Fjallkonan


Fjallkonan - 20.09.1894, Side 2

Fjallkonan - 20.09.1894, Side 2
ÍBO FJALLKONAN. XI 38 lendum vörum í hinum ýmsu verzlunarstöðum lands- ins, enn auðséð er það á þessum skýrslum, að þær munu vera eitthvað óáreiðanlegar. Svo mikið má þó sjá af þeim, að verzlunin er fult svo hagkvæm lands- mönnum í sumum hinum smærri verzlunarstöðum sem í stóru kaupstöðuuum. Þannig virðist vera mjög góð verzlun í Skarðsstöð, enda er sá maðr, sem stýrir verzluninni þar, hr. Björn Sigurðsson, orðlagðr fýrir dugnað og þekkingu í verzlunarefnum. Aftr á mót er verziun fremr einokunarleg á sumum öðrum verzlunarstöðum á Yestrlaudi, og þó einna verst í Ólafsvík. Hið lága verð á útlendum vörum er auð- vitað á sumum stöðum að þakka pöntunarfélögunum t. d. á Stokkseyri og í Skarðsstöð. — í Rvík er lágt verð á útlendum vörum í samanburði við það sem gerist í flestum kaupstöðum út um landið, enn í skýrslum gætir þessa lága verðs lítið vegna þess, að sumir kaupmenn eru þar heldr dýrseldir, enn í skýrsl- unum er tekið meðalverð af vöruverðiuu, ef ekki er sama verð við aliar verzlanirnar. Fjársala. Eins og auglýst er í þessu blaði og áðr hefir verið auglýst í því, er nú stofaað til nýrrar fjárverslunar í haust við Skotland, og er það að þakka milligöngu hr. Sigfúsar Eymundssonar. Hinn skozki fjárkaupmaðr, Mr. Fr. Franz, mun nú vera fyrir norðan að kaupa þar fé, enn hr. Sigfús Eymundsson kaupir í umhoði hans hér sunnanlands, einkum í Borgarfirði og í Árnessýsiu, ef nægilega margt fé fæst þar. Fyrir norðan (í Húnavatnssýslu) býðst meira fé enn fjárkaupmaðrinu að Iíkindum getr veitt viðtöku, einkum af því að ekki er hægt að fá skip til að sækja þá viðbót í tæka tíð, og kemr þar að meini sem oftar fréttaþráðarleysið. — Vonandi er, að almenningr taki þessum nýju viðskiftamönnum sem bezt, velji vel féð handa þeim og sýni þeim alla sanngirni í viðskiftunum. Það er ekki lítils vert fyrir landið, að fjárverzlun fyrir peninga út í hönd gæti komist hér á aftr eins og hún var um nokkur ár rekin af þeim Slimon & Co. og fleirum. Hinn mikli peningaskortr hér á landi, og viðskiftavandræðin sem af honum hafa Ieitt á síðustu árum, eru eins og allir vita að mestu leyti því að kenna, að Skotar hættu að kaupa hér fé fyrir peninga. Prestaveldið á alþingi hefir fengið þarfa áminn- ingu í síðasta tölublaði Eiirkjublaðsins, þar sem dr. Grímr Thomsen ritar um kirkjufrumvörpin. í niðr- lagi greinarinnar kemst hann svo að orði: „Mér kemr svo fyrir sjónir, að klerkar vorir ættu heldr að brúka hugvit sitt til að finna ráð til að bæta trú- rækni, kirkjurækni og siðsemi í söfnuðum sínum, t. d. eins og skylda þeirra er til sporna við hneykslan- legri sambúð milli ógiftra persóna, sem um of og ó- átalið viðgengst sér í lagi í sjávarhreppunum, heldr enn mæða og tefja hvort þingið eftir annað með und- irstöðulausum og viðvaningslegum frumvörpum um tekjur kirkna og presta. Þess konar nýmæli hafa einhvern síngirndar keim, sem skeð gæti að þing og þjóð yrðu Ieið á með tímanum, og það ræki að því, að menn hér eins og á Englandi tæki kjörgengi af prestum, enn létu sór nægja að hafa biskupinn í efri deild. Þessum báðum frumvörpum ætti því, eins og Þórðr bóndi á Rauðkollsstöðum einu sinni stakk upp á um anuað frumvarp, að vísa á sinn fæðingarhrepp. Allir vita hvar