Fjallkonan


Fjallkonan - 12.02.1895, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 12.02.1895, Blaðsíða 2
26 FJALLKONAN. xn 7 legustu aðferð til umbóta og framfara hjá einstak- lingnum, og hversu einn og annar dugnaðarmaðr hefir barizt geguum alla erfiðleika, er verulegt spor stigið áfram. Búendr þurfa alment að sjá, að þaðer þeirra eiginn hagr, að geta framkvæmt sem mestar umbætr í landbúuaði. Því meiri áburðr og því betr sem hann er hirtr, þess loðnara tún og þess meiri taða; því betr sem það er girt, þess minni vörn og ágangr og betra skjól; því meira sem sléttað er, þess fljótara slegið og öll ræktuu og ávinsla miklu hæg- ari og margfalt fljótari; því meiri umbætr sem engj- ar fá, þess meira úthey gefa þær af sér; því meira hey sem fæst, þess fleiri skepnum verðr framfleytt; því betri meðferð, fóðr og kynbætr sem skepnurnar fá, þess meiri ávöxt gefa þær eigandauum. (Framh.) Kaupmenn og pöntunarfélög. Það eru nú rétt 100 ár síðan fyrsta kaupfélagið var stofnað í Englandi. Það var 1795. Stoínun þess var svo undir komin, að bæjarbúar í Hull sendu bæ- jarstjórniuni bænarskrá, sem byrjaði svo: „Yér fá- tækir íbúar í Hull höfum nú að undanförnu orðið að þoia bágindi og skort vegna þess, að mjölið hefir ver- ið óhæfilega dýrt, og þótt það hafi nú talsvert lækk- að í verði, erum vér neyddir til, að reyna að gera einhverjar tilraunir til þess, að vér framvegis get- um verið iausir við ofrvald ágjarnra og miskunnar- lausa mauna". Þeir sóttu um leyfi til að byggja mylnu handa bæjarmönnum. Bæjarstjórnin veitti þeim leyfið, og styrkti fyrirtæki þeirra með samskotum. — Þetta dæmi gæti verið bending fyrir Reykvíkiuga til að koma sér upp mylnu og bakstrhúsi, svo að þeir þyrftu ekki að kaupa brauð úr vondu méli meðjafn- háu verði og nú gerist, og má telja víst, að bæjar- stjórn Rvikr vildi ekki síðr styðja það fyrirtæki enn bæjarstjórnin í Hull fyrir 100 árum studdi myluu- bygginguna. — Malarar og kaupmenn reyndu að eyði- leggja félagið, enu það varð árangslaust; félagið náði brátt miklum vexti og stendr enu í dag með nokkur- um þúsundum félagsmanua. Það var ekki fyrr enn hér um bil 50 árum síðar, að næsta kaupfélagið var stofnað, Rochdal-félagið (1844), sem hefir orðið fyrirmynd annara kaupfélaga. Það vóru gerðar tilrauuir til að sundra því félagi, enn tókst ekki, og sama er að segja um kaupfélagið í Leeds, sem stofuað var skömmu síðar. Kaupmenn erlendis hafa þannig oft gert tilraunir til að drepa kaupfélög, er þeir hafa skoðað sem skæð- ustu keppinauta sína, enn sjaldan hefir þeim tekizt það. Hér á landi eru ekki til samskonar kaupfélög og hin ensku, enn pöntuuarfélögin fara í sömu átt, og ættu að geta orðið regluieg kaupfólög með tímanum. Það vantar heldr ekki, að sumir kaupmeun hafi gert sitt til, að spilla viðgangi þeirra. í raun og veru þurfa kaupmenu ekki að óttast pöntunarfélögin, því þau útrýma alls ekki kaupmannastéttinni, enda verzta pöntunarfélögin að eins með sérstakar vöru- tegundir, og hafa kaupmenn nóg að gera með aðrar vörur. Það er einn kostr pöntunarfélaganna, að þau styðja þannig að því, að kaupmenn skifti verkum með sér og að sérverzlun geti komizt á, sem yrði til hagnaðar fýrir alla. Síðasta árið hefir stjórnarblaðið ísafold gert sífeld- ar árásir á pöntunarfélögin, og einkum erindreka þeirra, og er sú alda runnin frá kaupmönnum, eins og nærri má geta. Sérstaklega er það einn kaup- maðr í Rvík, sem mun eiga mestan þátt í þessum greinum, og er aðferð hans enn kynlegri fyrirþásök, að hann hefir sjálfr í hjáverkum sínum reynt að koma á fót pöntunarfélagi. í greinum þessum í ísafold er á allar lutidir reynt að gera forstöðumenu pöntunar- félaganna út um landið og erindreka þeirra erlendis tortryggilega. Það er gefið í skyu, að forstöðumenn félaganua eigi að þiggja mútur af erindrekum fé- laganna til að leyna fjárdrætti þeirra.