Fjallkonan


Fjallkonan - 11.04.1894, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 11.04.1894, Blaðsíða 2
58 JfJALLKONAN. XI 15 þinginu, mun mörgum þyfeja ísjárvert að fejósa hann af öðrum ástæðum. Sóra Sigurði er iiðugt um að tala, enn ekki eru ræður hans að því skapi röfestuddar sem þær eru áheyrilegar. Kúða-ós. Það er að sönnu að „bera í bafekafullan lækinn“, að löggilda fleiri verzlunarstaði enn búið er, og mín skoðun er sú, að m&rgar og smáar verzlunar- holur, brennivíns- og kramkompur, verði helzt næst- liggjandi héruðum til niðrdreps og skaða, þegar fram í sækir, og að sumar sveitir væru sælli, að hafa ekki fengið neitt útlent sei i nábýli við sig. Þó er það athugandi, að alllíklegt er, að á sumum þessum stöðum sem löggiltir hafa verið, verði aldrei rekin verzlun, einungis vegna þess, hve óhyggilega þeir hafa verið valdir, og óhæfir til að notast. Það dugar lítið, þó þessi eða hinn staðrinn sé nærri þeirn sem á landi eru, og þó einum eða öðrum þingmanni, sem lítið eða ekkert þekkja til hafna, sjómensku eða sigiinga, sýnist þessi eða hinn staðr- inn hægr og hentugr fyrir sinn hrepp, ef enginn sjómaðr, sem vit hefir á, vill líta í þá átt til upp- sigiinga, og enginn sem skip á, vill voga því þangað, og euginn vill taka skip til ábyrgðar á þessa eða hina hafnleysuna. Til dæmis má taka Jökulsárós á Sólheimasandi, sem tíminn og reynslan eru þegar búin að nema úr lífsina bók verzlunarstaðanna. Árið 1879 var ég á áheyrendapalli á þingi, þegar rætt var um þennan stað, og ofbauð mór að heyra lofræður þáverandi þingmanns Suðrmúlasýslu og rök þau er hann studdi við orð sín um skipaiægi við Jökulsá. Um þann stað er sannast sagt, að þar vantar algerlega skipalægi, og þar er mesta fjarstæða fyrir þilskip að liggja; þar vantar stað fyrir verzlunarhús, þar vantar haga handa hrossum verzlunarmanna og þar er mannabygð heldr fjarri. Yestr með Eyjafjallasandi og Landeyjasandi er töiuvert árenni- legra að liggja litinn tíma og skip betr stödd ef veðr breytist. Likt má segja um Kárahöfn við Ingólfshöfða og um skipalægi við Jökulsá. Þar vantar algerlega skipaiægi og afdrep fyrir skip, þrátt fyrir ummæli þáverandi þingmanna Skaftfellinga, er sú hafnleysa var löggilt. Kunnugir sjómenn að minsta kosti hafa hent gaman að ræðum þeirra um það mál, sem Þingtíðindin frá 1891 bera með sér. — Svo er þar lítil mannabygð og langt frá, stór vötn (stundum Skeiðará), sandbleytur og vegieysur suðr í Höfðann úr Oræfunum. Búðarstœðid kann að bæta úr hinu! Öllu líklegra hefði verið fyrir skip að leggjast við iand nálægt útræði Suðrsveitarmanna. Með því gat ýmislegt mælt, hefði það verið brýn þörf að fá þar verzlunarstað, enn svo sýnist ekki, ef Hornafjarðarós verðr notaðr. Það er óneitanlegt, að Vestr-Skaftfellingar eru manna verst settir hvað verzlun snertir, því þó þessi verzlunarmynd só i Yík, er það von sem vofir, því höfn er þar engin, og svo getr þar breyzt á skömmum tíma svo, að enginn liti þar við. Katla garnla getr komið til sögunnar, grjóthrap úr Reynisfjalli og svo Ægir gamlí geta heilsað þar upp á. Enn það er einn staðr á ströndinni milli Ingóifs- höfða og Hjörleifshöfða, sem athugandi væri hvort ekki mætti nota til uppsiglingar; það er Kúða-ós milli Álftavers og Meðaliands. Ós þessi er all- djúpr, því vatnsmegin er allmikið í Kúðafljóti; mun það litlu mirma enn í Þjörsá. í ós þessum þykist ég vita, að sé nóg dýpi að liggja á fyrir smá skip (frá 