Fjallkonan - 01.08.1894, Side 3
1. ágÚBt 1894.
FJALLKONAN.
123
Alheimsvíðáttan. í stjörnufræðistímariti sínu (L’Ast-
ronomie) segir Flammarion stjörnufræðingr: „Reynum að hugsa
oss dýpt alheimsrúmsins. Vér fljúgum á stað og stefnum með
leiftrhraða (þ. e. 300,000 kílometra á sekúndunni) á einhvern
punkt himinsins. Á 372 ári náum vér til hinnar næstu sólar.
Enn ekki stöldrum vér þar neitt við, heldr fljúgum áleiðis 10,
20, 100, 1000 ár með sama hraðanum til margra hitageislandi
Bðlna og framhjá mörgum jarðstjarna hðpum. Vér höldum áfram
að fljúga í önnur 1000 ár; vér þjótum, gegnum stjörnuhala,
ljðmandi þokustjörnur og vetrarbrautina, sem greiðir flóka sinn
út í ótölulegar veraldir; vér verðum sjónarvottar að tilorðningu
og týningu ótal hnatta; stjörnurnar verða þéttar eins og drifa
alt i kring um oss. Enn ekki stöndum vér við, heldr fljúgum
stöðugt áleiðis, 10,000, 100,000 ár, ef til vill miljón ára, með af-
dráttarlausum hraða. Loks þykjumst vér hafa náð takmarkinu.
Nei, öðru nær. Alt af koma upp úr kafinu nýjar rúmvíddir,
alt af blika nýjar og nýjar sólir. Enn þá ein miljón ára; nýjar
uppgötvanir, nýjar veraldir. Hvað, enginn endir, enginn lyk-
jandi sjóndeildarhringr, engin hvelfing, enginn himinn, sem býðr
oss að láta staðar numið? Eilifr alheimsgeimr, eilíft ginnunga-
gap ? Hvar erum vér? Hverja leiðarlengd höfum vér iagt oss
á hak? Vér erum komnir til takmarksins — hvar? Að fordyri
óendanleikans! í raun og réttri veru höfum vér ekki færzt einu
feti framar. Vér erum ekki nær takmarkinu, enn þótt vér
hefðum Btaðið grafkyrrir í sömu sporum; vér getum byrjað sömu
ferð þaðan sem vér stöndum og þotið áfram hvíldarlaust um
ótölulegar aldir. Enn ef vér loksins að árþúsundum liðnum
stöðvuðum flug vort, þá mundum vér þegar sjá, að vér hefðum
ekki komizt yflr hinn minsta hlut alheimsins. Hvarvetna mið-
punktar, hvergi takmörkun! í þessum óendanleik eru sólna-
klasarnir, — sem gera þann alheim, sem okkr er sýnilegr, —
ekkert meira enn eins og dálítið eykrili í eyjaheimi þeim hinum
mikla, og alt vort mikilláta mannkynslif með þess trúarlegu og
pólitisku söguviðburðum ekki nema eins og augnabliks draumr
í samanburði við eilífan varanleik og ómælandi víðáttu al-
heimsins11.
Hjólreiðar eru nú í miklum framförum, og vanir
hjólríðarar eru svo fljótir í ferðum, að þeir gætu farið
úr Reykjavík norðr í land og til Reykjavíkr aftr að
kveldi, ef vegriun væri nokkurn veginn góðr. Nú
er farið að nota rafmagns reiðhjói í Ameriku. Pau
fara 100 enskar mílur á klukkutímanum.
í næsta stríði munu loftför verða mikið notuð.
Sagt er að Edisou hafi nýlega fundið drápvél eiua,
sem hafa má í loftbát og hellir því sprengiefni yfir
borgir og heri, að alt verðr gjöreytt á svipstundu.
— í loftförunum má og hafa rafmagnsíjós tii að lýsa
ofan í borgirnar að nóttu til, og má berjast þannig
dag og nótt.
Heraíii stórveldanna er eftir nýjustu skýrslum
þannig:
Á friðartíma:
Hermenn. Hestar. Byssur.
