Fjallkonan - 09.05.1893, Blaðsíða 4
76
FJALLKONAN.
X 19
H. Th. A. Thomsens verzlun í Reykjavík
hefir nú aftr fengið húsfylli af alls konar þarflegum og hentugum varningi.
Nauðsynjavörur allar fyrir kaupst.aðabúa, sjávar- og sveitabændr, og hefir þess sérstaklega verið
gætt, að velja vörurnar af beztu tegundum.
Nýlenduvörur, niðrsoðið sælgæti, veiðarfæri, byggingarefni alls konar, litunarefni, málmar, tól fyrir
alia iðnaðarmenn og heimaiðnað, saumavélar margreyndar að endingu, eldhússgögn enn vandaðri og
fjölbreyttari enn áðr, sópar, burstar og körfur, leðr og skinn ódýrt, skófatnaðr frá hinum beztu þýzku
verksmiðjum, hattar og húfur af öllum tegundum, tóbak og vindlar af ýmsum nýjum tegundum, vín-
fóng alls konar og sodavötn, glervarningr um 10,000 pd., glysvarningr alls konar og margt, margt fleira.
Vefnaðarvörur, sem geta staðizt alla samkeppni. Sérstaklega hagfeldr kaupsamningr hefir verið
gerðr við einn af stærstu verksmiðjueigendunum ensku, og sel ég því enskan varning manna ódýrast.
Baðmullarsjöl ensk með ýmsu verði, þýzk sjöl endingargóð og með hinura nýjustu gerðum og litum.
sérstaklega meðmælingarverð, á 20.00, svört sjöl frá 3.00—24.00. Klæði enn ódýrra enn vant er, karl-
mannsfataefni úr íslenzkri ull, al. 3.00—5.00, tvíbreitt, kvenbúningr ýmislegr, svuntudúkr með nýja
litnum, sem eru eiginlega tveir litir, sól- og regnhlífar, sömuleiðis flónel, erfiðismannafataefni ýmisleg,
sængrdúkar, baðmullar-svuntudúkar, lérept, sirz, silki, flauel, vaxdúkar, strigi, gólf- og borðdúkar, klútar
alls konar, nærfatnaðr tilbúinn, margar tegundir, þar af töluvert úr íslenzkri ull, bönd, snúrur, borðar,
tölur og hnappar, nálar, prjónar, band úr íslenzkri ull og m. m. fl.
ómögulegt er að te)ja hér upp allar þær vörutegundir, sem til eru, og eru menn því beðnir að
koma sjálfir og sannfærast um gæði og gott verð á varningnum. Vörumegnið mun reynast meira og
margbreyttara enn nokkursstaðar annarsstaðar, og geta menn því oftast fengið einmitt þann hlut sem
þeim hentar í svipinn, hvort hann er stór eða smár. Auðsætt er, hversu mikið hagræði getr verið fólg-
ið í þessu.
Fjarsveitamenn ættu að hagnýta sér til hagkvæmra vöru-innkaupa hinar fyrirhuguðu sjóferða-sam-
göngur er komast á í sumar.
Pantanir eru leystar samvizkusamlega af hendi, séð um góðan útbúnað, og gengið vei frá því, er
senda skal.
Giufúskipið „S0LIDE“, 92 smálestir, fer beina leið 8. júní til Seyðisfjarðar, kemr við
í Hafnarflrði og Vogum, ef farþegar bjóðast þar, enn fremr i Keflavík, Girindavík og Vestmanna-
eyjum. Aðra ferð fer skipið austr á Eskifjörð, fljóafjörð og Seyðisfjörð 24. júní, ef farþegar bjóðast.
Þeir sem fara austr með þessu skipi, sitja í fyrirrúmi, að komast með því til baka í septbr.
Fargjald aðra leið 15. kr., fram og til baka að eins 25 kr. Notið þetta skip, því þá er vissa
fyrir, að fá þessar samgöngur framvegis.
Að öðru leyti gengr skipið í sumar milli Reykjavíkr og Víkr, með millistöðvum, og fer 2 ferðir
til Skotlands.
Skipið verðr útbúið þannig, að farþegar hafi þægilegan aðbúnað í skipinu.
Menn panti far sem allra fyrst.
Reykjavík, 7. maí 1893.
Björn Kristjánsson.
Nr. 8. Gothersgades
Materialhandel. Nr. 8.
í Khöfn, stofnuð 1885, selr í
stórkaupum og smákaupum allar
material- og kolonial- og delika-
tesse-vörur, ágætlega vandaðar og
fyrir vægt verð.
M. L. Möller & Meyer
Kjöbenhavn K.
Samtaisbók
íslenzk-frönsk,
eftir Pál Þerkelsson, sem er hand-
hægr leiðarvísir til að geta komið
fyrir sig orði við franska menn,
er til sölu á 1 kr. Aðalútsölu hefir:
bókaverzlun Sigf. Eymundssonar.
Hvítt, norðlenzkt ullarband,
þrinnað, er til sölu á 2,10 í Þingholts-
stræti 18.
Praktísérandi læknir,
Undirskrifaðr er aftr seztr að
sem praktisérandi læknir hér í
bænum, sérstaklega í eyrna- nef-
oghálssjúkdómum. Migeraðhitta
frá kl. 12—2 í Bankastræti 7.
Tómas Helgason.
Hestajárn og ljábakkar og annað
járnsmíði fœst hvergi á landinu meö
jafngóðu verði sem hjá undirskrifuðum, og
bið ég mína heiðruðu viðskiftamenn og
aðra, sem vilja eiga kaup við mig, að
senda mér pantanir sínar nðgu snemma,
til þess að þær verði afgreiddar í tæka
tíð með strandferðunum.
Benedikt Samsonarson,
Skálholtsgötu, Reykjavík.
Leiðarvísir til lífsábyrgðar
fæst ókeypis hjá ritstjórunum og
i hjá Dr. J. Jónassen, sem einnig
gefr allar nauðsynlegar upplýsing-
j ar um lífsábyrgð.
Húsnæöl er til
leigu, hvort heldr handa ein-
hleypum eða familíu frá 14. mai,
Þeir sem ætla að kaupa ný úr,
ættu að kaupa þau hjá Giuðjónl
Sigurðssyni, úrsmið á Eyrarbakka,
því þar hafa menn vissu fyrir að
fá góð úr (og vel ,,aftrekt“) fyrir
lægsta verð. Komið og sjáið þau
áðr enn þér kaupið úr annars-
staðar.
Útgefandi: Valdimar Ásmundarson.
Félagsprentsmiöjan.