—Hvergreiu- in rekr aðra, til að ala tortrygnina, þar sem talað er um að verzlunarumboðsmenn séu þjófar og svikarar. íslendiugar eru þó nógu tortrygnir, og er það sví- virðilegt mjög, að rita langar blaðagreinar til að æsa upp lesti þjóðarinnar. Forstöðumenn pöntuuarfélaganua út um landið eru svo alkunnir heiðrsmeun í síuum héruðum, að dylgj- ur ísafoldar spiila að vísu ekki áliti þeirra meðal fé- lagsmanna, enn af því að þeir, sem minna þekkja til þeirra, geta ef til vill látið biekkjast af þessu, er full þörf að mæla opinberlega á móti þessum ósönnu get- sökum. Skýrslur þær, sem Isafold hetir verið að flytjafyrir skömmu um vöruverð í pöntunarfélögunum, eru mjög ó- áreiðanlegar, og aiveg rangar að því er snertir pönt- unarfélag Fljótsdalshéraðs. (Framh). Pöntunarfélagsmadr. Vestmannaeyjum, 26. janúar: „Vetrinn hefir mátt heita mjðg góðr hér til þessa dags; snjólaus og írostalitill, enn mjög vinda- og umhleypingasamr. Aldrei haglaust, enn litlar og vondar sjó- gæftir, enda altaf flskilaust. Síðan um áramót hefir verið róið 6 sinnum og flestir fengið lítið sem ekkert. Að eins 3—4 bátar fiskuðu dálítið af samtíngi i næstliðinni viku. Aldrei farið til hákarla. — „Nú er af sem áðr var“ fyrir 20—30 árum, þegar sum skip fóru milli 10 og 20 ferðir til hákarla i skammdeginu (frá vetrnóttum til Þorra). Þær ferðir vóru fremr arðsamar fyrir skipseigendr og reglumenn, enn margir vóru sem lítið eða ekk- ert höfðu afgangs kostnaði, enn mikið var slark og drykkjuskapr, og flestir meir og minna eyðiiögðu heilsu sina. Var þess öll von, með því legið var 2—5 dægr samfleytt oft í kulda og mis- jöfnu veðri. Nfl vill engin ,lengr eiga hákarlatæki, og því siðr kaupa nú fyrir hátt á þriðja hundrað krónur, er þau munu kosta á hin stærri skipin og alt að 200 kr. á minni 8-róna báta. Þetta stafar af hinu afar lága verði á hákarlalifr nó orðið (9 —10 kr. tunnan, 15 kútar). Hákarl er samt óneitanlega pen- ingar og mikils virði; vœri hann notaðr hér eins og á Austfjörð- um, i Fljótum og víðar. Lýsið er hægt að selja á aðra staði enn í búðina, ef menn vilja ekki nota það sjálfir í feitarlausu plássi. Skrápinn (skinnið) má verka til skæða og nota á fætr, þó hann verði ekkí eins „fínn“ og stígvél. Skrokkinn (fiskinn) má borða með öðrum mat, sé hann vel verkaðr. — 28. des. kom hér ógurlegt vestanbrim, enn varð ekki að skaða. Nóttina eftir ofsalegt norðanrok, sem varð að tjóni á húsum og skipum. Fauk hér þá einn af hinum mörgu og rotnunarsjúku iúahjöllum etaz- ráðsins, fyrverandi læknissetrið og kaupmannsbýlíð „Pétrsborg“, og braut 2 skip. Var það heppni að íveruhús, er nálægt stóð, varð ekki fyrir þessu stórborgaruppnámi. Partar og brot flugu flr nokkrum öðrum kaupmannahjöllum. Eru menn ekki óhræddir um lif sitt og eignir framvegis fyrir líkum káraskotum afkaup- mannslóð með vaxandi ffla. Nóttina milli þess 17. og 18. nóv. f. á. var gerð tilraun að kveykja í „Godthaabsbúðinni“ (húsi 20

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.