Fjallkonan - 20.09.1894, Page 3
20. Bept. 1894.
FJALLKONAN.
151
Kapphlaup ffiru fram þar á staðnum og vóru veitt verðlaun
þeim er fljótastir urðu.
Af þvi veðrið var ekki sem ákjósanlegast (dálítil rigning með
köflum) gat ekki orðið úr því, eins og tilætlazt var, að allir
snæddu úti í einum hóp, og urðu menn þvi að gera það til
skiftis inni í tjöldum.
Um kveldið, þegar veðrið fór að skána, var dansað og leikið
sér dálítið, enn samt ekki eins og hefði orðið, ef veðr hefði
leyft.
Um kveldið kl. 6*/2 var lagt af stað til Rvíkr á sama hátt
og farið var inneftir. Begar til Rvíkr kom stansaði hóprinn á
Lækjartorginu; vóru þar sungin nokkur lög og að endingu
hrópað nífalt húrra í von um að menn sæist aftr að ári undir
sömu kringumstæðnm.
Yflr höfuð fór skemtunin mjög vel fram eftir því sem um var
að gera og vóru víst flestir eða jafnvel allir ánægðir með dag-
inn, enda gerðu allir sitt til að skemtunin færi sem bezt fram,
nefndin fyrst með því að prýða staðinn, söngmenn með því að
syngja, ræðumenn með þvi að halda ræður o. s. frv.
Það er þannig rangt sem „ísafold11 gefr í skyn i seinasta blaði,
að menn hafi ekki alment skemt sér og hætta hafi orðið við
kapphlaup og leiki ásamt fleiru vegna óveðrs.
Um það hver hafi verið helzti hvatamaðr að þvi að verzlunar-
menn fengu þennan dag, ætla ég ekki að „disputera", enn ekki
var „ísafold“ ofgott að nota tækifærið til að lagða sinn elskul.
vin G. P. með lofi, sem flestir kunnugir málinu efast um að
hann hafi átt skilið.
Að endingu skal ég geta þess, af því „ísafold" minnist á það,
og munu fleatir sem tóku þátt í skemtuninni vera mér sam-
dóma um það, að einmitt af því að menn skemtu sér „upp á
gamla móðinn“ þá skemtu menn sér verulega, og væri óskandi,
að sá „gamli móður“, eins og hann var brúkaðr alment þar,
legðist seint niðr, enn að ritstj. „lsafoldar“ legði niðr „nýja móðinn“,
enn tæki hinn „gamla“ upp aftr.
Einn úr hópnum.
Leiðrétting.
Missögn nokkra eða misskilning, sem orðið kefir,
þar sem þér, hr. ritstjóri, í síðasta nr. blaðs yðar
minnizt á ummæli mín á siðasta safnaðarfundi hér í
bæ, vildi ég mælast til að þér leiðréttið.
Einn fundarmaðr hafði komizt svo að orði á fund-
inum, að Öll gjöld kœmu jafnan þyngst niðr á fá-
tækum, án nokkurrar takmörkunar á þeasum ummæl-
um. Orðið „að tiltölu“, sem þér leggið honum í
munn, má ég fullyrða að hann viðhafði þá ekki, enda
kannaðist hann síðar við, eftir að ég hafði vakið máls
á þessu, að orð sín væru ekki meint í svo víðri merk-
ingu, eins og þau hljóðuðu, og skýrði hann þau þá
nánara. Ég tók nú fram, að mér þætti réttara, að
hin nefndu ummæli, sem eigi væru rétt, svo aimennt
sem þau voru töluð, stæði eigi ómótmælt eða óleið-
rétt á fundinum, og nefndi sem dæmi þessum orðum
til leiðréttingar, að enginn gæti sagt, að niðrjöfnuð
gjöld eftir efnum og ástæðum hvíldu þyngst á fátæk-
lingum, því að þeim væri sett lágt gjald eða ekkert
og þeim efnaminnstu einmitt hjálpað með gjöldum
hinna efnaðri til sveitarþarfa. Og í annan stað, að
gjöld, sem lögð væru á tiltekna eign eða tekjustofn,
legðust ekki á þá, sem ekki ættu slíka eign, hiaa
efnaminni, og gætu því hvorki hvílt þungt eða þyngst
á þeim.
