Fjallkonan - 01.08.1894, Side 2
122
FJALLKONAN.
XI 31
leyti, því þeir munu færri, enda miklu færri enn hinir,
er búa á 20 hdr. jörð, og hafa 100 ær í kvíum, 4
kýr o. s. frv. Dæmið, sem höf. tekr, er því af betri
bónda, enn þeir gerast í meðallagi hér á landi. Höf.
gerir kýrnytina 2500 pt. að meðaltali um árið, enn
það mun ofhátt áætlað, ef meðaltal væri tekið af
öttum kúm á landinu. Þótt kýr Jóns Jóakimssonar
hafi mjólkað til jafnaðar 3000 pt. um árið, þá sýnir
það, að hann hefir farið betr með kýr sínar enn flestir
aðrir, enda var búskapr hans fyrirmynd að flestu eða
öllu. Og það sannar einnig, að framfarir geta orðið
í þessari grein búnaðarins. Enn þegar á að sýna
hvernig sveitabúskaprinn borgi sig nú, borið saman
við kaupstaðarbúa eða embættismann, þá verðr að
miða við það sem er, enn ekki það sem gœti verið,
ef menn stunduðu betr atvinnu sína, eða rækju bú-
skapinn með meiri þekkingu og krafti enn nú á sér
stað. Sé þessa eigi gætt, getr samanburðrinn orðið
villandi. Opinber útgjöld búsins ásamt afgjaldi jarð-
arinnar reiknar höf. að eins 150 kr., enn haun tekr
ekki með útsvar til fátækra, af því „það er svo mis-
munandi á ýmsum stöðum“. Mátti ekki eins gera
einhverja áætlun um það? Það er fleira „mismun-
andi á ýmsum stöðum“ enn útsvar til fáækra, t. d.
hvað kýr og ær mjólka o. s. frv. Annars er útsvar
til fátækra víða þyngsti opinberi útgjaldaliðrinn er
hvílir á bændum, og hefði að mínu áliti sjálfsagt átt
að teljast með opinberu útgjöldunum, og þá eru 150
kr. oflágt reiknaðar.
Þá getr höf. þess, að kaupstaðarbúinn, er hann tekr
til dæmis, þurfi meiru að kosta til klœða og skæða
handa sér og sínum heldr enn sveitabóndinn. Að
þetta sé alls kostar rétt ályktun hjá hinum háttvirta
höf., efast ég um. Mér getr ekki betr sýnzt, enn
að bóndinn sem gengr með fólk sitt að allri útivinnu
eins og hún kemr fyrir og oft í illviðrum, þurfi
meira tii klæða og skæða heldr enn kaupstaðarbúi,
embættismaðr, sem svo að segja aldrei þarf út fyrir
húsdyrnar, að fráteknum læknum, og aldrei dýfir
hendi í kalt vatn. Það er þó auðsær munr, að sitja
við skrifborðið þur og hreinn, heldr enn að hirða skepnur
í stórhríð, aka grjóti og rista torf í blautri mýri.
Það lítr helzt út fyrir, að hinn háttvirti höf. sé bú-
inn að gleyma fatasliti og skósliti, t. d. við fjárpössun,
ferðalög með langar lestir, húsabyggingar og margt
fleira. Það hefir víst enginn á móti því, að erfiðis-
menn gangi á bættum fötum, þá þeir eru við vinnu
sína og enda hvort sem er; enn það kostar líka
tima og ómök að bæta föt. Enn sveitabændum, er alt
verða að nota sem bezt, ef vel á að fara, þykir það
tilvinnandi. Þeir hafa margir hverir heldr ekki
efni á eða peninga að útvega sér ný föt, er gat
kemr á þau eldri, eins og t. d. embættismennirnir
sumir, er aldrei virðast koma í „borna flík“ auk heldr
bætta. Og sé farið eftir því, að kaupstaðarbúinn, er
dæmið getr um, þurfi nýjan klæðnað þrisvar til fjórum
sinnum á ári, þá fer það að verða skiljanlegt, þó
hann eyði meiru í föt enn sveitabóndinn. Ég hygg
nú, að þegar öllu er á botninn hvolft, þá hafi sveita-
bændr að jafnaði ekki afgangs til fæðis og klæðis sér
og heimilisfólki sínu 191 kr. 33 au. handa hverjum
einstökum, eins og höf. reiknar. Kaupstaðarbúi með
2000 kr. launum lifir betra Jífi heldr enn fjöldinn af
bændum gerir hér eins og nú er ástatt, svo framar-
lega sem hann er ekki óreglumaðr eða lifir í óhófi.
