frá ÚJfsstöðum, Guðmundr Ólafsson vinnumaðr frá sama bæ, Jóhann Þóroddsson vinnumaðr frá Úlfs- staðahjáleigu, Magnús Ólafsson vinnumaðr frá Hólm- inum, Guðlaugr bróðir hans, vinnumaðr frá sama bæ, Guðmundr Sveinsson vinnumaðr frá Vatnskoti, Páll Jónsson vinnumaðr frá Arnarhól og Ólafr Einarsson drengr frá Hallgeirsey. Flestir vóru menn þessir ungir og á bezta skeiði og allir nýtir í hóraði sínu. Eftir suma þeirra eru fyrirvinnulaus og fátæk haimili og uppgefin gamalmenni, eftir fjóra syrgjandi ekkjur og munaðarlaus börn. Þetta er 4. skipshöfnin, (að einum 4 mönnum undantekn- um) sem ískyggilegar orsakir hafa velt í sjóinn úr Landeyjum á 20 árum og formenn þeirra hafa ver- ið Ingvar frá Hól, Guðni frá Forsæti, Magnús frá Búðarhól og nú seinast Jóu Brandsson". 26. apríl (ekki 19.) fórst enn skip úr Landeyj- um með 14 manns í fiskiróðri. Formaðr var Sig- urðr Þorbjörnsson fráKirkjulandshjáleigu; hinir: Árni Jónsson frá Lágafelli, Hjörtr Eyjólfsson frá Álftarhól, Magnús Magnússon frá Vatnahjáleigu, Jón Guð- mundsson frá sama bæ, Magnús og Helgi Guðmunds- synir frá Hólmahjáleigu og Bakka, Guðmundr og Jón Þorsteinssynir frá Rimakoti og Kirkjulandi, Finnbogi Einarsson frá Bryggjum, Grímr Þórðar- son frá Norðrhjáleigu, Guðmundr frá Brúnum, Jón Ólafsson (Pálssonar) frá Hvammi í Mýrdal og ó- nefndr bóndi frá Suðrhvammi í Mýrdal. 24 menn hafa druknað alls í vetr úr Landeyj- unum. Vestmannaeyjum, 28. apríl: „Siðan ég skrifaði seinast hefir veðrátt verið mjög umhleypingasöm og sifeldr rosi; sjófang hefir oft legið fyrir skemdum, og sumt af því allmikið spillzt. Sífeldar ógæftir og óhagstæðar áttir til sjóferða (sunn. anátt, landsynningr og útsynningr og meira og minna brim). Tún og útengi eru allmikið farin að grænka. Fénaðarhöld í betra lagi. Sauðfé jafnvel farið að lifna við í út-eyjum. Um þessar mundir eru flestir i óða önn að bera á tún sín, og sumir þegar byrjaðir að yrkja kartöflugarða. — Kringum eyjarnar eða í „djúpinu" varð alveg fiskilaust með byrjun einmánaðar, enn bæði áðr og þar eftir var allmikill fiskr við meginlandið — „við sandinn" — fram að páskum, svo alveg fiskilaust tii þess nú fyrir skömmu, að talsvert hefir fiskast hér austan við eyjarnar. Hæstr hlutr mun mun vera nálægt 500, enn allmargir hafa nokkuð á fjórða hundrað. Mun óhætt að gizka á helmingi hærri hluti, hefði gæftir verið góðar. Af frakkneskum fiskiskip- um var hér mjög fátt í kring fram yfir páska; enn þessa viku hefir verið mesti urmull af þeim (margir tugir skipa) fyrir aust- an eyjarnar. — 24. f. m. kom „Laura" hér, og með henni nokk- uð af kaffi og sykri, og hvorttveggja þá hækkað í verði. Enn kornvara samt ekki lækkuð (til þess var ekki kominn tími). Enn kolin! — sem getr um i 16. tbl. „ísafoldar“ þ. á. — „að Bryde kaupmaðr hafi samið um við gufuskipafélagið, að tekin yrði bér hvenær sem færi byðist“ — komu ekki, og bauðst þó gott færi á að ná þeim 29. f. m., þegar „Laura" kom hér aftr frá Kvík. Almenningr hefði þá heldr kosið kol enn kaffi og sykr, þvi ofnkol vóru þá fyrir nokkru þrotin. Síðan hafa menn

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.