Fjallkonan


Fjallkonan - 11.04.1894, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 11.04.1894, Blaðsíða 4
60 FJALLKONAN XI 15 is og var alveg utan við sig. Égf sætti því tækifæri að segja heuni hve vænt mér þætti um hana. Hún varð kafrjóð, enn ekki reiddist hún við mig, það hefir hún sagt mér sjálf. Ég hélt að það væri bezt að segja henni alt hið sanna af högum mínum, og sagði henni því, að ég ætti ekki til einn eyri, nema þenn- an miljónarseðil, sem ég ætti ekki einu sinni neitt í; enn hún varð að eins forvitnari eftir enn áðr. Svo sagði ég henni upp alla sögu, og varð henni svo við það, að hún ætlaði alveg að springa af hlátri. Mér fanst sagan ekki neitt hlægileg, og skildi því ekkert í því, að hún gerði sér gaman að vandræðum þeim, sem ég þóttist fyllilega vera í staddr. Enn það hafði aftr þau áhrif á mig, að ég varð enn meira hrifinn af henni, því ég sá að ég þurfti einmitt að fá þá konu, sem eins og hún gæti enda verið glöð yfir því sem í sjálfu sér væri ekki gleðilegt. Ég sagði henni að við yrðum líklega að bíða tvö ár áðr enn ég gæti fengið laun min, enn hún tók því rólega; bað mig að eins að spara sem mest, svo að ég eyddi ekki fyrirfram tekjum mínum fyrir þriðja árið. Þetta vóru hyggileg ráð, enn gerðu mig þó nokkuð deigari enn ég hafði verið, enn jafnframt kom mér annað í hug: „Kæra Portia", sagði ég, „ert þú nokkuð á móti því að vera með mér, þegar ég á að mæta fyrir þeim bræðrum?" Henni varð hálfhverft við, enn segir þó: „Ne—i, ef þú heldr að þú verðir þá kjarkbetri, enu fiust þér það eiga við?“ „Reyndar á það ef til vill ekki sem bezt við, eða réttara sagt, ails ekki; enn hins vegar, þegar svo mikið liggr við —“ „Já, ég skal fara með þér, hvort sem það á við eði ekki“, sagði hún frá sér numin. „Það væri sönn ánægja fyrir mig, ef ég gæti hjálpað þér með því“. „Hjálpað mér; segðu heldr að þú gerir það alt ein. Ef þú ert með mér, elskan mín, get ég fengið þá bræðr til að borga mér takmarkalaust, þar til þeir verða gjaldþrota; þeim dettr þá ekki í hug að mæla í móti“. Þú hefðir átt að sjá roðann, sem hljóp í kinnar hennar, og gleðibrosið í augunum. „Þú ert að smjaðra fyrir mér, enn hvað sem því líðr, ætla ég að fara með þér. Þú getr þá ef til vill sannfærzt um, að ég er eins og fólk er flest“. Við þetta varð ég kjarkmeiri og í huganum fór ég nú að reikna, að mín væntanlegu laun hlytu að verða 1200 pd. sterling á ári. Enn ég lét hana ekk- ert heyra á mér um það. Á heimleiðinni var ég sem í þriðja himni, og tók ekkert eftir því sem Hastings var að segja. Enn er við komum heim, kom ég til sjálfs mín aftr, þegar hann fór að dást að allri þeirri viðhöfn og þeim þægindum, sem ég hafði þar við búa. „Lofaðu mér að litast um hérna“, sagði hann; „hér er alt eins og í konungshöll, alt sem unt er að óska sér, að meðtöldum eldinum í ofninum og kvöldmat- num á borðinu. Ég sé nú fyrst, hve vellríkr þú hlýtr að vera, enn því betr finn ég til þess, hve blásnauðr og eyðilagðr maðr ég er“. Það fór hryllingr um mig allan, þegar hann sagði þetta; ég vaknaði 3em af svefni og faun til þess að ég var á veikum ísi og hylr undir. Skuldir á skuldir ofan, elskuleg stúlka, enn engin framtíðarvon, nema ég fengi þessi laun, sem hæglega gat brugðizt. „Henry, ég er sannfærðr um, að þeir peningar sem þú eyðir á hverjum degi í hugsunarleysi, gætu--------“ „Sem ég eyði á hverjum degi. Það er svo. Drektu út úr whisky-glasinu, kunningi. Eða, ertu svangr, fáðu þér —“ „Þakka þér fyrir, ég fæ mér ekki einn munnbita. Ég hefi enga matarlyst um þessar mundir. Enn ég ætla mér nú að drekka mig blindfullan“. „Gerðu svo vel, — og segðu mér nú hvernig þér hefir gengið meðan ég læt í glösin“. „Á ég enn þá að segja þér það. Ég sagði þér það alt á heimleiðinni". „Nú, enn eg heyrði ekki eitt orð af því“. „Bíðum nú við, hvað hefir þú grætt á sendiherranum ?“ „Ég hefi grætt það, að eg hefi fengið þá inndæl- ustu stúlku, sem unt er að óska sér“. Hann varð frá sér numinn af gleði. Yið tókum hvor í hendina á öðrum, og hann fyrirgaf mér, að ég haí’ði ekki tekið eftir þvi sem hann sagði mér á heimleiðinni. Hann sagði mér síðan hvernig för hans hafði gengið og var það á þá leið: Hann hafði farið til London og þóttist eiga víst að honum mundi ganga að óskum; hafði umboð frá námu-eigöndunum til að selja hlutabréf í þeim með þeim skildaga, að hann fengi afganginn, ef hann seldi fyrir meira enn eina miljón dollara. Hann hafði gert alt sem unt var til framkvæmda málinu og eytt mestöllu skot- silfri sínu, enn enginn vildi líta við hlutabréfunum, og í mánaðarlokin átti að taka af honum umboðið. Hann var eyðilagðr maðr. Alt í einu segir hann: „Henry, þú getr bjargað mér, þú ert eini maðrinn sem getr það. Viltu ekki gera það?“ „Hvernig á ég að fara að því?“ „Láttu mig fá eina miljón og fé til heimfararinnar, enn þú tekr við umboðinu“. (Pramh.) Leiðrétting. í Árbók fornleifafélagsins 1893, bls. 78, 1. 17, stendr: „kom- inn eða þeir undir hann“, enn á að vera: kominn á stuðlana eða þeir nndir bann. Bls. 79, 1. 24, stendr: „bjuggu við Grims- gil eftir föður sinn“, enn á að vera: bjuggu ekki við Grímsgii eftir fóður sinn. Br. J. VaHdíÁÖ TlllS til sölu í miðjum bæuum með ágætum kjallara undir. Söluskilmálar mjög aðgengilegir. Ritstj. vísar á. HprhprcH 111 le^gu ^ maí’ ^vort ilC 1 UCi g 1 heldr einstök eða fleiri saman. Ritstjóri vísar á. . TPÖP fæst keypt hjá Gunnari Hafliðasyni í Nýjabæ. Útgeíandi: Yaldimar Ásmundarson. Félagsprentsmiöjau.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.