Fjallkonan - 12.02.1895, Qupperneq 3
12. febr. 1895.
FJALLKONAN.
27
X16 álna), með nokkru í af kolum; enn eldsins varð vart þeg-
ar og undir eins slöktr. Annars hefði að öllum líkindum hrunn-
ið auk hússins talsvert af fiskhúsum eyjahúa og nokkuð af skip-
um. Sömu nótt voru brotnar með grjóti alt að 30 rúður í Mið-
búðarhúsunum. Síðan, á náttarþeli, hafa verið skorin í sundr segl
af fiskibátum, skorin sundr ýms bönd á þilskipum, brotnir glugg-
ar og ýmsu stolið þar. Pleiri strákleg og illmannleg brögð hafa
verið leikin hér í vetr. Leikr grunr á sumum þeim, sem leggja
það í vana sinn, að draugast iðulega um á nóttunni undan og
eftir að almenningr háttar. Kvensnift nokkur, Þóra Eyjólfsdóttir,
varð hér fyr í vetr sönu að sök um að hafa tekið ýmsa muni
sitt frá hverjum, þar á meðal kvenpils og skinnbrók. Nú er
einn óþokkapiltr, Guðmundr Jesson, uudir réttarrannsókn ásamt
stúlku sinni. Mun hafa orðið heldr fingralangr, meðal annars
við skip og fargögn. — Með mesta móti var unnið hér að jarða-
hótum í haust. Vóru margir við þúfnasléttun fram á jólaföstu,
svo lengi sem þíður leyfðu. Grjótgarðahleðslu og túnastækkun
hafa nokkurir verið við til skamms tíma, svo sem Guðmundr Þór-
arinsson og Gisli Lárusson. Tvívegis er búið að fara til megin-
lands á þessu ári. Fyrst 6. þ. m. að sækja póstinn. Hvolfdi
þá skipinu i lendingunni og brotnaði nokkuð. Skaðinn metinn
nær 30 kr. Að mönnum varð ekki, sem er þó fremr fágætt þeg-
ar svo stóru skipi hvolfir. í des.mán. var „Godthaabsbúðin" lögð
að velli, eftir að hafa borið hita og þunga dagsins á Vest-
mannaeyjum yfir 60 ár; enn „hún skal aptr upp rísa“ í Vík í
Vestr-Skaftafellssýslu, og nærliggjandi héruð „mettast af nægðar-
gæðum þess húss“, og vökvast af þeim hjálpræðislindum er þar
framfijóta í f'ramtíðiunni. — Á barnaskólanum hafa verið hér
16 börn. Kennari séra Oddgeir Guðmundsen. Þar að auki hefir
fyrverandi verzlunarmaðr Eiríkr HjáLmarsson kent 13 yngri börn-
urn lestr, skrift og „kverið“, biblíusögur og reikning. PrestaBkóia-
kand. Magnús Þorsteinsson hefir haft kveldskóla með 13 nem-
endum. Konslugreinir: enska, franska, danska og réttritun. Einn-
ig hefir hin langvinna söngkensla átt sér stað öðru hvoru undir
forustu Sigfúsar Árnasonar organieikara. Á aðfangadagskveld
jóla hélt hr. MagnÚB Þorsteinsson kveldsöng og fiutti ræðu.
Sami hélt guðsþjónustu á jóladaginn í Good-templarahúsinu fyrir
nálægt 70 börnum“.
Gullbringusýslu (sunnanv.), 31. jan. „Hér ber fátt til tíðinda
nú um stundir. Sjaldan róið, og fiskr hefir eigi sézt fyrir inn-
an Skaga allan þ. m., enn 7—20 i hiut í Grindavik og Höfnum
af samtíuingi. — Enginn minnist á stjórnmál og fáir á kaup-
félög; enda mun alment lítið tii að kaupa fyrir, því haustafli
varð með langminsta móti. — Það lítr svo út, sem þjóðin blundi.
Vonandi, að hún safni líka nýjum kröftum til komandi sumars.
Það er helzt unga f'ólkið, sem rumskar stöku sinnum og bregðr
sér þá á sjónleik, danzleik o. s. frv. — „Sjónleikir" hafa verið
haldnir á 3—4 stöðum milli Skaga og Strandar. Miklir lista-
leikeudr erum vér orðnir, Sunnlendingar! — Töluverð barátta er
hér rnilli bindindis og Bakkusar og veitir ýmsum betr. Pyrir
innan Skagann er bindindisfylkingin öflugri enn nokkru Binni
fyr, enn sunnan við Skagann lítr út íyrir, að hinn málspartrinn
beri hærra hlut“.
Árnessýslu, 2. febr.: „Veðráttan í f. m. lík og að undanförnu,
væg enn óstöðug; einna oftast við útsuðr með litlu frosti, þó
stundum norðanátt og allhart frost, svo sem miðsvetrardagana.
Snjókomur litlar, enn þó sjaldan alveg þítt. Hjarn yfir allajörð
að kalla má. HvasBVÍðri nokkurum sinnum, enn oftast þó lygn
vuðr, og yfir höfuð má kalla vetrarfarið gott nm þessar mundir.
