Fjallkonan


Fjallkonan - 20.09.1894, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 20.09.1894, Blaðsíða 1
Kemr út um miðja viku. Árg. 8 kr. (erlendia 4 kr.). Angiýeingar mjög ódýrar. GJalddagi 15. Júli. Cpp. eðgn gkrifleg fýrir 1, okt. Afgr.: Þingholtsstr. 18. FJALLKONAN. XI, 38. Reykjavík, 20. september. 1894. Verðmunr á verzlunarvörum í landshagskýrslum. Síðustu skýrslur um verð á verzlunarvörum komu út í Stj.tíð. 1893, C-deild, og eru þær fyrir árið 1891. Þ;ið er ekki ófróðlegt, að bera saman þessar verð- skýrslur til að sjá mismuninn á verði á hinum ýmsu verzlunarvörum í hinum ýmsu kauptúnum. Yér skulum fyrst athuga innlendu vörurnar. Kjöt er í Reykjavík á 25 au. pd. enn víðast annars- staðar 16—18 au.; ódýrast er það á Papós og Beru- firði 14 au. — Rjúpur eru á allmörgum stöðum á 20—25 au., í Rvik á 18 au., Akreyri 15 au. og Sauð- árkrók 10 au. — Smjör er dýrast á Berufirði 75 au. og ísafirði 70 au., í Reykjavík 60 au., enn út um land er það víðast milli 50 og 60 au. — Tólg er á Akreyri og Húsavík 26—27 au., enn í Ólafsvík 50 au., á ísafirði 45 au. og svo á ýmsum stöðum 40 au. og undir það. — Hvít ull dýrust í austrlands kaupstöðum öllum 80 au., annars víðast um 70 au., nema að eins 64—65 au. á Stokkseyri, Ólafsvík, Patreksfirði og Bíldudal; svört ull hefir verið 77 au. á Seyðisfirði, enn ekki nema 45 au. á Fiateyri; 48 au. á Sauðár- króki, enn annars víðast á 55—60 au.; mislit ull hefir verið á 58 au. á Eskifirði enn annars víðast 45—50 au. — Tvíbandssokkar hafa verið seldir á 2 kr. parið á Þingeyri og á 1 kr. á Eyrarbakka, enn 55—58 au. á Sauðárkróki og Hofsós, og 65—67 au. á Húsavík og Akreyri. Fingravetlingar hafa verið seldir á 1 kr. á Patreksfirði og Þingeyri, enn 55—58 á Akreyri og Húsavik. — Yerð á söltuðum sauðagærum á Patreksf. 1 kr. 88 au., enu 2 kr. 75 au. í Skarðsstöð, annars víðast 2 kr. 50 au. — Verð á hertum sauðskinnum hefir verið 2 kr. 60 au. í Stykkishólmi og 2 kr. á Húsavík, annarsstaðar ekki yfir 1 kr. 50 au. — Lambskinn hafa verið á 60 au. á Eyrarbakka og i Þorlákshöfn, enn víða (t. d. á Vopnafirði) á 25 au. — Kálfskinn hafa verið á 2 kr. á ísafirði enn 75 au. á Sauðárkrók. — Folaldaskinn hafa verið á 60 au. í Reykjavík enn 1 kr. í Hafnarfirði. — Selskinn hafa verið á 3 kr. 50 au. á ísafirði enn að eins 2 kr. 12 au. í Reykjavík. — Fyrir mórauð tóuskinn hafa verið gefnar 10 kr. á Bíldudal, enn 30 kr. á Akreyri, Skarðsstöð og Flatey. — Fyrir hvít tóuskinn hafa verið gefnar 2 kr. í Stykkishólmi, 8 kr. í Reykjavík og 10 kr. á Akreyri. — Fiðr hefir verið á 1 kr. 10 au. á Papós, enn 50 au. á Sauðárkróki. — Salt- fiskr stór hefir verið á 65 kr. skpd. í flestum vestr- lands kaupstöðum, á 60 kr. í Reykjavík, enn að eins 47—48 kr. í verzlunarstöðunum í Þingeyjarsýslu; smáfiskr á 36 kr. 80 au. á Vopnafirði, enn 60 kr. í ýmsum vestrlands kauptúnum og 45 kr. í Reykjavík. — Lax hefir verið á 82 au. pd. í Borgarnesi, enn 45 au. í Húsavík. — Sundmagi hefir verið á 45 au. pd. í Keflavík, enn 21 eyri á Eskifirði. — Þorskalýsi soðið hefir verið á 15 kr. tunnan í Reykjavík, enn 25 kr. í Skarðsstöð, Flatey og