Fjallkonan


Fjallkonan - 03.01.1895, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 03.01.1895, Blaðsíða 2
2 FJALLKONAN. XII 1 og get ég sannað það nær sem vill og hitt, að ég borgaði pappírsverðið þegar verksmiðjan krafðist. Það er auðvitað eðlilegt, eftir skiluingi hr. B. K., að ómögulegt sé að hafa viðskifti við aðra öðruvísi enn að vera um leið seldr þeim eða leigðr sjálfr. Hann er að gefa í skyn, að ég hafi fengið pappír frá þeim „alvalda“, sem sjálfsagt á að vera = Zöllner; þyrfti þá ekki framar vitnanna við, að ég hlyti að vera háðr honum. Á sama hátt má álykta, að sá sem kaupir nautshúð af hr. B. K., láti sjálfan sig með húð og hári fyrir. Hr. B. K. hefir líka notað tímann, síðan hann kom i haust, til að ganga manna á milli og koma á loft ýmsum sögum um samband mitt við Z.-V., sem hann segist svo hafa nóga votta til að sanna. Jú, B. K- er aldrei í vandræðum með vottorðin, því þótt ekki takist nú æfinlega að fá þau, fyrir hleypidóma og einstrengingsskap sumra manna, þá hjálpa jafnúr- ræða góðir menn og B. K. sér jafnan einhvern veg- inn. Hr. B. K. segir, að Fjallk. hafi megnasta van. traust alþýðu vegna ritgerða sinna móti honum. Það má uærri geta, að öll þjóðin muni verða á nálum um vitsmuni blaðstjórans og þroska blaðsins, er það ræðst í þær ógöngur, að vera á öðru máli enn hr- B. K, sem auðvitað allir þekkja og allir skjálfa fýrir. Ennþá hefir reyndar enginn gert mér að- vart með uppsögnum eða áminningum út af þessu, enn það er auðvitað af því, að allir eru agndofa af ótta yfir því, hvaða afleiðingar slík ofdirfska hafi fyrir blaðið, útgefandanu sjálfan og jafnvel landið alt, það er að segja, ef hr. B. K. skyldi reiðast svo, að hann slepti alveg hendi sinni af bændunum og sauðunum, og lofaði bændum að spila á sínar eigin spýtur, án hans hjálpar. Það er eins og hr. B. K. haldi, að hann hafi aflað sér þeirrar frægðar með síðustu Bjarmalandsför sinni, að nú hljóti allra augu að horfa til hans. Enn þótt hann hafi fengið stjórnarblaðið í lið með sér, eina ráðvanda blaðið, sem ekki lætr múta sér og hefir líka að undanförnu dregið taum kaupmanna (sbr. allar lofgerðirnar sem Fischer), enn haft horn í síðu umboðsmanua pöntunarfélaganna, þá mun ekki van- þörf á, að gefa út eitt flugritið enn, og ætti þá að reyna að sannfæra almenning um: 1. að pöntunarfélögin séu í einokunarkióm nú, þeg- ar þau eru flest skuldlaus að mestu eða öllu, 2. að hérlendir kaupmenn eigi hægra með að selja fé á Englandi af skipsfjöl fyrir hæsta verð, heldr enn kaupmenn, sem þar eru búsettir og geta aíið féð og sætt færi að selja þegar verðið er iræst. Ef verzlunarreikningar og kaupmensku-áætlanir hr. B. K. eru álíka vandaðar og 50000 kr. reikningrinn, sem hann segir landsmenn hafi borgað fyrir Fjallk. frá upphafi, þá er ekki ofsögum sagt af áreiðanleik hans og samvizkusemi. Enn það er líkt með þessar 50000 kr. og þær 50000 kr., sem hr. B. K. vildi eitt sinn telja fólki trú um, að embættismaðr nokkur hefði sólundað fyrir aimenningi, enn enginn ann- ar varð þess var fyr né síðar. Hvortveggja er reykr til að blása í augu almennings. Menn hafa verið sjálfráðir að kaupa