Fjallkonan


Fjallkonan - 19.02.1895, Qupperneq 4

Fjallkonan - 19.02.1895, Qupperneq 4
32 FJALLKONAN. XII 8 Bækr. Af íslendingasögum, sem Sigurðr bðksali Kristjáns- son gefr út, er nú verið að prenta Laxdœlu og Eyrbyggja sögu. Eyfellinga-slagr heitir smárit eitt, sem Eiríkr Ólafsson frá Brúnum (sá hinn sami, sem heimsótti Danakonung á árunum og varð síðar prestr í Utah) heflr gefið út. Efnið er nokkuð hreyti- legt, svo sem : „um bardaga við Steinahellis þingstað“ (undir Eyjafjöllum); „um mann er gjörði yfirnáttúrleg furðuverk" (með „gráum fressketti og gráu uilarreyfi"); „uui stúlkurnar og kvenna- búrin í Kaupinhöfn“ (í Holmens Gade); um ýms trúaratriði; bréf til herra Eiríks frá Yaldemar Dana-prinzi, o. fl. Mismunr heitir fyrirlestr sem ræðumaðr (Ólafr Ólafsson) hélt í vetr um kaupgjaldsborgun kaupmanna til verkafðlks, og er nú prentaðr á kostnað Sigurðar Erlendssonar bóksala. Sjónleikir. Nú er verið að leika enskan gamanleik í leik- húsi W. Ó. Brciðfjörðs „Frænku Charleys“ eftir Brandon Thomas. Hefir þótt skemtilegr og verið vel sðttr. At leikendum hefir Ólafr Thorlaeius getið sér einna mestan orðstír og honum næstr Sigurðr Magnússon, enn yfirhöfuð þykir allvel loikið. Rafljós á sveitabæ. Dr. Valtýr Guðmundsson gat þess á alþiugi í fyrra, að Svíar væru farnir að nota bæjarlæki sína til að framleiða rafmagn til lýsingar á heimilum. Detta mun hafa þðtt ótrúlegt, enn til sannindamerkis skal þess hér getið, að prestr nokkur í Döluuum í Sviþjðð, Almquist að nafni, hefir lýst heimili sitt með rafmagnsljósi. Hefir einn bogalampa með 800 kertaljósa birtu og þrjátíu glðlampa með 8 kertaljósa birtu- Kraftinn til að framleíða rafmagnið fær hann úr á, sem rennr hjá prestsetrinu; hefir komið þar fyrir vatnshjóli með 12 hesta afli. Sjálfr hefir hann smíðað allar vélarnar nema stærstu hlut- ina, sem eru úr steyptum málmi, og sjálfr spunnið utan um vír- inn, og er alt þetta gert með hinni mestu list og nákvæmni. Nýtt tímarit ætlar dr. Valtýr Guðmundsson í Kaupmannahöfn að fara að gefa út, ef nægir áskrif- endr fást. Það á ::ð flytja ritdóma, sýnishorn af út- leadum og innlendum skáldskap, sögur, greinar um mentamál og atvinnumái o. s. frv. Ritið á að verða í 5 arka heftum, og á hvert hefti að kosta 1 kr., enn gert er ráð fyrir að minsta kosti 2 heftum á ári. Sama veðrblíða hefir nú haldizt marga daga. Snjólítið víðast f sveitum. Aflabrögð ágæt á Vestrlandi, enda hafa þar ver- ið gæftir góðar; er ísafjarðardjúp sagt fult af fiski og hefir þar borizt mikill afli á land. — Þar hefir líka verið góð síidveiði. Aftakaveðrið 28. desbr. gerði víða skaða, einkum urðu fjárskaðar í Þingeyjarsýslu. Sumstaðar lágu mehn úti, en ekki varð þó manntjón. Vestdalseyrar kirkja á Seyðisfhði fauk og brotn- aði mjög í þessu sama veðri. Dáinn er Sveinn Sveinsson í Hvammi í Höfða- hverfi, einhver merkasti bóndi þar nyrðra. Seyðisfirði, í jan.: „BæjarBtjðrnarkosning