Fjallkonan


Fjallkonan - 16.03.1894, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 16.03.1894, Blaðsíða 4
44 FJALLKONAN. IX ll ekki þangað; 1861 fekk hann Skagafjarðarsýslu, og var þar sýslumaðr og bjó á Reynistað þar til hann lét af embætti. Þá flutti hann til Reykjavíkr. Kona Eggerts sýslumanns Briems (f 14. sept. '90) var Iugibjörg, dóttir Eiríks sýslumanns Sverrissonar og systir Sigurðar sýslumanns í Bæ; þau áttu nítján börn og lifa ellefu þeirra: Eiríkr prestaskólakennari, Gunnl. verzlunarstj., Ólafr alþingismaðr á Álfgeirsvöll- um, Halldór kennari á Möðruvöllum, Páll sýslumaðr í Árbæ, Elín skólaforstöðukona á Ytriey, Sigurðr kand. polit., nú í Stykkishólmi, Sigríðr í Reykjavík, Eggert málaflutningsmaðr, Vilhjálmr prestr að Goðdölum, Jóhanna kona séra Einars á Hálsi í Fnjóskadal. Af hinum 8 bömunum, sem dáin eru, komust 2 dætr til fullorðius ára: Valgerðr, og Kristín fyrri kona V. Claes- sens á Sauðárkrók. Þórunn Jbnsdbttir, húsfrú Þórarins prófasts Böð- varssonar i Görðum lézt í þ. m. yfir 70 ára. Hun var í röð fremstu merkiskvenua. Frú Inqihif Melsteð, ekkja Páls Melsteðs amtmanns, enn dóttir séra Jóns Bachmanns í Klaustrhólum, lézt 13. þ. m. hér íbænum, 83 ára. Sonr hennar og Páls amtmanns Melsteðs er Hallgrímr Melsteð landsbóka- vörðr. Þöra Eyjólfsdóttir, móðir prófasts Janusar Jóns- son:.r, lézt á Holti í Önundarfirði 6. febr., 85 ára. Sveinn Magnússon , Víkingr1. veitingamaðr á Húsa- vík, lézt 8. febr. úr „iufluenza". Dáinn í Khöfn 1. febr. Jón Sveinsson, málfræðingr, hálfbróðir Hallgríms biskups, 63 ára. Norðrmúlasýslu (Úthéraði) 13. febr. „Úr influenza er dáinn Pétr gullsmiðr Guðmundsson bónda að Mýr- um í Skriðdal, einstakt valmenni og búhöldr góðr. Einum af þeim bændum, sem nýdánir eru úr sótt þe3sari, hafði verið bygt út af landsdrotni, að sögn eftir fyrirhyggjusömum tillógum hreppsnefndar, svo að hann yrði ekki sveitlægr, þótt núverandi fardaga- ár væri einungis hið 7. dvalarár hans í hreppnum. — Að vísu er eigi lýðum ljóst í hverjum heiðri hlutað- eigandi höfðingjar eru hjá alheimsstjórnaranum, enn mikil likindi til, að hann hafi litið líknar augum á hiun látna búanda, svo að hann feldi eigi skugga á fyrirmyndar búskap þeirra. — Vel mælast fyrir af- skifti þings af byggingu kirkjujarða og annara eigna þeirra, enda þótt sérhvað það sem þeim til heyrir þyki færa ómetanlega blessun í bú, sem ljósast sést á því, að ærkúgildi þeirra eru sumstaðar bygð fyrir 4 lambafóðr, þar sem lambafóðr eru seld á 5 krón- ur (!) — I vetr hefir tíðar/ar verið mjög umhleypinga- samt, enn nægir hagar fyrir fullorðið fé fram í jan- úarlok, nema 3 daga fyrir jólin gerði haglaust um alla Austfjörðu. Um mánaðamót jan. og febr. gerði haglaust í Fjörðum og á Úthéraði. enn i Upphéraði eru nokkrir hagar". Norðr-Þingeyjarsýslu 24. jan. „Frá því um vetrarbyrjun til jóla var tíðarfarið ákaflega óstilt með hríðum og frosti mikltt, mest 19 stig á B.., og annað veifið forarbleytuhríðir, t. a. m. vikuna fyrir jðlin, var þá orðið haglaust yfir alt, svo snjótitlingr fékk ekki í nef sitt, bæði vegna snjðdýptar og hörku. Minstr var snjðr á Melrakkasléttu. Hafði þá ótíð varað hér í 