Fjallkonan - 12.02.1895, Side 1
Xemr flt um miðja viku.
Árg 8 kr. (erlendis 4 kr.).
Auglýsingar mjög ödýrar.
Gjalddagi 15. júli Dpp-
sögn skriileg fyrir l.okt.
Afgr.: Þingholtsstr. 18.
FJALLKONAN.
XII, 7. Reykjavík, 12. febrúar. 1898.
H. CHR. HANSEN
stórkaupmaðr
(Rörholmsgade S) í Kaupmannahöfn,
byrjaði íslenzka umboðsverzlun 1882,
tekr að sér innkaup á vörum fyrir
ísland, selr einnig íslenzkar vörur í
Kaupmannahöfn og Leith. Kaupir
íslenzk frímerki fyrir hœsta verð.
Nokkur skilyrði fyrir framför landbúnaðarins.
Bftir S.
I.
Enginn efi er á því, að landbúnaðrinn gæti tekið
allmiklum framförum, ef almennr áliugi yrði vakinn
til þess, því langt er frá að hann sé kominn á sitt
fullkomnunarstig, meðan hann stendr miklu lægra í
ýrasum greinum enn á fyrstu öldum eftir bygging
landsins; og er þó alllíklegt, að hann hefði getað verið
töluvert betri þá enn hann var, hefði næg þekking
verið samfara atorku og dugnaði „gömlu íslendinga“.
Vitanlega hefir landið verið allvíða miklu blómlegra
og grösugra eftir margra alda hvíld, heldr enn það
er nú, þar sem búið er að naga það og nauðskafa
yfir 1000 ár. Nú eru víða ægilegir eyðisandar og
öræfi, eldhrauna flákar og vötn, þar sem áðr vóru
fögur og grösug engi og skógar, og síðan breiðar bygðir
og kostagóð héruð. Enn það eru allvíða líka saman-
gengin, ógirt og ómannlega umhirt tún, engjar,
hundraðsinnum og þúsundsinnum slegnar af mönnum
og nagaðar og troðnar af skepnum án þess, að fá
nokkura góðgerð eða endrgjald fyrir afrakstrinn, ó.
ræktað og líttnýtt land, sem búið er að pína til þraut-
ar öld eftir öld. Því miðr er mikið til af landi í
þessu rotna ástandi, þó heiðarlegar undantekningar
eigi sér víða stað. Það er víst, að í allmörgum hrepp-
um og héruðum hafa nokkurar framfarir orðið á síð-
ustu árum í landbúnaði, jarðabótum, fjárhirðingu, húsa-
yggingum o. s. frv., enn hinu verðr ekki neitað,
að það eru víða að eins fáir, einstakir menn, sem
hafa sýnt og sýna lofsverðan dugnað og framtakssemi;
og hefja ábýli sín upp úr niðrlægingu og vanhirðu,
meðan fjöldinn í kring mókar á sama deyfðarkoddan-
um undir klettþungri ábreiðu vanans eins og feðr,
afar og langafar hafa gert langt fram í aldir, eða
síðan erlend stjórn náði hér meiri og meiri yfirhönd
með ánauð, kúgun og féflettingum, sem langt var
komin með að kreista og pína allan hug og dug úr
hinni fáliðuðu og afskektu þjóð (fyrir utan lífið, sem
marðist úr mörgum þúsundum manna), og loks hafði
í hyggju, að leggja smiðshöggið á, óhæfuna með því,
að flytja landsbúa úr einu varðhaldinu í annað: úr
einokun íslands til Grænlands og á Jótlandsmóana.
Því verðr heldr ekki neitað, að margar jarðir, sem
áðr vóru góðar, eru nú víða niðrníddar og hálfeyði-
lagðar. Er það ofrmargt, sem stendr landbúnaðin-
um fyrir þrifum og framförum á núverandi tima, og
ekki hægt að benda á það alt, eða bætr á því, í stuttu
máli, enda vantar sízt bókstaflegar bendingar, áminn-
ingar og heilræði í búnaðarefnum. óvíða vantar fé,
og á færri stöðum mun vanta vinnukraft til marg-
víslegra umbóta, enn það er einbeittr vilji, sem marga
skortir, og þó eru enn fleiri sem vantar áræði og fram-
kvæmd. Sumir hafa löngun og vilja til að taka sér
fram, enn áræði og framkvæmd er ekki samfara, og
þar á strandar málið. Margir, og það mjög nýtir
menn, sem fram úr skara, láta sig því miðr litlu
skifta, hvað fram fer í kringum þá, allra helzt þar,
sem um engan félagsskap er að gera. Framtaks-
semina og framkvæmdina sjá allir, sem nálægir eru,
enn ekki til fulls, aðferðin er að nokkuru leyti óljós,
og tilkostnaðr og ágóði öllum hulinn. Að verklegri
framkvæmd einstakra dugandi og framúrskarandi
manna mundi verða tvöfalt, jafnvel margfalt meiri
not, ef þeir hefðu meiri afskifti af framkvæmdum, eða
réttara sagt framkvæmdarleysi annara nábýlismanna
sinna. Það eru dugnaðar- og hugmennirnir, sem verða
að gerast hvetjandi leiðtogar hinna daufari og fram-
kvæmdarminni. Með því móti vinna þeir öðrum gagn
beinlínis og sjálfum sér óbeinlínis. Því fleiri, þess
meiri ávöxtr; því meiri ávöxtr, því léttari byrði ein-
staklingsins.
II.
Mannfundir, málfundir, bændafundir eru ofsjald-
gæf framfarameðul. Það er deyfðar og áhugaleysis
merki, að svo margir fyrirlíta þessháttar fundi, sem
ætíð hljóta þó að verða fyrsta frækorn til framfara
og fiamkvæmda alment. Margir vinna bæði mikið
og dyggilega, enn þá vantar þekkingu svo vinna
þeirra geti orðið að samsvarandi notum. Að sönnu
geta góðar ritgerðir leiðbeint mörgum, enn fyrst er
það, að þessháttar rit eru ekki í allra höndum sem
þyrftu, og svo er lifandi mál með sýnilegum og á-
þreifanlegum dæmum áhrifameira enn dauðr bókstafr.
Það eru framfaravinirnir og framfaramennirnir, þeir
menn, sem skara fram úr í hverri sveit, sem hljóta að
leiðbeina hinum daufari og fáfróðari og hvetja þá til
þess, að rýma burtu hinu skaðlega hugsunarleysis-
móki, ef nokkuð skal verða ágengt alment. Af montn-
um ómennum, letingjum og óráðsseggjum, er með
réttu nefnast blóðsugur sveitarfélaga og landeyður í
mannfélaginu, og dugnaðarmaðrinn stendr vonlaus
fyrir, er lítilla framkvæmda að vænta. Þeir fram-
leiða að eins ómensku og aftrfarir. Þeir láta iðju-
mennina vinnafyrir sig, enn ganga sjálfir iðjulausir;
þeir láta hinn sparsama fæða sig og klæða og fylla
sinar sníkjulúkur; þeir láta hinn efnaða atorkumann
bera byrðarnar og borga skuldirnar, enn sjálfir gera
þeir lítið annað enn éta og sjúga annara sveita, og
ef til vill sjá ofsjónum yfir öðrum og öfunda þá, sem
hafa menning á að bjarga sér sjálfir. Með því, að
geta sannfært menn sem almennast um hina heppi-