fór fram á Seyðis- firði 2. jan. og vóru kosnir: Magnús Einarsson kaupm. með 31 atkv., Sigurðr Johansen kaupm., St. Th. Jónsson kaupm. og Ármann verzlunarm. Bjarnason með 30 atkv. hver, bókhaldari Bjarni Siggeirssou með 29 atkv. og Gísli Jónsson gullsmiðr með 25 atkv. Þessu næst fekk 0. Wathne 16 atkv., enn Skapti Jósepsson 2 atkv. — Bæjarstjórnin á Seyðisfirði hefir höfðað mál á móti 0. Wathne fyrir meiðyrði um hana á safnaðarfundi, sem haldinn var út af kirkjufokinu“. í verzlun Ólafs Árnasonar á Eyrarbakka fæst: rúgr, bankabygg, grjón, hveiti (nr. 2.), mais, kaffi, normal-kaffi, sykr, tóbak, brennivín. Kramvara af ýmsum sortum og margt fleira með lægra verði enn annarstaðar gerist. Hinn eini ekta Brama-lífs-elixlr. (Heilbrigðis matbitter). í þau 20 ár, sem almenningr hefir notað bitter þenna, hefir hann rutt sér í fremstu röð sem matarlyf og lofstír hans breiðst út um allan heim. Honum hafa hlotnazt hæstn verðlaun. Þegar Brama lífs-elixír hefir verið brúkaðr, eykst öllum líkamanum þróttr og þol, sálin endrlifnar og fjörgast, maðr verðr glaðl-yndr, hug- rákkr og starffús, skilningarvitin verða ncemari og menn hafa meiri ánœgju af gæðum lífsins. Énginn bitter hefir sýnt betr að hann beri nafn með rentu enn Branii -lífs-elixír, enn sú hylli sem hann hefir náð hjá almenningi, hefir gefið tilefni til einskisnýtra eftirlíkinga, og viljum vór vara menn við þeim. Kaupið Brama-lífs-elixír vorn einungis hjá útsölumönnum vorum, þeim sem fengið hafa umboð frá oss, sem eru þessir: Akreyri: Hr. Carl Höepfner. ---- Qránufélagið. Borgarnes: Hr. Johan Lange. Dýrafjörðr: Hr. N. Chr. Gram. Húsavík: Örum & Wulffs verslun. Keflavík: H. P. Duus verslun. ---- Knudtzon’s verslun. Heykjavík: Hr. W. Fischer. ----Hr. Jón O. Thorsteinson. Baufarhöfn: Gr&nufélagíð. Sauðárkrókr: ——— Seyðisfjörðr: ------- Siglufjörðr: ------- StykkÍ8hólmr: Hr. N. Chr. Gram. Vestmannaeyjar: Hr. J. P. T. Bryde. Vik pr. Vestmannaeyjar: Hr. Halldór Jóns- son. Tapazt hefir á leið af Tjörn- inni nálægt húsi Indriða Einarssonar og upp í Þingholt kápukragí (slag) af litlum dreng. Beðið að skila í Þingholtsstr. 18. Gamlar bækr, gömul haudrit, gömul frímerki (skildingafrímerki), gamla bankaseðla, gamlar myndir íslenzkar, gamlar eirstungumyndir, gamlar ábreiður meðmyndum kaupir útgef. Fjallk. í verzlun Magnúsar Einarssonar úrsmiðs á Vestdalseyri við Seyðisfjörð fást ágæt vasaúr og margs konar vandaðar vörur með mjög góðn verði. Yandað vaðmál, dökkblátt, norðl., hentugt í peysuföt, er til sölu í Þingholts- stræti 18. ]\Tr. -Z af Fjallk. 1894 kaupir útgef. háu verði. Útgefandi: Vald. Ásmnndarson. Félagsprentsmiðjan. Ærlækjarsel: Hr. Sigurðr Gunnlögsson. Einkenni: Blátt Ijón og gullinn hani á einkennismiðanum. Mansfeld-Búllner & Lassen. hinir einu sem búa til hinn verðlaunaða Brama-lífs-elixír. Kaupmannahöfn, Nörregade 6.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.