blaðið og segja sig úr því; ég hefi lagt fram kostnaðinn sjálfr og ekki haldið fundi út um landið til að ginna menn til að kaupa blaðið, svo hér er óliku saman að jafna eða fjár- glæfra-fyrirtækjum B. K. — Hann mun þó líkl. ekki vilja segja, að kaupendr Fjallk. hafi ekki fengið neitt í aðra hönd, þvi þá viðrkennir hann að hinar mörgu ritgerðir hans sjálfs í blaðinu hafi verið einkisvirði og skal ég þá gjarna vera á sama máli um þær. Hr. B. K. segist geta skoðað það sem Fjallk. sagði í sumar marklaust, af því hana vanti tiltrú. Hvers- vegna skoðaði hann það ekki þegar í byrjun svo? og hversvegna hefir hann síðan bæði sent mann heim til mín til að fá minn fund og komið heim til mín sjálfr og viljað láta svo lítið að tala við mig og jafnvel sættast við mig, ef hann álítr orð mín svo þýðingarlaus sem hann lætr? Hr. B. K. segist aldrei hafa verið leigugripr ann- ara. Ég skal ekki deila við hann um það, hvort hann er leigðr spaði í höndum annara til að kasta sauri á ýmsa, sem þeir þykjast eiga í höggi við og treysta sér ekki til við, eða hann leigir sjálfr fleyt- una, sem hann hefir notað síðustu tíma. Enn gott þykir mér að sjá hann skrifa greinar sínar með fuliu nafni undir, reiðubúinn að ábyrgjast þær sjálfr og borga fyrir þær ef þarf. Svo einurðargóðr og dreng- lyndr hefir hann þó ekki ætíð verið. Yald. Ásmundarson. Páls-postilla. Húslestrabók. Helgidagaprédikanir. Höf. Páll Sig- urðsson. Reykjavík 1894. VI+312 bls. 8. Þessarar bókar hefir áðr verið minzt lítið eitt í þessu blaði, meðan verið var að prenta hana. Síðan hún kom út, hefir hennar verið getið bæði í Kbl. og Þjóðólfi og lúka bæði þessi blöð lofsorði á bókina. Kbl. rekr þar að vísu inn ýmsa varnagla eða sigr- nagla, enn Þjóðólfr talar afdráttarlaust. Það er gleðiiegt tímans tákn, að þessi bók er komin út, sérstaklega er það gleðiefni Fjallk., að bókinni er fagnað vel meðal almennings, því með því er sýnt og sannað, að skoðanir þær á kirkju og kristindómi, sem Fjallk. hefir flutt og fengið ámæli fyrir hjá sumum prestum, eru orð í tíma töluð og samkvæmar kirkjulegri framför þjóðarinnar. Því Fjallk. hefir aldrei flutt neinar skoðanir sem sínar, er ekki sé í fullu samræmi við hinar frjáls- legu keuningar 1 þessari bók, og aldrei farið feti framar enn höf. gerir. — Höfuudr gengr einarðlega fram gegn bókstafatrúnni, enn tekr kærleikanu fram yfir alt. Hann segir t. d. í prédikun á 3. sd. í að- veutu: „Þegar þú gefr barni þíuu bíblíuna, hver orð ætiarðu þá að láta fylgja gjöfinni? Ætlarðu að segja sem svo: „Hér hefir þú, barn mitt, bók sem er svo algert guðsverk, að hvert orð og hver stafr í henni er svo gott sem af himnurn fallinu og þess vegna fullkominn sannieikr. Það er guðsorð, ritað guðs fingri, alt jafn heilagt og áríðandi, og skaltu því lesa þessa bók þannig, að þú beygir skynsemi þína og samvizku undir hlýðni trúarinnar; þú skalt lesa, hvort sem þú skilr eða skilr ekki, alt án efa- semi og án prófs, og álíta að engir mannlegir ófuli- komleikar hafi komizt þar að“. — Þannig hafa víst margir foreldrar talað við börn sín og það af hjart-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.