40—80 tons). Þar er heldr ekki hætt við of'sa- veðrum nó sjógangi, svo skip gætu verið þar óhult inni, jafnvei hvað sem á gengi. Enn þetta er ekki nóg; það þarf að feomast inn á Kúða-ós til að geta rotað hann fyrir skipalægi. Að sönnu mun útfall hans vera svo djúpt, að lítil og heldr flatbotnað skip fljóti þar inn með hásjáuðu, enn það geta verið grynningar og sandrif sem fellr á, utan við útfallið, sem geri skipaleiðina ófæra, og svo getr útfallið verið „skakt“, sem kallað er (runnið til hliða austr eða vestr, áðr enn það nær sjó), og þessi tvö síðustu atriði geta gert skipaíeið þar ófæra. Enn um þetta geta að eius næstu menn þar, sem eru kunnugir og greindir, borið, ásamt einhverjum reyndum sjó- manni. Auðvitað myndi bezt að fara þar inn á gufubát, enn þó myndi mega fara þar inn á segl- skipi, ef grynningar böguðu ekkí utan við útfallið og útfallið væri beint fram undan ósnum. Mikil bygð er þar nærri, og þó þar kunni ekki að vera sem bezt búðarstæði mjög nálægt, þá virð- ist mér ekki svo mikið varið í það, að fá þar fasta verziun. Hitt væri meira varið í þar sem víðar, að héraðsmenn gætu verzlað í kaupfólagi á sór hag- kvæman hátt. Vestmannaeyingr. Skógaför Sæm. Eyjólfssonar. (Framh.). Insti hluti Vallahrepps heitir Skógar. í þvi bygðarlagi eru 7 jarðir. Nafn- ið bendir til þess, að par hafi landið verið mjög skógi vaxið til forna, enda er eigi langt siðan, að þar vóru skógar á flestum jörðunum. Nfl er þar enginn skógr nema á Hallormsstað. Hallormsstaðarskógr er stórvaxnastr skógr hér á landi. Hann vex i hlíð ailbrattri upp frá Lagarfijóti. Jarðvegrinn er þar að mestu leyti grónar skriður og jökulöldur. Allstaðar er skógrinn stórvaxnastr neðan til eða nálægt fljótinu, enn þar eru flestar hríslur stórar og gamlar og standa mjög strjált. Þar er mjög lítið af ungviði. Á einstöku stöðum sjást þar að vísu all- þéttir runnar af ungviði, enn alt er það mjög lágvaxið ok krækl- ótt. Má oftast sjá merki þess, að fé hefir bitið knappana af endum greinanna, og þvi koma nýjar greinar að eins út frá hliðunum. Hrislan getr því eigi hækkað, enn fær mikinn fjölda af hliðargreinum; hfln verðr lágvaxin og kræklótt. Annað, er varnar ungu hríslunum að ná háum vexti, er það, að þær vant- ar skjól. Skógrinn hefir svo mjög verið höggvinn og eyðilagðr fyrrum, að hin gömlu og háu tré standa nú svo strjált, að þau geta eigi veitt ungviðinu skjól. Ungu trén geta eigi náð þroska og orðið hávaxin, nema þau njóti skjóls af hinum eldri og hærri trjám, eða eitthvað annað skýli þeim, svo sem klettar eða brekku- börð. Af þessum sökum er það, að tré, sem gróðrsett eru fram með húsum, verða þvi hærri sem húsin eru hærri, er skýla þeim. Þá er einhver skógr er orðinn svo gisinn, að hin gömlu og háu tré skýla eigi hinum ungu, þá má ungviðið eigi ná háum vexti eða miklum þroska. Þá er hin gömlu tré deyja í slikum skógi, verðr eigi eftir annað enn smákjarr, og verðr varla stórvaxinn skógr aftr fyrr enn eftir margar kynslóðir trjánna (,,generationir“) og mjög langan tíma. Þetta má þvi að eins verða, að skógrinn fái góða meðferð. Svo er nfl komið með Hallormsstaðarskóg, að ungviðið er þar víðast mjög þroskalítið, kræklótt og vanskapað, og getr aldrei orðið stórvaxið; er það bæði vegna þess, að það vantar skjól, og svo vegna hins, að það er skemt af fjárbeit. Þegar gömlu trén deyja, verðr þar því á flestum stöðum eigi

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.