Nú er komin þíða og jörð víðast alauð. — Nokkurum sinnum
hefir gefið á sjó á Stokkseyri og Eyrarbakka. Varð vel fiskvart
írarnan af f. m., enn síðan varð fiskilaust. — Við akstr efnisins
til Þjórsárbrúarinnar voru brúkaðir sleðar með hestum fyrir, og
vagnar, og var það fyrir forgöngu hr. Sveinbjarnar Ólafssonar
búfræðings i Hjálmholti. Er það gott dæmi þess, hvert gagn
getr orðið að akbiaut hér upp héraðið".
ÍSLENZKR SOGUBÁLKR.
Þáttr af Olaíi sýslumanni klaka.
[Að nokkru leyti eftir hdr. Gísla Konráðssonar].
(Frarah.). Förukarl einn hét Jón Óttarssoii. Hann
kom nær messudögura 1738 að Brjánslæk til Sigurðar
prests Þórðarsonar. Þótti prestr nærgætr um marga
hluti og réð karli að fara eigi suðr Iengra áðr maðr
sá er Bótólfr hét Jörundarson væri hjá kominn.
Ætla menn hann væri úr Þorskafirði. Kom Bótólfr
með steinbít á 2 eða 3 hestum, enn gekk sjálfr og
áði í Lækjarfit. Karl gegndi ekki ráðum prests og
fór á undan Bótólfi; náði hann karli við Vatnsfjarðar-
vaðal. Karl hafði 2 hesta, reið öðrum, enn létt trúss
var á öðrum. Falaði Bótólfr, að karl reiddi sig yfir
vaðalinn, enn enginn var þess kostr, að haun gerði
það, og var hinn þverasti; varð Bótólfr að vaða yfir
vaðaiinn. Náði hann þó karli á neajunum fyrir sunnan
vaðalinn og kvaðst þá skyldu launa honum greiðskap
við sig; hratt honutn af baki og barði á honum með
hellusteini, og svo heiftarlega vann hann á honum,
að hann skar í tungu Jóns eða framan af henni;
skildi hann síðan eftir hálfdauðan og hélt áfrara ferð
sinni. Brátt fundu konur í Fossárseii kariinn, og
gátu ráðið af orðum hans, því ekki v.;r svo mjög
um sollið tungusár hans, að svo var hann leikinn af
Bótólfi; báru þær hann síðan heim í brekáni, enn
sendu selsmaíann til Fossár, að segja atburð
þenna. Þaðan var sent tií Haga, að segja Ólafi
sýslumanni; sendi hnnn þá sem hvatast sex menn að
grípa Bótólf, enn sjálfr fór hann í selið að skoða
karlinn og var hann þá dáinn. Bótólfr hélt að
Vattarnesi og gisti þar. Um morguninn, er hann
var klæddr, komu konur inn og sögðu, að menn riðu
þar að bænum. Lézt Bótólfr þá ætla, að þeir ættu
erindi við slg, gekk út og var jaruaðr þegar og
fluttr í Haga. Þingaði sýslumaðr í máli hans og
var Bótólfr dæmdr til að missa höfuð sitt. Sumarið
eftir flutti sýslumaðr hann til aiþingis, var þá stað-
festr dómrinn og skyldi hann þar af taka, enn fyrir
því að þar skorti böðul, var Ólafi sýslumanni boðið
að Iáta það fram fara í héraði. — Bótólfr var danskr
í föðurkyn, og það sagði Guðrún Bjarnadóttir, móðir
Þorgerðar, konu Guðmundar Sigmundarsonar jarð-
yrkjumanns, að hún hefði séð Bótóif í járnum í Haga,
og hefði hann verið sá fríðasti maðr, sem hún hefði
séð. — Bjarni búi hét böðullinn, sagðr illmenni mikið,
hafði bæði stolið og lagzt út og verið upp gefnar
sakir til að gerast böðull. Sigurðr prestr Þórðarson
á Læk taldi um fyrir Bótólfi. Iðraðist hann og var
höggvinn af Bjarna utan til við Vaðilsá, í nesi því,
er síðan er kallað Bótólfsaes. Sést þar enn fyiir
dysinu.
Maðr er nefndr G-unnlaugr Ólafssou frá Dalkoti
hjá Skarði á Skarðsströnd, Ásbjarnarsonar frá Frakka-
nesi. Gunnlaugr bjó í Svefneyjum og var allgamall,
enn vel fjáreigandi; telr Snóksdalín hann bróður
Einars ríka í Bjarneyjum. Það var eitt sinn, að
Gunnlaugr var á sjóferð nokkurri, sem títt er í eyjum,
og lét þá taka 20 eða 30 teistukofur í Fiateyjar-
löudum í óleyfi, enn eigi er getið, hvort Flateyiugar
kærðu það fyrir Ólafi sýslumanni eða eigi, eun upp
lét hann taka mál það og gerði úr fulla þjófsök og
nefndi menn í dóm. Björn hét bóndi, er bjó í Mið-
hlíð; hann var einn meðdómsmauna, vel fjáreigandi
enu ómagamaðr mikill; er sagt hann kvæði fýrstr
upp dóm þann um Gunnlaug, að upptækt skyldi bú
hans og hann ærulaus; samþyktu það flestir dóms-
manna, enn þá er sagt að Ólafr neytti þess og léti
þegar sækja 3 eða 4 skipsfarma af búi Gunnlaugs