Fjallkonan - 03.07.1894, Page 2
106
FJALLKONAN.
XI 27
stórveldi, sem blöð eru í flestum öðrum lönd-
um.
Jafnframt er það lagt til, að ritstjórar frjálslyndu
blaðanna ættu að halda fund með sér til að ræða
ýmislegt er að landsmáium og blaðamensku lýtr.
Það er að vísu satt, að hin frjálslyndu blöð hér
á landi greinir nú á í ýmsum atriðum, þótt þau
fylgi yfirieitt sömu stefnu í öllum höfuðmálum.
Virðist því tillaga Þjbðv. unga orð í tíma talað.
Það virðist og hægðarleikr fyrir ritstjóra hinna
frjálslyndu blaða sunnan lands og vestan, að eiga
fund með sér í Reykjavík, t. d. um alþingistímann
í sumar, enn þá er eftir að vita, hvort ritstjórarnir
að norðan og austan geta sótt þann fund. Gætu
þeir, ef til vill, sett aðra menn í sinn stað til að
mæta á fundinum.
Samtök milli hinna frjálslyndu biaða eru nú því
fremr nauðsynleg, sem hin ófrjálslyndu blöð, mál-
gögn skriffinsku, klerkavalds og verzlunarkúgunar
taka nú höndum saman landshornanna á milíi til
þess að vinna þjóðinni það mein sem þau geta.
Frá útlöndum.
Snemma í f. m. dó soldáninn í Marokko, Muley
Hassan; hafði sýkzt í herferð móti uppreisnarflokki
nokkurum. Honum er svo lýst, að hann hafi verið
maðr fróðleiksfús og allvel mentaðr.
Sagt er svo, að ef til vill verði deilur nokkrar
um ríkiserfðina, og hefir það einkum þýðingu að
því leyti, sem Marokko kynni að verða þrætuepli
fyrir þjóðir þær er um yfirráðin keppa við Mið-
jarðarhafsstrendr (Engl., Frakkl., Ítalíu og Spán).
Snjór hafði fallið í júnímánuði í sumum Mið-
Evrópulöndum.
Haglhríð ógurleg með stormi hafði komið í Vínar-
borg 8. júní og gert stórskemdir; haglkornin á stærð við
dúfuegg, og meiddust menn af þeim og enda hestar
lömdust til bana. Um 500,000 gluggarúður brotnuðu
í borginni.
Stúdentapróf. Útskrifaðir úr latínuskólanum 30.
f. m. þessir: eink. stig
1. Halldór Steinsson .... með I 98
2. Georg Georgsson ...... — I 96
3. Guðmundr P. Eggerz . . . — I 93
4. Jón Þorvaldsson — I 91
5. Haraldr Þórarinsson . . . — I 86
6. Magnús Jóhannsson .... — I 85
7. Jón P. Blöndal — I 84
8. Axel Schierbeck — n 78
9. Guðmundr Pétrsson , . . . — H 73
10. Sigtryggr Guðlaugsson . . — H 69
11. Þorvarðr Þorvarðarson . . — H 69
Hinn 12., Jón Runólfsson, gat eigi lokið prófi
samferða hinum sakir veikinda.
Embættispróíi í læknisfræði luku 28. f. m. hér
við læknaskólann: eink. stig
Sigurðr Pálsson....................með I 96
VUhelm Bernhöft.....................— H 88
Skúli Árnason.......................— II 76
I'róf í forspjallsvísindum á prestaskólanum tóku-
27. f. m. þessir stúdentar:
Jón Stefánsson . . . , með eink. dável +
Páll Jónsson...........— — dável +
Benedikt G. Þorvaldsson — — vel -t-
Alþingiskosningar. Barðastrandarsýsla: séra
Sigurdr Jensson.
Norðr-Þingeyjarsýsla: Benedikt Sveinsson, 13
atkv. (Séra Þorleifr Jónsson á Skinnastað fékk
7 atkv.).
Norðrmúlasýsla: séra Einar Jönsson og Jön
Jönsson í Bakkagerði.
Suðrmúlasýsla: séra Sigurðr Gunnarsson, 84
atkv. Guttormr Vigfússon 61 atkv. (Séra Lárus
Halldórsson fékk 43 atkv.).
Er þá frétt um allar þingkosningar í landinu.
Bæjarbruni. 11. þ. m. brann til kaldra kola
um hádag bærixm að Svínárnesi á Látraströnd, að
Þorsteins bónda Gíslasonar, og varð litlu bjargað
af lausum munum. Kviknaði eldrinn í þekju við
víndskeið á stofuþili, og veit enginn, hvernig
það hefir atvikazt.
Áukalæknar. Læknaskólakand. Olafr Finsen hefir
verið skipaðr aukalæknir á Skipaskaga fyrir fult
og alt; og læknaskóiakand. Friðjón Jensson sem
aukalæknir í hið nýja læknisdæmi á Mýrum (miili
Straumfjarðarár og Langár).
Vikið frá embætti. Einari Thorlacius, sýslu-
manni í Norðrmúlasýsiu, er vikið frá embætti að
sinni, enn í hans stað er settr sýslumaðr í Norðr-
múlasýslu Axel Tulinius, kand. jur., sem verið hefir
fulltrúi bæjarfógetan3 í Reykjavík.
Druknan. 24. júní druknaði í Markarfljóti Sæ-
mundr Jónsson frá Syðstumörk, ungr maðr, rúm-
lega tvítugr, sonr Jóns Sigurðssonar í Syðstumörk,
merkisbónda.
Brydes verzlun hefir nú tekið sér bólfestu á
Eyraxbakka í húsum Guðm. ísleifssonar á Háeyri,
sem þar var kaupmaðr. Býðr þessi verzlun að
gefa 5 au. meira fyrir ullarpundið enn aðrar verzl-
anir þar á staðnum og 2 kr. meira fyrir skippundið
af saltfiski.
Bænahús í Furufirði. Ábyrgðarmenn sparisjóðsins ís-
íirzka hafa, auk 2000 kr. gjafar til sjúkrahóss á Ísaíirði og 300
kr. gjafar til ekknasjóðs drukknaðra þar, veitt 500 kr. til bygg-
ingar bænahúss í Furufirði á Ströndum. Þar var kapella til
forna og með pessu endrreista bænahúsi og væntanlegum graf-
reit áfast við það verðr bætt úr hinum mestu vandræðum, því
að ókleyft mátti heita að koma líkum frá þeim bæjum, alténd
á vetrardaginn, suðr yfir fjöll og firði að Stað í Grunnavík.
Dánir eru á Akreyri af afleiðingum influenza-
veikinnar: Aðalsteinn Friðbjarnarson, bókbindari,
sonr Friðbjarnar bóksala Steinssonar, efnilegr maðr,
og HaUdór Pétrsson bókbindari og bóksali, gamall
maðr, bókavinr mikill og mörgum að góðu kunnr.
Eimskipið „Ásgeir Ásgeirsson“ kom hingað í
gærkveidi, og með því eigandinn, Ásgeir kaupmaðr
Ásgeirsson. Skipið kemr frá útlöndum með kol