Fjallkonan


Fjallkonan - 16.03.1894, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 16.03.1894, Blaðsíða 2
42 FJALLKONAN. XI 11 jafnóðum og þeir komu. Yoru nú rannsökuð skjöl félagsins, og þeim svo slept aftr. Einn af foringjum stjórnleysingja lét þó lífið. Hann ætlaði að koma sprengivél undan, enn það tókst svo illa til, að það kviknaði i dósinni, og maðrinn drapst. EnglancL. Erfiðir eru lávarðarnir í efri málstof- unni stjórninni og framsóknarmönnum. Frá því í nóv. hafði neðrimálstofan fengizt nálega eingöngu við sveitastjórnafrumvarpið og frumvarpið um skaðabætr til verkamanna, sem yrðu fyrir meiðslum við vinnu sína. Samkvæmt því skyldu húsbændr þeirra greiða þeim ákveðnar skaðabætr. Efri málstofan gerði þeg- ar svo margar og miklar breytingar við bæði þessi frumvörp, að neðri málstofan vildi eigi að þeim ganga. Þó samþykti hún dálitla breytingartillögu við skaða- bótafrumvarpið. Efri málstofan hafði samþykt þannig lagaða breytingartillögu, að lögunum skyldi eigi beita, ef verkamenn og vinnueigendr semdu öðruvísi um. Neðri málstofan gerði þá tilslökun, að lögunum skyldi eigi beita í 3 næstu árin, ef samuingar væru fyrir hendi. — Menn gera ráð fyrir því, að efri málstof- an muni eigi hafa kjark til þess að ónýta frumvarp þetta, og því síðr sem ýmsir af hinum frjálslyndari þingmönnum 1 efri málstofunni hafa látið í ljós sterka óánægju með meðferð þingdeildarinnar á frumvörpum þessum. Að lávörðunum þyki því ískyggilegt að fjandskapast gegn neðri málstofunni þegar um eitt af mestu áhugamálum Englendinga er að ræða, væri sennilegt, því slíkt yrði hættulegt fyrir þingdeildina og íhaldsmenn yfir höfuð að tala, enda hefir og efri málstofan tekið aftr ýmsar af breytiugartillögum þeim, er hún hafði gert við sveitamálafrumvarpið. Enska stjórnin ætlar að koma á átta-tima-vinnu í verksmiðjum sínum. 20. febr. byrjar átta-tíma-vinnan í hergagnasmiðjunni í Woolwich, enn þar viuna um 14 þús. manna. Yinnutíminn byrjar daglega kl. 8 um morguninn, og endarkl. 5 og 40 mín. um kveld- ið. Af þessum tíma gengr 1 klukkustund til mat- máls. Á laugardögum eiga þeir að eins að vinna frá kl. 8 um morguninn til kl. 12 og 40 mín. Vinnu- launin verða hin sömu sem nú. Síðan Giadstone kom úr ferð sinni frá meginlaud- inu, hafa ýmsar fregnir borizt um það, að hann ætl- aði segja af sér. Aðalástæðan til þess væri augu- veiki. Kvittr þessi hefir hvað eftir aunað verið bor- inn til baka, enn hefir jafnskjótt komið upp aftr. — Nú segja seinustu fregnirnar jafnvel, að ákvarðað sé að hann fari frá ráðgjafastjóruarsæti, og að Roseberry utanrikisráðgjafi verði ráðherraforseti. Hvort nokkuð er til í orðasveimi þessum, er ekki gott að segja. Auðvitað verða menn að muna eftir því, að Glad- stone er orðinn háaldraðr maðr, og að líkindum þarf hann hvíldar við. Enn menn vouuðu, að hann gæti enzt eitt eða tvö ár enn þá, og að honum mundi auðnast, að fá stjórnarskráarmáli íra komið í gott horf. Þýzkaland. Snemma í febrúar kom Bismarck gamli til Berlínar, gagngert til þess að heiinsækja keisara. Enginn skyldi þó ætla, að Bismarck hafi gert þetta ótilkvaddr. Keisarinn hélt hátíð í minn- ingu þess, að 25 ár voru liðin síðan hann varð liðs- maðr í her Þjóðverja. Skrifaði hann