hann er“. Kirkjugjaldsfrumvarpið álítr Dr. Gr. Th. óhafandi einkum af þeirri ástæðu, að gjaldið komi miklu ójafn- ara niðr á menn eftir efnahag, enn hin gömlu gjöld, og að það verði hinir efnuðu húsbændr, sem græði við breytinguna, enn fátæklingarnir verði beittir meira ójöfnuði enn áðr. Þessu er varla hægt að mótmæla, enda er mikill vandi að haga svo þessum nefskatts- álögum, að þær verði ekki enn meira af handahófi enn hin gömlu gjöld, þótt þau komi engan veginn svo jafnt niðr á efnahag manna sem æskilegt væri. Hinn eini kostr við tillöguna er sá, að gjaldið á að vera í einu lagi. Það er nú vonandi, að reynt verði að laga frumvarpið svo á næsta þingi, að gjaldið verði ekki meira ójafnaðargjald enn hin gömlu gjöld hafa verið. Að öðrum kosti er betr heima setið. Frumvarpið um breyting á lögum 12. maí 1882 um umsjón og fjárhald kirkna þykir Dr. G. Th. ekki betra, þar sem það fer fram á að söfnuðir geti tekið kirkjur af prestum og eigendum, og að prestar og eigendr eigi, þegar þeim lízt, að geta slengt kirkjum upp á söfnuðina, ef héraðsfundr og biskup samþykkir, án þess til þess þurfi samkomulag þeirra sem hiut eiga að rnáii. Um frumvarp þetta segir hann svo að síðustu: „Um það, með hverjum rétti svifta má kirkjueiganda eignarrétti sínum yfir kirkju------- skal ég ekki fullyrða. Ailir yita, að hann er bygðr á sætt, þó gömul sé, frá 1297, milli Noregskonungs og Árna biskups Þorlákssoaar, Staða-Árna, og heíir henni aldrei verið breytt, að minsta kosti ekki í þá átt, að réttindi eiganda í nokkru séu skerð. Nú virðast sumir klerkar ætla að fara lengra enn Staða- Árni, sem þó játaðist uudir það: „að þær jarðir sem leikmenn ættu hálfar eða meir (líkast til móts við kirkjurnar), þeim skyídi leikmenn halda með því- líkum kenuimannaskyldum, sem sá hefði fyrirskiiið, er gaf, enn lúka af ekki framar“. Haldi prestar eða þing fram frumvarpinu, er ekki ólíklegt að það verði dómsmál, sem hlýtr að verða umfangsmikið, þar sem 140 bændakirkjur eiga hlut að máli“. Skemtisamkoma verzlunarmanna. Það átti vel við þegar kaupmenn og verzlunarstjðrar allra hinna stærri verzlana hér í Rvík komu aér saman um, um dag- inn, að gefa þjónum sínum frí einn virkan dag, til þess að þeir gætu lyft sér upp, á einn eða annan hátt, því eins og allir vita er verzlunarstéttin einna mest bundin af öllum stéttum og á óhægasi með að lyfta sér upp; er því vonandi að áframhald verði á því, að verzlunarmenn fái, að minsta kosti, einn virkan dag á hverju sumri, sem þeir gætu notað eftir geðþótta. í þetta skifti notuðu verzlunarmenn daginn á þann hátt, að þeir komu saman, ásamt gestnm, sem þeir höfðu boðið, á Ártúni fimtudag 13. þ. m. og skemtu sér þar eftir „programi", er nefnd sú, sem kosin var til að standa fyrir skemtuninni, hafði samið. Yar byrjað með því, að flestir, sem tóku þátt í skemtuninni, gengu í fylkingu með fánum, söng og hljóðfæraslætti í broddi fylkingar, héðan úr Rvik. Þegar að Ártúni kom hrestu menn sig dálítið og var síðan byrjað á ræðuhöldum, enn söngr og homamusik á milli. Þessum minnum var mælt fyrir: Minni íslands, minni verzlunarstéttarinnar, minni kvenfólksins, minni gestanna og ótal önnur. Þá var líka sungið nýtt kvæði sem heitir „Verzlunarmannabragr“ með nýju lagi.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.