Fjallkonan


Fjallkonan - 01.02.1895, Page 3

Fjallkonan - 01.02.1895, Page 3
1. febr. 1895. FJALLKONAN. 19 Bismark mundi um ainni ná. í kanslaravöldin. Keis- ari hefir sent honum nýlega gjafir og nýi kanzlar- inn Hohenlohe gamii hefir nýlega heimsótt hann. Danmörli. Fjárlaganefndin hefir lokið við nefud- arálitið. Hægrimenn og Böjsensliðar fylgjast að mál- um í flestu. Á jólaföstunni fór þingið að endrskoða kjördæmalögin. Samkvæmt stjórnarskránni á eitt kjördæmi að vera fyrir hver 1800 kjósenda. Það eru mörg ár síðan seinasta endrskoðun fór fram, og kjósendum hefir fjölgað afarmikið síðan, einkum í bæjunum, og þá fyrst og fremst í Kaupmannahöfn. Enn þegar til kjördæmaskiftanna kom varð það úr, að kjördæmunum var einkum fjölgað á landinu, að- eins bætt fáum við í Kaupmannahöfn. Miðlunar- mennirnir klöppuðu lof í lófa, þvi í sveitinni er allr þeirra styrkr, hjá hinum efnaðri bændum eða akra- körlum. Vinstrimenn og jafnaðarmenn mótmæltu í mesta máta. Kváðu það ólög og stjórnarskrárrof, ef Kaupmannahöfn fengi eigi tiltölulega jafmnörg kjördæmi sem sveitirnar. Kaupmannahöfn væri höf- uðstaðr landsins, höfuðból vísinda og lista og allrar mentunar. Hægri menn játuðu reyndar að þetta væri hart, enn fyrst um sinn kváðu þeir eigi unt að breyta þessu frekar; hversvegna, gátu þeir ekki um. Að líkindum hafa þeir séð sér hag í því. Svo stendr á að stærstu kjördæmin í Kaupmannahöfn eru í höndum hægrimanna, og það verða náttúrlega þau kjördæmi sem fyrst verðr skift. Þannig fá hægri menn fleiri menn inn á þiug, enn vinstrimenn eigi. Allmargir úr bæjarstjórninni stefndu til almenns borg- arafundar um þetta mál og sendu áskorun til þings- ins um að láta Kaupmannahöfn fá eins mörg kjör- dæmi eins og ákveðið væri í stjórnarskránni. Það kom að engu. Hægrimenn og miðlunarmenn fylgdust að málum og fengu vilja sínum framgengt. Þá sagði Högsbro gamli, sem um mörg ár hefir verið forseti neðri deildar, af sér forsetastörfum. Kvaðst hann eigi vilja gegna þeim störfum, er þingið fremdi stjórn- arskrárbrot. Hið sama gjörðu varaforsetarnir, sem einnig eru vinstrimenn. Varð miðlunarmaðrinn Ras- mus Claussen þá forseti neðri deildar, W. Scharling háskólakennari og hægrimaðr 1. varaforseti, 2. vara- forseti varð miðlunarmaðrinn Klavs Bentsen. Þannig skipa þeir nú hægri- og miðlunarmenn í fyrsta skifti um laiigan aldr öll embætti neðri deildar. — Hermann Trier gerði fyrir nokkru fyrirspurnir til hermála- ráðgjafans Thomseus um það, hvernig á því stæði, að Bahnson fyrverandi ráðgjafi hefði verið skipaðr yfir- herforingi landhersins. Bahnson hefði áðr enn hann komst í ráðaneytið verið í lægri stöðu, enn ólöglegt væri, að veita manni, sem um svo langan tíma hefði eigi tekið þátt í herþjónustu, hærri stöðu. Thomsen taldi það lögiegt. Meiri hluti þingdeildarmanna var á því, að hér væru brotin lög. Annarstaðar er það siðr, að ráðgjafar leggja niðr völdin, er atkvæði falla svona, enn hér er slíkt komið úr móð fyrir löngu, og sitr því Thomsen eftir sem áðr. Frétt eftir aö pöstskip fór frá Khöfn: Forseti Frakklands, Casimir Perier, hefir lagt niðr völdin, og