18 viknr. — .Ha/íshroði kom að Sléttu og inn á Axarfjarðarflóa um jðla- föstukomu, enn hvarflaði frá aftr. — Um sólhvörfin brá til stillinga, er héldust í mánuð, og komu á því tímabili þýður nokkrar, svo allgðð jörð kom í sveitum, og lá við að lyftist brún á bðndum, þar sem þeim áðr var farinn að standa stuggr af harðindunum. — Nú með þorranum er Kári gamli aftr farinn að kveða úr norðrinu og fylgir fónn og frost. — 1 dag er loft- vogin fallin ðvenjulega lágt og að líkindum því von á ðveðri, enda er loftútlit ískyggilegt. — Verzlunarskipið „Alfred" á Húsa- vík strandaði í aftaka veðri og sjórðti, rak á land og brotnaði talsvert, svo vörur skemdust að mun, enn mönnum varð bjargað. Alt var síðan selt við uppboð og fór ólikt og á flestum ströndum hér nyðra áðr, að flest fór í geypiverð, bæði skemt og óBkemt. Veikindi fluttust af Húsavík um það leyti liingað norðr í sveit- irnar. Sögðu læknar það „influenza", enn hún mun þá í meira lagi illkynjuð, því margir liggja lengi og eru illa haldnir, enn mannspell hefir veiki þessi enn ekki gert". Skagafjarðarsýslu, 26. febr.: „Út allan Þorrann og það sem af er Gðunni hefir tið verið stirð og ðstöðug og enda hart á jörð fyrir útigangshross. — Fljðtamenn og Slétthlíðingar fðru einn rðður til hákarlaveiða á Þorra og var hæsti hlutr 14 kútar lifrar". „Gamla morðið" á Bessastöðum(I) Leiðrétting við ísafold. Með því að fréttaritari „ísafoldaru lýsir fund á mannabeinum. þeim er fundust á síðastliðnu hausti á Bessastöðum í Sæmundarhlíð, á þann hátt, að ókunnug- um getr orðið það trúlegt, að maðr sá hafi verið myrtr á síðastliðinni öld, ber nauðsyn til að lýsa sliku nákvæmar enn þarer gert. Ég sem fann bein þessi, var að grafa fyrir undirstöðu á fjárhúsvegg í hól sunnan við gamalt fjárhús, sem lengi hef- ir staðið þar, svo sem 2 faðma frá fjárhúsinu. Eg tók glöggt eftir því, að hvítt sandlag, sem hér er víða í þurri jörð, var alstaðar jafnt, þar sem ég gróf fyrir undirstöðunni, og eins þar sem beinin vóru undir; hefir því þessi maðr óefað verið jarðaðr þarna áðr enn hvíta sandlagið myndaðist. Þessi bein vóru orðin mjög fúiu, engin kjúka fanst, og fátt af rifj- um; höfuðkúpan dottin í marga parta. Yfir höfuð bendir alt til þess, að bein þessi séu orðiu mörg hundruð ára (likl. frá heiðni), enda hafa engir hér heyrt þess getið, þótt gamlir séu, að sendiruaðr til Húnavatnssýslu hafi horfið á síðastliðnum mannsöldr- um; ekki getr Espólín þess heldr í Árbókum sínum, enn litlu eftir 1830 druknaði Guðmundr nokkur Þor- steinsson á svokölluðum Hellulandsvöðum í Héraðs- vötnum, og fanst ekki síðan, og hafði peninga með- ferðis. Tilgátur þær er „ísafold" gerir viðvíkjandi mannsbeinum þessum eru rangar. Framanskrifaðar línur bið ég ritstj. Fjallkonunnar að taka. Bessastöðum, 26. febrúarmán. 1894. ___________________________P&U Jónsson. Til sjómanna á þilskipum. Munið eftir, heiðruðu sjómenn, áðr enn þið farið út á fiskirí, að kaupa ykkr hinn alþekta vatnsstíg- vélaburð frá Rafni Sigurðssyni. alsvert af tilbúnum skófatnaði af öllum stærðum er til hjá Rafni Sigurðssyni. Útgefandi: Yaldimar Ásmandarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.