Berufirði. — Hákarls- lýsi á 24 kr. tunnan á Seyðisfirði, enn 34 kr. á Sauð- árkrók; annars víðast um 30 kr. Hvallýsi 18 kr. tunnan á Þingeyri, enn 29 kr. 40 au. á Sauðárkróki. Þegar kemr til útlenda varningsins er munrinn þó enn þá meiri. Þannig er rúgrinn víðast á 8 kr. 50 au. 100 pd. og á Seyðisfirði og Eskifirði á 8 kr. að eins, enn á 10 kr. á Eyrarbakka, Keflavík og Hafn- arfirði og 9 kr. 50 au. í Reykjavik; að sama skapi er mismunr á rúgmjöli á sömu stöðum. Overhead-mjöl er á 12 kr. 100 pd. á Vopnafirði, Berufirði og Skaga- strönd, enn að eins 9 kr. 50 au. á Stokkseyri og 9 kr. 60 au. í Skarðsstöð. Annars víðast á 11 kr. Bankabygg er á 14 kr. 100 pd. í Hafnarfirði, enn 11 kr. á Seyðisfirði, Stokkseyri og Skarðsstöð. Baunir á 10 kr. 50 au. í Skarðsstöð, enn á 13 kr. 50 í Reykjavík, Eyrarbakka og Bíldudal. Hveiti á 15 au. pd. á Flateyri og Eyrarbakka, í Reykjavík 16 au., enn 20 au. á Vopnafirði, Seyðisfirði, Berufirði, Borðeyri og ísafirði og 22 au. í Ólafsvík. Hrísgrjón pd. á 15 au. í Hafnarfirði, enn 12 au. á Stokkseyri. Smjör á 50 au. á Akreyri, enn á 1 kr. í Stykkishólmi, 70 au. á ísafirði og 75 au. á Vopnafirði. Kaffi á 1 kr. pd. á Eskifirði og á 1 kr. 5 au. í Skarðsstöð, enn 1 kr. 25 au. á Patreksfirði og 1 kr. 20 au. á Eyrarbakka, Ólafsvík, ísafirði og víðar. Kandís á 40 au. pd. á Eyrarbakka og víðar, víðast á 35—40 au., enn á Stokkseyri á 25 au. Hvítasykr á 35 au. pd. á Eyrar- bakka, 25 au. á Stokkseyri og 28 au. i Skarðsstöð, enn annars allsstaðar yfir 30 au. (33 au. í Reykjavík). Púðr- sykr á 24 au. í Skarðsstöð, enn á 30 au. á Eyrar- bakka, ísafirði og Sauðárkrók. Kartöflur á 8 kr. á Akranesi, Stykkishólmi, Eskifirði og víðar, enn á 11 kr. á Vopnafirði og Þingeyri og víðast á 10 kr. Salt, tnn., á 6 kr. á Borðeyri, enn á 3 kr. 75 au. á Stokkseyri og Eskifirði, á 4 kr. 75 au. í Reykjavík. Neftóbak á 1 kr. 25 au. á Stokkseyri og á 1 kr. 31 eyri í Skarðsstöð, enn á 1 kr. 63 au. á Patreksfirði, munn- tóbak á 1 kr. 65 au. á Stokkseyri, enn á 2 kr. 28 au. á Patreksfirði. Brennivín á 60 au. pt. á Stokks- eyri, enn á 1 kr. í Ólafsvík. Edik 15 au. pt. í Skarðs- stöð, enn á 1 kr. 75 au. í Raufarhöfn og Þórshöfn; annars 15—40 au. Steinolía á 15 au. pt. á Stokks- eyri og Berufirði, enn 30 au. á Bíldudal; annars víð- ast yfir 20 au. Steinkol, 100 pd., á 1 kr. 50 au. í Reykjavík, enn á 6 kr.(!) á Skagaströnd, annars víða 2 kr. til 2 kr. 50 au. Tjara á 16 kr. tunnan í Skarðsstöð, enn 41 kr. á Blönduósi. Plankar, 12 feta, á 1 kr. 60 au. á Papós, enn á 6 kr. á Húsavík (2 kr. í Reykjavík, enn 4 kr. 50 au. á Akranesi). Borð, 12 feta, tylftin á 9 kr. í Skarðsstöð, enn á 15 kr. 10 au. á Skagastrand, 12 kr. í Reykjavík Spírur, 12 feta, á 50 au. 1 Reykjavik, enn á 6 kr. í Ólafsvík(!) Kalk á 16 kr. tunnan í Hafnarfirði og á 15 kr. í Reykjavík, enn á 6 kr. í Skarðsstöð og Flatey. Sement á 15 kr. tunnan í Reykjavík, enn á 10 kr. á Eskifirði. Ljáir á 95 au. í Stykkishólmi og á Seyðisfirði, enn á 2 kr. í Ólafsvík. Af þessum samanburði má að vísu ráða, að mikill munr mun vera á vöruverði bæði á innlendum og út-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.