er það einkum kent áhrifum sósíal- ista. Næstr að verða forseti í hans stað er talinn Waldeck-Rosseau. Fiskisamþyktir. Síðan 1885 hafa fiskisamþyktir verið í gildi við sunnanverðan Faxaflóa, sem hafa ýmsum breytingum tekið, enn sú sem nú er í gildi er þannig, að hún bannar að leggja þorskanet fyr enn 1. apríl ár hvert og bannar að brúka lóðir frá nýári til 11. maí. Orsakirnar til, að þessar samþyktir hafa verið gerðar, muuu hafa verið þær, að menn hafa verið hræddir við, að lóðir og þorskanet hindri fiskigöng- una, þar sem reynslan hefir sýnt, að fiskr hefir verið tregari til að ganga á grunnmið í seinni tíð enn áðr fyrri; svo vóru menn svo óhygnir, að hnýsast ekkert eftir breytni Norðmanna í þessu efni, eða anuara fiskiþjóða, heldr fálmuðu alveg í blindni með þessar samþyktir. Enn þar sem reynslan hefir sýnt, að sam- þyktir þessar hafa engin áhrif haft á fiskigönguna, enn þar á móti hindrað menn frá að afla sér fiskjar, þá er næsta hlægilegt, ef Reykvíkingar og Gullbringu- sýslubúar láta þær hér eftir verða sér til stórtjóns í þeirra aðalatvinnuvegi, fiskveiðunum. Hefðu menn leitað fyrir sér hjá öðrum fiskiþjóðum, t. d. Norðmönnnm, um þetta efni, áðr enn þessar samþyktir vóru gerðar, og farið að dæmi þeirra, þá mundu þær aldrei hafa komizt á, því fyrir rúmum 100 árum vóru Norðmenn í alveg sömu villu að tak- marka fiskveiðarnar eins og við erum nú; þá sömdu þeir fiskveiðasamþyktir hverja eftir aðra, enn er þeir sáu, að þær komu að engum notum, heldr gerðu skaða, þá hurfu þeir frá þeim aftr, og síðan 1816 hefir hverjum sjómanni við Lófótina verið með lögum leyft að brúka hvert það veiðarfæri sem hann vill. Frá þeim tíma, sem Norðmenn fyrst fóru að brúka fiski- veiðasamþyktir og það fram á yfirstandandi tíma hafa þeir haft menn, sem eingöngu hafa lagt fyrir sig að rannsaka fiskigöngurnar, og hvert eitt eða annað veiðarfæri væri til spillis fiskigöngunni, enn ályktun fiskifræðinganna þar hefir ætíð verið sú, að ekkert sérstakt veiðarfæri spiiti fiskigönguuni, og eftir þeirra reynslu höguðu fiskigöngurnar sér ein- göngu eftir straumum og hlýindum í sjónum, og að engum manni sé mögulegt að reikna út fiskigönguaa fyrirfram. Síðan Norðmenn hættu við fiskveiðasamþyktirnar, hefir fiskveiðum þeirra mjög fleygt fram; þeir hafa komið upp stórum þilskipastól, og þeir sem á opnum bátum hafa verið hafa því nær eingöngu brúkað þorskanet og lóðir, enn handfæra afli þeirra hefir á Seinni árum því nær gengið til þurðar. Norðmenn eru okkar stærstu keppinautar með fiskverðið erlendis, því að þeir framleiða árlega meiri og meiri afla, og er leiðinlegt að sjá bátaútveg okkar standa í stað eða rýrna, þegar öðrum þjóðum fleygir fram í að framleiða sem mestan og beztan afla. Enn sem betr fer, þarf ekki að segja þetta um alla íslendiuga, því bæði Vestfirðingum og Austtirðingum ferst alt öðru vísi enn okkr Faxaflóamönnum. Á Seyðisfirði var reyndar búiu til fiskveiðasamþykt 1879, enn vonum bráðar var hún brotin og þeir fóru með hana eins og sagan segir, að okrarinn hafi farið með samvizk-

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.