Fjallkonan


Fjallkonan - 27.09.1893, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 27.09.1893, Blaðsíða 1
Nr. 39. Árg-. 3 kr. (4 kr. erlendis). Gjalddagi 15. júlí. Skrifstofa og afgreiðslas Þingholtsstr. 18. X. ár. FJALLKONAN. Auglýsingar údýrri enn í öírum blöíum. Reykjavík, 27. sept. 1893. Dppsögn skrifleg fyrir I. oktúber. „Þjóðólfr“ talar um það í síðasta blaði í ath.s. yið fyrirlestr séra Ólafs í G-uttormshaga, „Prestrinn og sóknarbörnin“, að hann sé þeim höf. samdóma um, að „húsvitjanir" agentanna eigi mikinn þátt í að draga fólkið úr landinu. „Þjóðviljinn“ hefir aftr látið í Ijós þá skoðun, að frásagnir agentanna muni ekki hafa mikið að þýða i þessu efni, með því að almenningr mun byggja mest á bréfum frá ættingjum og vinum í Ameriku. Það er og miklu líklegra að svo sé. Peníngasendingar frá Ameríku eru og ekki alveg þýðingarlausar, og nema þær talsverðri upphæð, bæði fargjaldspeningar og aðrir peningar. „Heimskringla“ segir, að um 50,000 kr. muni hefa verið sendar til Ísíands á þessu ári frá Ameríku. Tií sönnunar því að umferðir agentanna hafi mikil áhrif á vestrfarir, segir svo „Þjóðólfr“, að fólkið fari flest úr þeim héruðum, sem agentarnir séu á- valt að spígspora um og færir sem dæmi Vopna- fjörð, þar sem Sveinn Brynjólfsson hafði bækistöðu sína og Mývatnssveit, þar sem Sigurðr Kristófers- son dvaldi lengst. Enn nú vill svo til, að vestr- farastraumrinn hefir einmitt verið mestr úr þessum héruðum frá upphafi, þ. e. úr Þingeyjarsýslu og Norðrmúlasýslu, og ekki sízt úr þessum tveimr sveit- um. Ameríkufarirnar byrjuðu fyrst í Þingeyjar- sýslu fyrir 30 árum og fóru fyrstu hóparnir til Brasilíu, bæði úr Mývatnssveit og Vopnafirði. , Síðar (um 1870) byrja útflutningar til Bandaríkjanna og vóru þar enn Þingeyingar fremstir í flokki (séra Páll Þorkelsson o. fl.). Það vóru einnig Þingey- ingar, sem komnir vóru á flugstig að flytja til Grænlands á öndverðri þessari öld, einkanl. Mývetn- ingar. Það er ef til vill danska stjórnin, semfyrsthefir vakið hjá íslendingum þennan brottfararhug. Því á fyrri hluta 18. aldar gerði stjórnin sýslumennina hér á landi að útflutningsagentum og áttu þeir að fá fólk til að flytja úr landi til Grænlands. Ekki allfáir vóru skrifaðir til þessarar Grænlandsferðar, enn stjórnin hefir víst viljað fá fleiri, og því varð ekkert úr fólksflutningnum. Nefnd sú, sem alþingi skipaði til að íhuga bún- aða-málefni landsins, komst að þeirri niðrstöðu, að réttast mundi vera mundi vera að halda við þeim fjórum búnaðarskólunum, sem nú standa, enn fækka þeim ekki eins og fram kom á þingi 1891. Öll amtsráðin vilja hafa skólana fjóra og auðséð er á álitum þeirra og sýslunefndanna, að hverjum lands- fjórðungi þykir vænt um sinn skóla. Nefndin kemst svo að orði: „Vér verðum að álíta, að engan veginn megi gera lítið úr því, að sýslufélög þau, sem hafa haft mik- ið ómak fyrir að koma skólunum á fót og lagt til þess mikið fé úr eigin sjóði, eru búin að taka trygð við þessar stofnanir og vilja ekki leggja þær niðr, enn óska miklu fremr að fá þær bættar, og álitum þegar af þeirri ástæðu óráðlegt, að leggja það til að skólunum sé fækkað; enn svo teljum vér þær ástæður einuig mæla með að hafa skólana fjóra, að nokkuð hagar ólíkt til í búnaðarlegu tilliti í lands- fjórðungunum á ýmsan hátt, að erfiðleikar við að sækja þá skóla ættu að vera sem minstir, þar eð sem flestir ættu að nota þá af bændaefnum, enn sér í. lagi það, að með því að skólar þessir eiga eigi að eins að vera kenslustofnun, heldr engu síðr verkleg framfarastofnun, þá hljóta þær fram- kvæmdir þeirra, er til framfara korfa, að koma fyrir fleiri manna augu, ef skólarnir eru fjórir, sinn í hverjum landsfjórðungi, heldr enn ef þeir eru færri; enn það er ómótmælanlegt, að við það að sjá það sem betr fer, við að sjá hagsmuni af framkvæmdum skólanna og helzt að sjá það oft, við það vakna menn betr til framfaravænna fram- kvæmda í sínum eigin verkahring, heldr enn við að heyra eða lesa um það. — Vér teljum enn eitt mjög þýðingarmikla ástæðu í þessu tilliti. Skólar þessir eru komnir á fót fyrir vaknandi framfarahug einstakra rnanna, er síðan hafa vakið aðra og leitt þá með sér, svo að nokkuð almennr áhugi hefir getað vaknað á því, að koma þessum stofnunum á sem fastastan fót og í sem heillavænlegast horf, og þessi áhugi vex effcir því sem menn sjá að meira verðr ágengt í þá átt. Vér verðum nú að ætla, að það sé einmitt mjög holt fyrir framfarir landsfjórð- unganna, að þeir hafi slíkt áhugaefni að berjast fyrir hver fyrir sig og það muni vekja menn til farsæls áhuga á sínum sérstöku málum“. Þar næst lagði nefnáin til, að breyta að nokk- uru fyrirkomulagi skólanna, gera reglugerðir þeirra, sem nú eru í ýmsum atriðum ólíkar, svo líkar sem unt er, sér í lagi að því er snertir inntökuskilyrði, kenslugreinir og burtfararpróf. Eun sérstaklega lagði nefndin áherzlu á, að námssveinar fengi meiri verklega æfingu, og væri því losaðir meira við hin vanalegu heimilisstörf, þannig, að helmingr náms- sveina sé að sumrinu við jarðabótastörf, enn hinn helmingrinn við heyvinnu, og að þeir skiftist á við þessi störf. Enn af því að talið var víst, að þetta myndi valda talsverðum kostnaði, lagði nefnd- in til að hækka fjárframlagið til búnaðarskólanna. Jafnframt lagði nefndin það til, að stofnuð yrði sérstök deild við búnaðarskólana (1. bekkr), þar sem kend yrði eingöngu gagnfræði, og þó í þeim til- gangi, að búnaðarkenslan yrði meiri enn nú er, enda skyldi námstíminn þá vera alls 3 ár. Þetta atriði er nokkuð athugavert, og mundi það hafa verið fult eins heppilegt, að setja strangari inntökuskilyrði, því flestir munu álíta að alt of miklum tíma sé eytt til bóknáms á búnaðarskóla, ef ^/g af námstímanum á að ganga til þess. Það hefir hingað til verið fundið að ýmsum bú- fræðingum vorum, að þá vantaði þekkingu í verk- legri búfræði, og hefir kveðið svo ramt að því, að

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.