Fjallkonan


Fjallkonan - 01.02.1895, Side 4

Fjallkonan - 01.02.1895, Side 4
20 FJALLKONAN. xn 5 una, n. 1. stungu henni í vasann og tóku hana ekki þaðan aftr. Á seinni árum hefir fiskveiðum Austfirðinga og Yestfirðinga farið mjög fram, enda eru fiskveiðar þar stundaðar með miklum dugnaði og atorku þeim til sóma. Þar á móti hefir fiskveiðum hér við Faxaflóa á seinni árum farið aftr, síðan sjómenn fóru að lifa undir ákvæðum samþyktanna, því þeir hafa verið neyddir til að leggjast í nokkurs konar dvala um langan tíma, sem eðlilegt er, þar sem þeira hefir nú nm nokkur ár verið algerlega bannað að brúka önnur veiðarfæri enn handfæri langan tíma árs. Þegar menn þannig sjá, að þeir eru með lögum neyddir til að leggja árar í bát, þá er hætt við að eyrai eftir af sama aðgerðarleysinu, þegar bannið er á enda. Eins og nú stendr á, að víðast í kringum landið er og hefir verið ágætis afli, enn hér alveg aflalaust, þá er leiðinlegt að þurfa að játa, að aflaleysi það sem hér á sér stað sé ef til vill mönnum að kenna. Hér hefir enginn mátt brúka lóðir eða þorskanet síðan á nýári, og eru mikil likindi til, að ef lóðir hefðu verið brúkaðar, hefði þó aflazt nokkuð, enn menn eru iöglega afsakaðir að leita fyrir sér, þegar þeir ekki mega brúka þau veiðarfæri, sem þeir helzt hafa von um að afla á, enda hefir enginn maðr úr Keykjavík eða af Seltjarnarnarnesi reynt að róa til fiskjar síðan löngu fyrir jól, af því þeir hafa ekki álitið til neins að reyna það með handfærum. Fyr var sú skoðun ríkjandi, að þeir sem lítils vóru megnugir leituðust við að hindra dugnaðarmennina, því þeir vildu að allir yrðu jafn aumir, enn nú eru menn farnir að játa, að hagr mannfélagsins byggist á efnamönnunum og dugnaðarmönnunum, og að þeir smærri njóti þeirra stærri að mörgu leyti. Því er mikil ástæða til, að menn hér eftir vilji breyta sam- þykt vorri svo, að þeir sem vilja hafa á að bjarga sér séu ekki hindraðir frá því með lögum og gerðir að ónytjungum, eins og nú á sér stað. Ég vona, að Gullbringusýslubúar og Rcykvík- ingar láti ekki þá skömm eftir sig liggja, að búa lengr í blindni undir þeirri fiskveiðasamþykt, sem þeir nú verða að sæta, heldr geri fiskveiðarnar alveg frjálsar eins og þær áðr vóru. Þeir hafa nóga skömm og skaða af því, þótt þeir ekki lengr geri sig þannig að athlægi. Nesi, 24. janúar 1895. Ouðmundr Einarsson. Póstskipið ,Laura‘ kom í gær og með henni all- margir farþegar, flest verzlunarmenn. Yernd Dana og botnvörpuveiðararnir. Ráða- neytið hefir farið fram á, að fjárlaganefnd ríkisþings- ins ætlaði um 90 þús. krónur til að bæta varnar- skipi við strendr íslands, enn nefndin sinti því ekki, og haldið er að ríkisþingið muni ekki sinna því. Síldaralii góðr hefir verið á Austfjörðum í vetr, einkum Reyðarfirði og Eskifirði. Á Eskifirði lágu í desember 5 gufuskip í einu og fengu öll fulla hleðslu af sild. Fiskilaust er enn við allan Faxaflóa. Tíðarfar er alt af óstöðugt mjög. Nú sem stendr eru hlákur og mun hafa tekið upp snjó í sveitunum. Enn að undanförnu hafa verið frost mikil, 12—14° C. íshúsið hér í bænum er nú fullgert fyrir nokkru og hefir verið fluttr í það ís af Tjörninni. ísinn reynist góðr, og betri enn ísinn í Elliðaánum, sem hafðr er í íshús Thomsens kaupmanns þar við árnar. Enn því miðr er lítið til að geyma í íshúsi þessu enn sem komið er; vonandi að úr því rætist áðr langt líðr. Baðfélag er stofnað hér í bænum með hlutabréf- um og ætlar að koma böðum á fót í prentsmiðju- húsiuu gamla í Aðalstræti. Það verða venjuleg böð, heit og köld, steypiböð, rússnesk böð o. s. frv. Þetta er þarft fyrirtæki og vonandi að það þrífist vel. Ábyrgðarfélag þilskipa er nú komið á fót hér fyrir milligöngu Tr. Gunuarssonar bankastjóra. Eru gengnir í það allir þilskipaeigendr í Reykjavik og á Seltjarnarnesi, nema Eyþór Felixsson, sem hefir skip sín í ábyrgð erlendis, og Geir Zoéga, sem að sögn hefir verið tregari að ganga í íélagið fyrir þá sök, að skip hans munu vera betr útbúin enn flest hin skipin. Ljósmyndir s_ '-TD O- febrúar byrja ég að taka myndir. — d Allr frágangr eftir nýjustu tízku. £ an Verð lægra enn annarstaðar á 'O íslandi. ET Reykjavík 31. janúar 1895. Aug. Guðmundsson. jipuÁiusofi Kvennablaðið. Hér með læt ég hina háttvirtu áskrifendr að Kvennablaðinu vita, að vegna þess að ekkert boðsbréf er enn þá komið aftr af Austr- landi og mjög fá af Norðrlandi, hefi ég afráðið að fresta útkomu fyrsta blaðsins þar til um miðjan febrúar. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. í verzlun Magnúsar Einarssonar úrsmiðs á Vestdalseyri yið Seyðisfjörð fást ágæt vasaúr og margs konar vandaðar vörnr með mjög góðu verði. FJALLKONAN i895 Nýir kaupendr Fjallk. 1895 geta fengið í kaupbæti: Árganginn 1894, 1893 eða 1892, meðan upplagið hrökkr. Sögusafn Fjallk. I. Ef til vill eitthvað meira. Þeir sem útvega 5 nýja kaup- endr geta fengið Fjallk. 1890—94, þ. e. 5 árganga, ékeypis ásamt fylgiritum, sögusafni o. fl. Til 7. febr.-mánaðar sel ég skófatnað af öllum tegundum með svo lágu verði að slíkt gjafvcrð hefir aldrei heyrzt fyr né síðar. Rafn Sigurðsson. Eyrbyggja saga, útg. Þorleifs Jónssonar, óskast keypt, Ritstjóri visar á. Útgefandi: Tald. Ásmundarson. Félagsprentsmiíjan.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.