Bismarck 2 bréf, og óskaði þess, að hann fengi að sjá hann viðhátíða- höldin. Hann sendi vildarmann sinn Moltke greifa, bróðurson gamla Moltke, hershöfðingjans alkunna, með bréfið og vínflöskur tvær til gamla kennarans síns. Bismarck þakkaðí fyrir og kom. Þjóðverjar urðu stórglaðir. Þeir undu því illa að Bismarck, sem allir verða þó að játa, að er stofuandi hins þýzka ríkis, væri í nokkurskonar útlegð og ónáð. Þjóðverjar höfðu oftlega fulla ástæðu til þess að vera kalt til Bismarcks, og jafnvel hatast við hann sökum harð- neskju hans, enn sýnt hafa þeir það þó, hvað eftir annað, að þeir kannast við þrekvirki það, sem haun hefir unnið, og því vilja þeir eigi að hann og keis- arinn séu fjandmenn. Keisarinn hefir hvað eftir annað gert ýmsar sáttatilraunir við Bismarck, enn það hefir eigi komið fyrir neitt. Bismarck gat ekki gleymt því, að keisarinn var svo djarfr, að vilja ekki láta að hans vilja í ölíu. Hvorugr vildi slaka til og því varð Bismarck að víkja. Sérstaklega hefir Bismarck lagt hatr á eftirmann sinn Caprivi, og gert honum alt það til miska, sem hann gat. Það mun óhætt að segja það, að þýzka stjórnin hefir eigi átt annan öllu bitrari mótstöðumann enn Bismarck. Hann hefir fundið að öllum gerðum hennar, og reynt að vekja kala til hennar eftir megni. Nú er að minsta kosti hlé á ofsóknum frá hans hálfu; hvort það verðr iang- vint, er eigi gott að segja. Bismarck fékk viðtökur hinar beztu í Beriín; keisari og borgarbúar sýndu honum allan þann sóma, sem þeir gátu. Hann var ekki heilan dag 1 Berlín; fór hann heim samdægrs. Keisari fór skömmu seinna til Fridrichsruhe til þess að heimsækja hann. Nú hafa fulltrúar Þjóðverja og Kússa lokið verzlun- arsamningsfrumvarpi því, er þeir um langan tíma hafa unnið að. Frumvarpið er nú til fyrstu umr. í ríkisdegi Þjóðverja, og eru aftrhaldsmenn og stórbændr harðir í horn að taka á móti því. Framsóknarmenn og jafnaðarmenn styðja það eftir megni. Keisari rær að því öllum árum, að fá því framgengt, og sýnir hann mikinn dugnað í því máii. Yfir höfuð að tala verðr því eigi neitað, að Vilhj. keisari annar er einn hinn mesti starfsmaðr af núlifandi þjóðhöfð- ingjum. Stundum virðist hann reyndar vera afskifta- samr og ráðríkr um of. — Þýzkir kaupmenn í Ham- borg eru orðnir uppvísir að því að hafa rekið þræla- verzlun í Afríku. Umboðsmaðr kaupmanna í Afríku hefir keypt þræla af Behanzin Dahomingakonungi og selt þá til Kongó. Hann hefir látið konung fá vopn og verjur í staðinn. Þaðan stöfuðu vopn þau, sem Behanzin beitti á móti Dodds hershöfðingja. Frakkar furðuðu sig á, hvaðan þau væru komin. DanmörJc. Annari umræðu íjárlaganna er lokið. — Brennivínstollsfrumvarpið er komið í nefnd. Litlar líkur eru til, að Danir fái regluleg fjárlög í þetta skifti. Lítr út fyrir, að hægrimönnum hafi þótt Bojesen og aðrir miðlunarmenn vera orðnir harðla umsvifamiklir, og því hafi þeir eigi viljað láta Bojesen komast upp með búnaðarlögin sín. Estrup kom þá með brennivínsfrumvarpið, enn eins og kunnugt er, ætl- ast hann til að nokkuð af brennivínsskattinum gangi til héraðs- og sveita þarfa. „Berlingr“ gamli flutti nú fyrir skömmu grein, þar sem hann sagði, að menn

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.