Frakkland 538,738 122,000 2,810
Þýzkaland 593,550 120,000 2,964
Rússiand 1033,661 150,000 2,200
Austrríki 319,235 65,500 1,000
Ítalía 238,000 52,000 860
Á ófriðartíma:
Frakkland 2,715,600 800,000 4,500
Þýzkaland 2,440,000 562,150 4,430
Rússland 2,411,105 463,000 5,200
Austrríki 1,590,000 292,000 2,140
ítalia 1,253,200 134,009 1,620
Tíðarfar. Óþurkar hafa verið nú um langan
tíma, að því er virðist um alt land, og hefir það
spilt fyrir nýting á töðum. — Grasspretta mun víð-
ast vera eða verða í fuliu meðallagi, einkum á
engjum.
Aflahrögð. Dálítill reytingr er hér við Faxaflóa,
einkum af ýsu; annars fiskilítið.
Silfrbrúðkaupsdag krónprinsins, 28. júlí, var flagg-
að hér á hverri stöng, og hornablástr og Ijósaskraut
haft til hátíðabrigðis um kveldið og samsæti á hótei
„ísland“. Munu tveir kaupmenn mest hafa gengizt
fyrir þessu.
Vaagen, skip 0. Wathne, kom hingað í gærkveldi
frá Seyðisfirði og með henni nokkrir farþegar, þar
á meðal Benedikt Sveinsson sýslumaðr, úr ferð sinni
til Kaupmannahafnar.
Von er á gufuskipi Wathnes, „Egil“, innan skamms
hingað að austan.
Vestmannaeyjum, 14. júlí: „Það sem af er sumr-
inu hefir veðrátta verið hér mjög óhagstæð að mörgu
leyti. Sífeldir þurkar allan maímánuð sem hnektu
grasvexti og því að fugl tæki hér heirna. Allan
júnímán. og það sem af er þessum mánuði, hafa verið
tíðar rigningar, vindar og óveðrátta. Tún eru því
fremr illa sprottin, enn kálgarðar líta heldr vel út.
Sjaldan sjógæftir og því nær fiskilaust þá komizt
hefir orðið á sjó. Dálítill reytingr í dag af samtín-
ingi. — Það heyrast ófagrar sögur um atvinnuleysi,
basl og bágindi íslendinga í Ameríku, enn hér er
ekki stórum betra: hjá allmörgum atviunuleysi, bjargar-
skortr og harðrétti. Embættismönnum mundi þykja
óviðfeldin kjör nokkuð margra eyjabúa; að lifa á
brauði eða kökum og vondri soðningu af skornum
skamti, feitarlaust og kaffilaust, og svo vatnsgraut;
fá úr búð í reikning að eins kol, og korn mælt í
x/2 skeffum. Margt manna (60—70) fór héðan í vor
með „Agli“ til Austfjarða að leita atvinnu, og flestir
sem mögulega mega missast frá heimilum fara héðan
til landsins í kaupavinnu. — 2 ameríkönsk fiski-
skip hafa verið hér öðru hvoru að flögra við eyjarnar
og suðrströnd landsins til Ingólfshöfða, enn hafa látið
illa yfir afla sínum frá maílokum. — Á næstliðnum
árum hafa fercfir hingað frá meginlandi farið mink-
andi ásamt verzluninni, enn þetta vor hafa þó milli-
ferðir og verzlun verið með langminsta móti. Enn
selferðirnir til Víkur og Eyrarbakka munu verða
allmikill búbætir verzíunarhöfuðbólsins. Eyjabúum
verðr það samt ekki skaði, þá litið er á þyngsli og
átroðníng, er eyjaferðir bökuðu þeim, þó augu Rang-
vellinga og Skaftfellinga hafi opnazt og sjái betr enn
áðr þann kostnað, teppur um langa tíma, skemdir á
vörum, vörumissi, hrakninga, skipbrot og mannskaða,
sem eyjaferðunum hafa verið samfara. Mun það láta
nærri, að 25 mannslíf hafi farið við verzlunarferðir
hingað á næstliðnum 25 árum. — Lítilsháttar vöru-
kaup frá Höfn áttu sér stað meðal sárfárra bænda
hér fyrir borguu út í liönd eða fyrirfram. Sjá menn
það nú orðið alment, hvet hagr það er að verzla á
þann hátt í samanburði við það sem áðr var. Fyrst
verðmunrinn og svo vörugæðin“.