Fjallkonan


Fjallkonan - 19.02.1895, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 19.02.1895, Blaðsíða 1
Kemr ftt um miðja viku. Arg 8 kr (erleudis 4kr.). Auglýeingar mjög ódýrar. Gjalddagi 15. júli tpp- sögn skrifleg fyrii 1. okt. Afgr.: Þingholtssti 18. FJALLKONAN. XII, 8. Reykjavík, 19. febrúar. 1898. H. CHR. HANSEN st órkaupm[aðr (Rörholmsgade 3) í Kaupmannahöfn, byrjaði íslenzka umboðsverzlun 1882, tekr að sér innkaup á vörum fyrir ísland, selr einnig íslenzL ar vörur í Kaupmannahöfn og Leith. Kaupir íslenzk frímerki fyrir hæsta verð. Góð verzlun. Af því vörupantanir til min næstliðið ár urðu svo miklar, þá hefi ég — til þess að geta stundað þær enn betr — flutt mig aftr hingað til bæjarins, og leigt öðrum verzlun þá er ég hafði úti á landinu. Ég býðst til, eins og áðr, að selja og kaupa vörur fyrir landa mína, og með því ég kaupi eingöngu gegn borgun út í hönd, get ég keypt eins ódýrt og nokkur annar, eins og ég líka mun gera mér ómak til þess að fá svo hátt verð sem unt er fyrir þær vörur er ég sel fyrir aðra. Ég leyfi mér að vísa til meðmæla þeirra er stóðu í ísafold og Aastra f. á. og liefl ég einnig í höndum ágæta vitnisburði frá nokkrum af merkustu kaup- mönnum landsins. Verzlunarprincíp: Stór og áreið- anleg verzlun, lítil ómakslaun. Utanáskrift tii mín: Jakob Gunnlögsson, Nansensgade 46 A, Kjöbenhavn K. Nokkur skilyrði fyrir framför landbúnaðarins. Eftir S. III. Nú er fleira, sem þarf að athuga. Það er til viss flokkr bænda, og hann ekki svo fámennr, sem vinnr upp á nokkura óvissu. Það eru sumir landsetar á bænda og kirkjujörðum. Þá vantar aðalhvöt til að taka sér fram í verulegri jarðrækt og jarðabótum. Hin óvissa ábúð eða ábúðarréttr er illr Þrándr í Gtötu þeirra framtakssemi. Sjálfseignar eða óðals- bændrnir eru alt of fáir, enn hálfánauðugir landsetar alt of margir. Margr mun lá landseta, sem lætr það dragast ár af ári, að gera nokkura endrbót á ábúðarjörð sinni, einmitt fyrir óvissuna með að fá að njóta ávaxtanna af verkum sínum. Þess eru víst ofmörg dæmi, að landseti hafl verið flæmdr upp af ábýli sínu, þegar hann hefir verið búinn að endrbæta það, eða ekkjan að manni sínum látnum, hefir verið hrakin frá þeirri jörð, sem hann var búinn að kosta allmiklu til. Það er ekki hægt að lýsa með fáum orðum öilu því illa, sem leitt hefir af óvissum ábúðar- rétti. Er það stór bölvun fyrir landsetann, að geta búizt við brottrekstri hvenær sem landsdrotni sýnist svo, og að vera sviftr ávexti verka sinna þegar minzt varir. Hjá honum getr verið drepin öll fram- faralöngun og áhugi með þessu móti. Það er eitt hið vissasta meðal til þess að alt standi í stað eða jafnvel fari aftr í búnaðarlegu tilliti. Það skaðar ekki einungis landsetann, heldr einnig landsdrottinn. Með þessum hætti er komið í veg fyrir, að jörðin (eignin) taki umbótum og verði meira virði og gefi meiri arð með framtíðlnni. Það er naumast hugs- andi, að fátækr einyrki (og það eru margir) ráðist í að gera nokkura verulega jarðabót eða dýra húsabót og taka lán til þess, sem getr búizt við því að verða rekinn burt á næsta ári eða nálægum tíma, og hefir litla eða jafnvel enga von um nokkur iðgjöid verka sinna frekar enn það, er hann hefir getað urgað af jörðinni og nitt hana. Aftr á móti hafi landsetinn iífslíðarábúð og ekkja hans eftir hans dag, eins og á landssjóðsjörðum, er full vissa fyrir, að hann upp- skeri það sem hann sáir, og að jörðin borgi honum laun verka sinna og jafnvei hans afkomendum, ef hann á annað borð vill vera á jörðunni og gerir sig verð- ugan til að njóta hennar sína tíð, með því að upp- fylla ákveðin skilyrði. Þá getr það verið tilvinnandi fyrir hann að kosta miklu til, bæði vinnu og pen- ingum; það getr jafnvel margborgað slg, ef hann lifir lengi og nýtr jarðarinnar. Yrði lífstíðarábúð almenn, mundi von miklu meiri framfara í landbúnaði. Enn sá landseti, sem heflr lifstíðarábyrgð, er vissulega mannrænulítill, ef hann gerir ekki jörð sinni neitt verulegt til góða, og getr hann þá varla heitað verðugr fyrir ábúðarjörð. Þá eru ýmsar ófrjálsar kvaðir og önnur ill meðferð á landsetum, sem hafa líkar afleiðingar gagnvart lands- drotnum, sveitarfélögum og þjóðfélaginu yfir höfuð, eíns og ill meðferð á skepnum hefir gagnvart bónd- anum eða eiganda þeirra. IV. Sjálfseignarábúð er eitt af skilyrðum fyrir fram- förum í landbúnaði. Með þvf að ábúandinn eigi sjálfr þá jörð, sem hann býr á, er fengin fylzta ástæða fyrir hann, að taka sér fram og auka eignina, með því að bæta hana. Með söiu þjóðjarðanna er opnaðr vegr til sjálfseignarbúðar, enn hann ætti að opnast betr með því, að láta JnrJcjujarðir falar handa ábúendum þeirra. Fáir munu hafa á móti því, að hyggilegt sé að selja ábúendum þjóðjarðir; hvers vegna skyldi þá ekki vera hyggilegt, að selja ábú- endum kirkjujarðir? Kirkjan ætti sannarlega ekki að vera þröskuldr í vegi fyrir framförum landbún- aðar. Hvers vegna skyldu kirkjur þurfa að eiga jarðagóðs og hindra með því jarðabætur vissra jarða (þ. e. kirkjujarðanna) og framfarir yfir höfuð? Kirkju- jarðir hafa þó, sannast að segja, ekki síðr þörf fyrir búningsbót enn aðrar jarðir. Á mörgum þeirra skín engin yfirnáttúrleg biessun. Sé það ekki nauðsynlegt, að þingnús og barnaskólar eigi jarðarskækla til af- nota, þá ættu kirkjur heldr ekki að þurfa jarðeigna,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.