Fjallkonan - 03.07.1894, Side 3
3. júlí 1894.
fjallkonan.
107
o. fl. og hafði komið við á Austfjörðum. Hingað
færir það vörur til Knudtzons verzlunar.
Veðrið. Síðustu daga hafir hér verið ákaflega
mikill hiti með landsynningi, um 20° á C. í
skugganum.
Skagafjarðarsyslu, 21. júni. „Vel lítr út með
grasvöxt. — Dágóðr fiskafli er korainn hér á fjörð-
inr: utarlega, enn fremr er rýr fuglaflinn við Drang-
ey í samanburði við næstundanfarin vor. — Jarðar-
för prófasts séra Jóns Hallssonar fór fram að Sauðár-
krók 19. þ. m. og vóru viðstaddir um 300 manna“.
Frá íslendingum í Ameríku. Mr. B. L. Baldwin-
son agent skrifar svo 1. júní frá 'Winnipeg: „Héðan
er fremr ilt að frétta nú sem stendr. Veðráttan
að vísu góð, hitar miklir 0g þurkar og heilsufar
manna fremr gott. Enn vinnuleysi með langmesta
móti og framtíðarútlitið mjög dauflegt. Það er
gott að vestrfarar eru litlar á þessu ári“.
„Bakarabrauðin“. Af tilviljun var það, að ég leit í
ísafold frá 30. f. m., því það blað les ég sjaldan. Ég las þar
grein um bakarana hér í Reykjavík, einkanlega rúgbrauðin sem
þeir selja okkr. Höf. kvartar um, að rúgbrauðin frá bökurunum
sé illa bökuð og úr vondu mjöli, enn um mjölið verðr bökurunum
ekki kent eingöngu, heldr kaupmönnunum. Annað mál er það,
að bakararnir eiga skilið að fá ofanígjöf fyrir það, ef brauðin
eru illa bökuð og bitt, að ekki er svarað jafnmörgum brauðum
úr hverjum sekk, sem venja er annarsstaðar.
Bnn út yfir tekr, hve ðsanngjarnt verð er á hveitibrauðum
hjá bökurunum. Nú má t. d. fá hveiti á 9 aura pundið, enn
bakararnir selja franskbrauð á 12 au. og 25 au., eins og þegar
hveitið var 18 aura pundið; tvíbökur kosta hjá þeim 48 au. pd.
o. s. frv., og sjá allir að þetta er fjarri allri sanngirni.
Þessa óhæfu ættu Reykvíkingar ekki að þola, þvi eftir þvi
sem ég hefi komizt næst, geta bakararnir vel staðizt við, nú
þegar hveiti er svo ódýrt, að selja franskbrauð á 5 au. og 10
au., sem þeir selja nú á 12 og 25 au., og tvíbökupundið á 26
au., og annað hveitibrauð eftir því.
Ef bakararnir i Reykjavík vilja nú ekki lækka seglin með
þetta geipiháa verð á hveitibrauði og taka sér fram um að vanda
betr bökun á brauðum enn að undanförnu, svo og að standa
skil á þeirri brauðatölu úr hverjum rúgmjölssekk, sem heimting
er á, ættu þeir bæjarmenn, sem þess eru megnugir, að stofna
hlutafélag til að koma hér upp bakstrhúsi, og panta sjálfir bæði
hveitið og rúgmjölið, svo að menn geti fengið bæði betri og
ódýrari brauð enn nú gerast.
Báðskona.
„Bág er verzlunin“,
segja menn alment, og mundi mönnum þó verða
tíðræddara um það, ef menn hefðu dálítið meiri
þekkingu á verzlunarmálefnum. — Auðvitað geta
margir wjálfum sér um kent að nokkru leyti, því
Óskilsemi og sviksemi í viðskiftum, sem alt af virð-
ist færast í vöxt, er eitt aðalmeinið, sem spillir
öllum góðum kaupskap hér á landi.
