Fjallkonan


Fjallkonan - 03.01.1895, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 03.01.1895, Blaðsíða 3
3. jan. 1895. FJALLKONAN. 3 ans einlægni. Eða ætlarðu heldr að haga orðum á annan veg, og segja við barn þitt: „Hér hefir þú bók, sem eftir andanum og að höfuðefninu til er inn- blásin af guði, enn það er svo að skilja, að höfuðefni hennar var ritað með leiðbeinandi fulltingi heilags anda. Enn satt þér að segja, þá er bókin rituð af mönnum, og var enginn af þeim alger að fullkomnun, svo að jafnvel einn hinn ágætasti af þessum mönn- um sagði um sjálfan sig, að þekking sín væri í brot- uin, að hann sæi hlutina eins og „gegnum gler og í ráðgátu“; það er því mannaverk á bókinni, og ber á því ekki óvíða, að það er háð sama náttúrulögmáli sem önnur mannaverk. Fyrir því skaltu, barn mitt, lesa bókina með athygli; þú skalt, eftir ráði bókar- innar sjálfrar, ekki trúa í blindni heldr — „reyna og prófa alla hluti“. Þú skalt nota skynsemi þína og samvizku sem bezt má verða, og alls ekki gera þér í grun, að bókiu sé ætluð til að drotna með ofrvaldi yfir sál þinni og samvizku. Þú skalt ekki breyta eftir öðru enn því sem er eftirbreytnisvert og ekki trúa öðru enn því sem er skynsamlegt. Sál sjálfs þín, skaltu vita, er meira verð heldr enn bók þessi, því ekki er sálin sköpuð vegna ritningarinnar, heldr er ritningin til orðin vegna mannlegrar sálar“. — Ég veit nú ekki hverju aðrir kunna að svara upp á .þessa tvöföldu spurningu, enn fyrir mig verð ég að segja, að ég hallast eindregið að hinni síðari skoðun“.---------- Enn það sem er mest vert er það, að Kbl., málsvari ísl. kirkjunnar, tekr bókinni svo vel. Þar af sést, að vér stöndum nú á kirkjulegum tímamótum. Fjallk. getr því um sinn lagt niðr pennann í trúarmálum og leyft Kbl. og bók séra Páls að tala til fólksins. Prédikanir séra Páls tala bæði til skynseminnar og tilfinninganna. Vér höfum áðr átt góðar postillur fyrir sinn tíma, enn Páls-postilla er bezt löguð fyrir vorn tíma. Samtök útvegsbænda. Herra ritstjóri! f 50. tölublaði „Fjallk.“ hafið þér auglýst þau samtök útvegsbænda við sunnanverðan Faxaflóa, að þeir ætli sér ekki að borga_ útgerðar- mönnum sínum hærra kaup á næstkomandi vetrar- vertíð enn 8 aura fyrir hvern þorsk 18 þumlunga langan. Þetta er ekki rétt hermt; á fundinum, sem haldinn var, var ákveðið að borga 10 aura fyrir hvern 18 þumlunga þorsk, er í hiut fengist. Ég skal einnig geta þess, að fundargerð sú, sem hér ræðir um, er enn ekki orðin að bindandi samþykt, þótt svo kunni að fara, að hún verði það, og mun þá samþyktin verða auglýst í blöðuuum. Kálfatjörn 24. des. 1894. Arni Þorsteinsson. Lausavísur. Ekkert land mun auðugra af alþýðukveðskap enn ísland. Kímnaöldin er nú að mestu undir lok liðia, og skal ég ekkert um það segja, hvort það fer betr eða ver. Enn svo mikið er víst, að alþýðukveðskap hefir ekki farið fram hér á landi á síðari hlut þess- arar aldar, því þessi nýmóðins kveðskapr er ekki betri enn hin eldri kvæði. Það sem er sérstaklega íslenzkt er meir og meir að hverfa, og kemr nú helzt fram í einstaka lausavísu. Það er auðvitað, að margt af hinum eldra kveðskap hefir líka lítið skáld- legt gildi, enn af því menn orktu um alt sem nöfnum tjáði af nefna, alla viðburði, siðu, aidarhátt o. s. frv., þá hefir þessi eldri kveðskapr talsvert sögulegt (og menningarsögulegt) gildi, og ætti því að safna honum t. d. á Landsbókasafnið. Enn það er einkum