Þessar voru röksemdir mínar, sem þér segið að
engínn muni hafa skilið. Að allir fundarmenn hafi
verið svo greindarlitlir, því get ég ekki trúað.
Reykjavík, 18. sept. 1894.
EaUgr, Sveinsson.
Styrktarsjóðir ekkna og barna sjómaima hér
á landi eiga von á góðri viðbót bráðurn af þeim
20,000 krónum, sem ungr danskr maðr, Lotse að
nafni, gaf að sér látnum ekkjum og börnum íslenzkra
sjómanna. Hann gaf einnig jafnmikið fé til Færeyja.
— Hér á laudi munu slíkir sjóðir vera 3 eða 4.
Hollenskr konsnll hér á landi er orðinn W.
Christensen verzlunarstjóri hér í bænum.
Veitt prestakall. Staðr i Q-rindavík séra Brynj-
ólfi öunnarssyai. Kosning varð ólögmæt.
Heyskapr virðist hafa orðið í fuliu meðailagi víð-
ast um land. Grasvöxtr allgóðr, bæði á túnum og
engjum, enn þurkar nokkuð stopulir. Þó hefir nýt-
ing orðið allgóð víð&st.
Aíialítið er nú hér við Faxaflóa, og yfirleitt hefir
verið lítið um afla seinni part sumarsins. — Þilskipa-
afliun hefir líka orðið fremr rýr; um hann mun koma
skýrsla síðar.
Bókmentalegt hallæri má segja að nú sé hér á
landi og hafi verið síðustu árin. Mjög fátt kemr út
af bókum, sem vert sé um að tala. Bókaútgefendr
þora varla að gefa út kver, því öll bóksala gengr
stirðlega. Þá er neldr ekki við að búast, &ð blöðin
séu full og feit.
„Eldiviðinn þurfum vér að spara“, segir norskt
blað. „Vér þurfum að koma því alment á að brúka
antracit-kol, sem eru hin drýgstu kol, sem hægt er
að fá. Af þeim kemr ekkert sót, þau brenna leagi
og drjúglega. Þau eru helmingi ódýrari í reyndinni
enn venjuleg kol. Ef menn ætla að hafa góð not af
þeim, ættu menn að hafa hylki (platkoger) í eldavél-
inni. Þetta hylki er í lögun sem barðastór karlmanns-
hattr, og verðr að vera mátuiegt í hlóð&götin á elda-
vélinni, enn börðin liggja ofan á eldavélinni. Þegar
antracit-kolin loga vel, verðr hylkið eldrautt og má
hafa í því öll eldunarílát, án þess sót, reykr eða eldr
nái til. Af því að antracit-kolin Ioga svo vel og
lengi og hita svo jafnt og mikið, og af því þau gera
engin óhreinindi í eldhúsinu, eru þau hin beztu kol
sem auðið er að fá“. (— Vill ekki einhver reyna
þessi kol hér á landi?).
Opinberu auglýsingarnar. Fjallkonan hefir hætt
við að flytja ágrip af þeim af þeirri ástæðu, að
margir af kaupendunum hafa verið á móti því.
Segja þeir að ef Fjallk. flytji þessar auglýsingar
verði Isafold óvíða keypt eða íesin, enn þykir
réttara að láta hana standa óupprætta eitt árið
enn.
Næsta blað Fjallk. er óvíst nær kemr út. Getr
verið að það geti ekki komið fyr enn síðast í næstu
viku, því útgefandinn ætlar að fara að heiman bráð-
lega.