Enn til þess að vita sem glöggvast málavöxtu á
báðar hliðar, kaupmanna megin og ahnennings,
væri æskilegt, að almenningr sendi blöðunum sem
oftast skýrslur um verðlag og verzlunaraðferð
kaupmanna og að kaupmenn sendu blöðunum einnig
skýrslur um verzlunarháttu bænda.
Fjallk. mundi fús til að veita slíkum skýrslum
viðtöku, og gætu þær síðan orðið gott hugvekju-
efni.
Yið háskólann í Chicago verðr öllum titlum
slept. Prófessorarnir verða ekki einu sinni nefhdir
„prófossórar“, heldr að eins herrar (Mr.) eins og
hver annar maðr. Háskólaforsetinn, sem í Evrópu
mundi kallaðr „rector magnificus", verðr því titlaðr
eins og nýkominn nemandi.
Pappír er haldið að bráðuin muni útrýma bóm-
uUarvefnaði og jafnvel ullarvefnaði í fatnaði
manna. Stórkostlegar verksmiðjur eru settar á
stofn í Ameríku, sem búa til fatnað úr pappír, og
er sagt, að sá fatnaðr jafnist fuilkomlega á við hin
vönduðustu fataefni, bæði að útliti og haldgæoum.
Ábreiður úr pappír, sem farnar eru að tíðkast,
þykja ágætar, bæði léttar og heitar.
Brenninetlan hefir lengi verið talin versta ill-
gresi, enn nú þykir hún dýrindis gras, og er farið
að rækta hana víða í Evrópu. Er unninn úr henni
ýms verksmiðjuvarningr.
Barón Hirsch hefir gefið fátækum G-yðingum
um 187 milj. króna síðustu 10 ár. Hann er gamall
maðr og barnlaus. Kona hans er honum samtaka
í örlæti og höfðingsskap. Á síðustu tveimr árum
hefir hann gefið kristnum stofnunum yfir 40 milj.
króna.
Kalkvatn er talið mjög gott ráð við hálsveiki
(difteritis) á börnum, og skal gefa inn fullan tespón
á klukkutima. (Kringsjaa eftir Med. & Surg. Record).
Rafmagnsvagnar eru óðum að fjölga í Banda-
ríkjunum og eru rafmagnssporvagnar þar flestir.
1893 vóru þeir 17,243 og brautarlengd 7,436 míiur.
(Jladstone hefir nýlega gefið út á prent þýðingu
eftir sig af ástakvæðum eftir Hóraz. Má segja um
hann, eins og amerískr rithöfundr kemst að orði,
að hann sé 84 ára ungr, enn ekki 84 ára gamall.
Maðrinn hefir tvo heiia. Frægr enskr læknir,
Dr. Richardson, segir að maðrinn hafi tvo heila,
það er að segja, að hvor helmingr heilans sé sjálf-
stæðr fyrir sig. Þessir helmingar eru sjaldan líkir;
annar getr verið illr, fullr af vondum tilhneigingum
og ástríðum, enn hinn góðr. Maðrinn hefir þannig
tvenskonar sál, enda segir líka Páll postuli það.
Hviklyndi manna kemr af því, að ýmist verðr ofan
á, að hinn góði eða illi heili ræðr gerðum mannsins.
Hinn illi heili getr haft yfirráðin, enn þá er sem
hinn góði heili liggi í dái. Enn hinn illi heili
getr einnig veikzt af ýmsum atvikum, og þannig
geta vondir menn orðið góðir.
Stúdentar lærða skólans frá 1869 höfðu mælt
sér mót í Reykjavík að 25 árum liðnum, og komu
nú til þessa móts 5 þeirra (B. Jónsson, B. M. Ól-
sen, sr. Ghittormr Yigfússon, Jón próf. Jónsson og
sr. Yald. Briem). Héldu þeir samsæti og buðu
sem heiðrsgesti Páli Melsteð, fyrrum sögukennara,