eitt í alþýðukveðskap, sem vert er að halda á lofti og það eru ýmsar lausavísur gamlar og nýjar. í þeiin feist oft góðr kjarni. Mér hefir því komið til hugar, að biðja þá menn út um land, sem kunna laglegar og fyndnar lausavísur, hvers efnis sem eru, hvort heldr gainiar eða nýjar, að skrifa þær upp og seuda mér. Höfundanöfn æíti að geta um, ef þau eru kunn, og ef sögur fyigja vísunum verðr að skrifa þær líka. Þessar vísur mundu þá síðar verða gefnar út í sérstöku riti, eða ef til vill yrði eitthvað af þsim prentað í Fjallk. (með smáletri) undir fyrirsögn „Aiþýðukveðskapr11. Vald. Asmundarson. Eftinnæli. f Erlendr Gottskálksson andaðist 19. júním. síðast liðinn, að Ási í Kelduhverfi. Paðir hans, Gottskálk hreppstjðri Pálsson Sigurðssonar, bjó lengi í Nýjabæ og Fjöllum í Kelduhverfi. Um ætt hans verðr eigi meira sagt. Enn kona Gottskálks var Guð- laug dðttir Þorkels hreppstjðra Þorkelssonar í Nýjabæ. Kona Þorkels var Salvör Halldórsdóttir, Halldðrssonar bónda á Ásmund- arstöðum á Sléttu, Bjaruasonar prests í Garði (d. 1658) Gísla- sonar. Erlendr var íæddr í Nýjabæ 24. júlím. 1818. Var honum kom- ið í fóstr, því foreldrar hans áttu fjölda barna er upp komust. Meðal þeirra voru 'þeir Magnús trésmiðr, faðir Sveins heitins Víkings á Húsavík, og Ólafr bóndi faðir Ólafs, sem eitt sinn bjó á Espibðli, nú í Ámeríku. Ólst Erlendr upp á ýmsum stöð- um í Hverfinu og átti lítinn ko3t mentunar. Voríð 1847 fór hann inn í Grenjaðarstað, og kyntist þar fyrri konu sinni, jóm- frú Sigríði Finnbogadóttur Finnbogasonar, fósturdóttur séra Jóns heitins Jónssonar, og ári síðar (1848) gekk hann að eiga hana. Tveim árum síðar komu þau norðr hingað í Hverfið, og byrj- uðu búskap í Austrgörðum næsta ár. Þar bjuggu þau í 11 ár, og fóru þaðan að Garði vorið 1863 og bjuggu þar síðan unz Sig- ríðr sál. dó 9. marzm. 1873. Höfðu þau átt saman 14 börn, dóu 6 þeirra ung, enn 8 lifa, 3 synir hér á landi, og 3 synir og 2 dætur í Ameríku. Hinn 13. júuím. 1874 giftist Erleudr i annað sinn jómfrú Þorbjörgu Guðmundsdóttir frá Grásíðu. Varð þeim auðið fjögra barna, dóu 2 í æsku, enn 2 lifa. — Frá Garðifluttu þau hjónin búferl- vorið 1885, og hafði Erlendr búið þar í 22 ár, og altaf komizt vel af með alla sína fjölskyldu, enda var hann hygginn mjög í búskap, sem öðru, heimili hans þð í þjóðbraut, og hann hinn greiðugasti, og konur hans honum mjög samhentar í þvi. Frá Garði fóru þau hjónin að Sultuiu, og þaðan árið eftir að Ási; bjuggu þar síðan í 8 ár unz Erlendr sál andaðist 19. júním., tæpra 76 ára gamail, eftir nær 5 vikna þunga sjúkdómslegu. Að ytra áliti var Erlendr heitinu fríðr sýnum og hinn höfð- inglegasti, og atgervismaðr um alt. Gáfumaðr var hann mikiii, og allra manna skemtilegastr, svo því mun lengi við brugðið af þeim, er honum kyntust. Skilningrinn ljós og skarpr, og fjöl- hæfni gáfnanna mikil, svo nær var sama um hvað talað var; fyndnin og fjörið nær óvíðráðanlegt. Skáldmæltr var hann einkennilega og hafði sjálfstæðan smekk fyrir því; mun sú gáfa jafnvel hafa verið ríkust hjá honum, ef ástæður hefðu leyft honum að gefa sig við því. Orkti hann tals- vert, enn fátt eitt er prentað af því; nokkur erfiljóð í Norðan- fara á erfiljóðaöldinni miklu. Væru þð ljóð hans vel þess verð að prentuð væru, miklu fremr enn sumt, það, sem sést á prenti. — í lögum og réttargangi var hann vel heima, og leituðu menn

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.