Fjallkonan


Fjallkonan - 14.05.1895, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 14.05.1895, Blaðsíða 2
82 FJALLKONAN. XII 20 mena að verki, enn einn stóð kyr eftir. (Pér eigið að koma og hjálpa til’, segir stýrimaðr byrstr (á dönsku auðvitað). Maðrinn sem var heiisubilaðr og eigi vinnu- fær, varð nú að fá túlk til a.ð gera stýrimanni skiljan- legt hvernig á stóð; enn vér hinir unnum fulla hálfa stund, og var það svo hörð vinna, að vér hlutum að kasta af oss treyjum vorum, og urðum þó löðrsveittir þarna fram á bátnum móti útsynningsstorminum. Á ferðinni valt (Elín’ eins og kefli í óigusjónum, sem von var, og var óstætt á þilfarinu. Urðu farþegar því að halda kyrru fyrir, skýlislausir undir stormi og sjóroki í nærri 2 stundir. Má geta nærri hve notalegt það var eftir svitabaðið! Hundruð vitna mætti að því leiða, að farþegar hafa verið látnir vinda upp akkeri á (Eiínu’, og er næsta bíræfið af ritstjóra ,ísaf.’ að bera á móti þvi, hvort sem hann lætr B.-B. Blindfulla eða annað slíkt (geni’ skrifa það íyrir sig. Ef menn bentu hylmingar- og hlífðariaust á van- smíðin á samgöngufærunum bæðí á sjó og landi, mundi fremr fást iagfæriug á þeim, eða að minstakosti mundi hlutaðeigandi framkvæmendr síðr leyfa sér að sýna af sér skeytiugarleysi í þeim efuum. (Meira). Nýjar bækr sendar Fjallk. Um matvæli og munaðarvörii. I. Eftir Guðmnnd Björnsson (lækni). Bvík 1895. (Sigfúsar Eymundssonar bókverzlun). Það er engin vanjiörf á því, að ritað sé um hina ðhollu fæðu, sem menn leggja sér til munns hér á landi. Hinn ungi og efníiegi læknir, hr. Guðm. Björnsson, hefir þvi byrjað á þörfu verki, er hann hefr máls á þessu efni. Hann helir í þessu riti talað um kornvöru, enn mun síðar tala um munaðarvörurnar, sem kallaðar eru. — Hvað kornvörurnar snertir, munu nógu margir maðkar hafa teygt höfuðin upp úr korni því sem hingað hefir verið flutt og nóg annað óæti verið i því til þess að öllum hafi otboðið. Alþýða hefir þagað og kingt öllu saman. Um mélið má segja að þeir (mala bæði malt og salt og mala í fjandans nafni’. B,it hr. Guðm. Björnssonar er einkar fróðiegt, bæði alþýðlega skrifað svo að öllum er skiljanlegt og þó vísindalega. Vonandi er, að framhaldið komi áðr langt líðr. Slíkt rit ætti að styrkja af landsjóði og helzt útbýta því ókeypis á hvert heimili í landinu. Andra saga. Útgef. Sigf. Eymundsson. Bvík 1895. Þessi saga hefir ekki verið gefin út fyrri, enn Andrarímur eru alkunnar. Hvaðan sagan er fengin, sést ekki á útgáfu þessari. Andrarímur eru alkunnar sem hið tröllauknasta kvæði að efni og því sagði bergbúinn: (Andrarímur þykja mér góðar, enn Hallgrímsrímur (Passiusálma) vil ég ekki’. — Illa fór líka fyrir manni þeim, sem kvað Andrarímur hinar fornu á jólanóttina, er fólk var farið til aftansöngs. Heyrðist þá síðar, er fólkið var heim komið, kveðið á glugganum, og hefir það líklega verið engill: „Hann í staðinn haíi það honnm aldrei verði rótt, sem Andrarímur allar kvað fyrir embætti á jólanótt“. Maðrinn varð kramar-aumingi alla sína æfi, sem von var. Enn vér vonum að betr blessist að þessari Andra sögu, því hún er vel þess verð, að menn lesi hana til dægrastyttingar. Sáluhjálparherinn, sem margir munu hafa heyrt að góðu getið, hefir nú sent tvo erindreka hingað til lands; er annar þeirra islenzkr (Þorsteinn Davíðsson frá Marðarnúpi í Yatns- dal). Það er félagsins mark og mið, að