Enn að sveitabúskapr geti borgað sig betr enn hann
nú gerir efa ég alls ekki, svo framarlega sem hann
væri betr stuudaðr enn alment á sér nú stað, og
til þess ætti að hvetja menn bæði í orði og verki.
Sigurðr Sigurðsson.
Búnaðarritið.
Nú er 8. ár Búuaðaðarritsins komið út undir rit-
stjórn þeirra tveggja Hermanns Jónassonar og Sæ-
mundar Eyjólfssonar, og er í því: 1. „Ferð um Þing-
eyjarsýslu og Fljótsdalshérað“, eftir Sæmund Eyjólfs-
son, sama ritgerð og áðr er prentuð að nokkru leyti
í Fjallk. Hún sýnir allvel, hversu skógunum hefir
farið aftr á þessari öld og næstliðinni öld, og lýsir
ástandi skóganna nú, enn leggr fá ný ráð til að
vernda þá, sem ekki eru áðr kunn. Ritgerð þessi
hefði vel mátt vera styttri, og hefði höf. getað sparað
sér ýmsa útúrdúra, sem hann gerir frá efninu, þótt
ritgerðin hefði orðið þurrari fyrir það. — Samanburðr
hans um efnahag manna í héruðum mun ekki vera
alls kostar áreiðanlegr, sem naumast er við að búast,
því til þess að fá yfirlit yfir það efni er ekki nóg
að ríða um héruð; til þess þyrfti margar skýrslur,
sem örðugt er að leita uppi. Hann segir, að verzl-
unarskuldirnar muni hvergi þröngva harðar að kosti
bænda enn í Þingeyjarsýslu, enn Suðr-Þingeyingar
segja sjálfir, að verzlunarskuldir muni í engu héraði
minni enn þar. — 2. ritgerðin í Búnaðarritinu er:
„Hvernig borgar sig búskapr í sveit?" eftir Halldór
Jónsson bankagjaldkera, sem minzt er á annars
staðar í þessu blaði. — 3. „Um hina helztu sjúkdóma
og kvilla búpenings vors“ (framhald frá fyrri árg.),
eftir Stefán Sigfússon. Höf. er hneigðr til lækninga,
og hefir aflað sér talsverðrar þekkingar á dýrasjúk-
dómum og ráðum við þeim; mun því ritgerð hans
flytja ýmsar góðar beudingar, enn það er galli á
henni, að hún virðist vera skrifuð í flýti og málið
mjög óvandað. Sá af .útgefendunum, sem búið hefir
Búnaðarritið undir prentuu (S. E.), hefði að sjálfsögðu
átt að lagfæra málið á þessari ritgerð. — 4. „Um
tamningu hesta“, eftir Gunnar Ólafsson, og 5. „Um
járningu hesta“, eftir Sveinbjörn Ólafsson, hvort-
tveggja mjög vel samdar ritgerðir. — 6. „Um þök“,
eftir Björn Bjarnarson, er eiginlega viðbætir við rit-
gerð sama höf. um húsabætr í 6. árg. Búnaðarritsins,
og gefr ýmsar góðar bendingar. — Loks er búnaðar-
legt ársyfirlit, eins og í fyrri árgöngum, og skýrsla
um verðlaunaðar jarðabætr (Jóns á Söndum).
Það er galli á þessum árg., að í honum eru prent-
villur meiri enn í meðallagi.
I greininni úr „Quarterly Beviewu, sem stóð í
síðasta blaði, hefði átt að leiðrétta það þegar með
athugasemd, sem sagt er þar um herlið Dana. Danir
hafa ekki 14,000 herliðs, heldr 43,000, og á ófriðar-
tíma um 60,000, eða nærfelt jafnmarga hermenn og
allir ísiendingar eru, og er það æðimikil hermenska
í samanburði við stærð og efnahag þjóðarinnar.