Fjallkonan


Fjallkonan - 01.02.1895, Qupperneq 1

Fjallkonan - 01.02.1895, Qupperneq 1
Kemr út nm mi8Ja yikn. Arg. 8 kr. (erlendis 4 kr.). Anglýeingarmjög ödýrar. Ö-Jalddagi 15, Júli Cpp- eögn Bkrifleg (yrir l.okt. Afgr.: ÞingholtBPtr. 18. FJALLKONAN. XII, 8. Reykjavík, 1. febrúar. 1898. H. CHR. HANSEN stórkaupmaðr (Rörholmsgade 8) í Kaupmannahöfn, byrjaði íslenzka umboðsverzlun 1882, tekr að sér innkaup í vörum fyrir ísland, selr einnig íslenzkar vörur í Kaupmannahöfn og Leith. Kaupir íslenzk frímerki fyrir hæsta verð. Útlendar fréttir. Khöfn 14. jan. Austrálfustríðid. í seinasta fréttabréfi var þess getið, að Japansmenn væru á leiðinni til Port Arthur, sterkasta hervígis Kínverja. Port Arthur liggr á nesi, norðanvert við mynnið á Petschili-flóanum. Menn töldu kastala þenna óvinnandi, ef rétt væri að farið. Um miðjan nóv. tóku Japansmenn tvo kast- ala í grend við Port Arthur, enn 20. nóv. árla dags stóð aðal-hríðin um Port Arthur. Eftir 18 tíma skothríð gafst kastalinn upp fyrir Japansmönnum. Japansmenn höfðu 15 þús. manna, enn Kínverjar 13 þús. Yfirforingjar Japansmanna við Port Arthur heita Oyama og Ito ráðherraforingi, og þykja þeir hafa sýnt frábæra herkænsku í stjórn hersins. Það er mælt, að Japansmenn hafi þegar þeir komu inn í kast- alann fundið lík af japönskum bandingjum, er Kín- verjar höfðu misþyrmt á hroðalegan hátt, og hafi þeir þá látið taka nokkra kínverska hermenn og skotið þá til þess að skjóta þeim skelk í bringu. Aðrir segja, að hvorirtveggju, bæði Kínverjar og Jap- ansmenn, hafi beitt hinni mestu grimd, og hvorugir þurfi því að ásaka hina. Síðan hefir þeim lent saman á ýmsum stöðum og hefir Kínverjum hvarvetna veitt miðr. 19. des. vann Yamagata hershöfðingi allmik- inn sigr á Kíuverjum norðr í Mantsjúrí. Ætla menn nú að hlé verði á stríðinu í vetr sökum kulda. Japanskeisari sendi hernum kveðju sína og þakkaði honum fyrir hreystiverkin, enn bað liðsmenn sína að ganga ekki fram af sér í vetr, til þess að þeir gætu tekið til starfa af nýju í vor með óskertum kröftum. Engin launung er Japansmönnum á því, að þeir vilja sækja Kínverjann lieim í Peking og sýna honum í tvo heimana. Kínverjar þykja hafa sýnt ódugnað mikinn í stríði þessu. Það er hvorttveggja, að þeir hafa verið deigir til framgöngu, enda hafa vopn þeirra reynzt illa. Hershöfðingjar þeirra hafa að miklu leyti sök á því. Þeir annast um kaup á skotvopnum, og segja menn að þeir hugsi eigi um annað enn að græða sem mest sjálfir, og kaupi þannig gömul og úrelt vopn, sem sé harðla léleg í saman- burði við vopn Japansmanna, sem eru algerlega sniðin eftir nýjustu vopnum Norðrálfuþjóða. Ýmsir af hershöfðingjum Kínverja hafa verið Iíflátnir sökum svika og ódugnaðar. Þegar eftir orustuna við Port- Arthur sneru Kínverjar sér til stórvelda Norðrálf- unnar og Bandaríkjanna til þess að fá þessar þjóðir til þess að koma á friðarsamningum á milli þeirra og Jspansmanna, enn menn daufheyrðust í fyrstu. Nú hafa Kínverjar sent umboðsmeDn sína til Japans í friðarbænum, og ætla menn að aðrar stórþjóðir muni stuðla að því að friðr komist á. Enn enginn efi er áþví, að friðarkostirnir verði harðir fyrir Kínverja Blóðbaðið í Armeníu. í des. gerðist þessi atburðr Orsökin til þess var sú, að menn í fylki einu neit- uðu að borga skatta til Tyrklands. Söfnuðust þeir saman, enn herlið var látið skjóta á þá. Vóru menn myrtir svo þúsundum skifti. Kvenfólkið var svívirt og drepið svo. Á einum stað hsfði allmikill flokkr af kvenfólki sezt að á hamri einum, er karlmenn allir vóru drepnir. Tyrkneskir hermenn komu þar að, og þóttust þar sjá, að eigi mundi verða neitt til varnar. Þá gekk kona ein fram, talaði til hinna kvennanna og skoraði á þær að fylgja dæmi sínu til þess að frelsa trú þeirra og sóma. Að því búnu steypti hún sér fram af hamrinum. Hinar, sem margar báru börn sín með sér, fylgdu dæmi hennar. Létu flestar þar líf sitt, enn þær seinustu lentu í líkahrúgunni og varð eigi meint. — Aðferðir þessar hjá Tyrkjum hafa vakið megna gremju hjá öllum siðuðum þjóðum. Eftir tilhlutun ensku stjórnarinnar er Tyrkjastjórn nú að rannsaka málið. Á 85. fæðingardegi Gladstones, á millijóla og ný- árs, komu armenskir fulltrúar frá París og Lundún- um til þess að tjá honum vandræði bræðra sinna. Gladstone kvaðst mjög verða að lasta slikt athæfi og kvaðst ætíð mundu styrkja verk mannúðarinnar. Sagt er að Tyrkjasoldán hafi orðið hræddr um að á- fellingardómr Gladstones á aðgerðum Tyrkja mundi ef til vill hafa víðtæka þýðingu fyrir Tyrkjastjórn, og hafi því sent áskorun til stjórnar Englendinga og mælzt til þess að hún bannaði Gladstone að skifta sér nokkuð af því máli. Enn Bretastjórn hafi svarað, að hún hvorki vildi né gæti lagt nein höft á Glad- stone. Þykir þessi atburðr meðal annars benda á það, hve stórkostlegt álit allar þjóðir hafa á tillög- um Gladstones og þýðingu þeirra, þótt hann sé nú valdalaus maðr. Rússland. Nú er Nikulás H. seztr að völdum, og ætla menn að stjórn hans verði mildari og mannúð- legri enn föður hans. Það er ýmislegt, sem bendir á það, að hann að ýmsu leyti vilji reyna að víkja frá harðstjórnarstefnu undanfarinna ára. Nikulás keis- ari annar hefir ferðazt víða, og að líkindum kynt sér stjórnarfar annara Norðrlandaþjóða. Einkum er sagt að hann hafi miklar mætur á Englendingum.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.