betra mannkynið, og skiftir það sér ekki af ágreiningi trúflokka. Einkum leitast það við að snúa þverbrotnum syndurum, og leitar fyrst og fremst þeirra sem dýpst eru sokknir. Kóngsbænadaginn vildu lærisveinar latínuskólans halda helgan, liklega fremr af því hann er nefndr /cóítysbænadagr enn af bænadags nafninu, því engar fregnir heyrast um það, að þeir hafi beðizt fyrir þann dag öðrum fremr. Enn hvað sem því líðr, hlupu þeir þá flestallir í óleyfi rektors og kennara úr kenslutím- um og tóku á rás inn í Laugar. Hvort þeir eru alfarnlr úr latínuskólanum er enn ókunnugt. Dáinn er í Leith á Skotlandi Þorbj'órn Jónasson, verzlun- arumboðsmaðr, sem staðið hefir fyrir pöntunarfélögum hér sunn- anlands síðustu árin. Hann var duglegr maðr og mjög áreið- anlegr. Druknun. 4. maí druknuðu 4 menn á Lambhússundi við Akranes, sem vóru að vitja nm hrognkelsanet, enn tveimr varð bjargað; aðrir 2 náðust með lífsmarki, enn dóu þegar í land kom. Druknaði þar Yilhjálmr Sigurðsson giftr maðr frá Hlöðutúni og Oddr Ólafsson frá Litlateigi, enn tveir eru ekki nafngreindir. Skipströnd hafa víða orðið nú fyrir skömmu: kaupfar í Þorlákshöfn (3. maí), franskt fiskiskip í Vestmannaeyjum (kom þar inn ófært af leka og fúa), og annað í Meðallandi. flafís var við Sléttu og Langanes seinast í maí, og varð strandferðaskipið „Thyrau að snúa þar aí'tr; enn eftir því sem veðráttu hefir hagað síðan, má telja víst að allr ís sé horfinn. Jón Ólafsson er nú farinn frá ritstjórn blaðsins „Norden“ í Chicago, enn mun hafa fengið stöðu sem skrámaðr á bóksafni í Chicago. Lifir Nansen? Það veit enginn. Enn flug- belgír (ballónar) liafa sést fljúgandi í loftinu norðan úr íshafi. Ætla sumir, að þeir hafi verið sendir frá Nansen með fréttir, enn ekki hefir tekizt að ná í þá. Pingvallarfundarboö. Eftir ósk og bendingum margra ágætustu manna landsins, þar á meðal nokkurra af blaðstjórum vor- um, og almennum vilja allmargra kjördæma í vestr- norðr- og austrhluta landsins, þeirra er oss er kunn- ugt um nú þegar, leyfum vér oss að boða almennan þjöðfund að Þmgvöllum við Oxará 25 dag júní- mánaðar í sumar komandi 1895 um liádegisbil. Skipun þessa fuudar er ætla9t tii að verði með sama hætti og Þingvallarfuudarins 1888 þannig, að í hverju kjördæmi séu fyrst haldnir hreppafundir, sem öllum þeim, er kosningarrétt hafa eftír hinum gildaudi kjörskrám, gefizt kostr á að sækja, og að þeir fundir meðal annars, kjósi fulltrúa, einn fyrir hverja 5—10 kjósendr, er síðan mæti á almennum kjördæmisfundi og nefni fulltrúa til þjóðfundarins á Þingvöllum, einn eða tvo, eins og alþingismenn eru úr því kjördæmi, er í hlut á. Aðaltilgangr þessa allsherjarfundar þjóðarinnar er sá, að hún sýui, að henni sé full alvara með að haida fram til sigrs hálfrar aldar baráttu fyrir sæmd sinni, þjóðerni, landsréttindum og stjórnfrelsi útávið, og gagngjörðum breytingum á lögum og landsstjórn inn- ávið, svo lífsöfl þjóðarinnar, andleg og líkamleg, fái þrifizt í akri sjálfstæðrar þjóðmenningar og að henn- ar eigiu vild. Yerkefni hreppafundanna, kjördæmis- fundanna og þjóðfundarins er því eitt og hið sarna: einbeitt þjóðleg eining til framsóknar og fylgis með sjálfstjórnarmálinu fyrst og fremst, og því næst með hverju helzt öðru af hinum þýðingarmeiri landsmál- um, sem þjóðin vill leggja kapp á, að fá framgengt

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.