Fjallkonan


Fjallkonan - 05.06.1895, Qupperneq 2

Fjallkonan - 05.06.1895, Qupperneq 2
94 FJALLKONAN. XII 23 Með öllu ,tekr steininn úr’, þegar biskup fer að hreyfa samskotum til ,trúboða’ út um heim og ráð- gerir, að skrifa um það mál próföstum. Þetta er eftirtektavert af þeim manni, sem þekkir jafnvel og hann ástæðurnar hér á landi, og veit hvað margt er ógert hjá okkr af því sem nauðsynlegt væri að gera ef efnin vantaði ekki. Skyldi t. d. ekki hafa verið oss eins þarft, að leitað hefði verið samskota til að brúa einhverja verstu ána á alfaravegi til þess að færri druknuðu í henni, eins og að fara að leita samskota til að kosta maun út í heim til trúboða, sem lítið mundi hafa orðið annað enn ferðin, eða þá að hann hefði fengið þá eina til að hallast að trúnni, sem ekki hefði fyrir það orðið menn að betri, eða fengið þá menn til að kallast kristnir, sem áðr hefðu haft betra siðferði enn trúboðinn sjálfr. Ég játa það, að ég skil ekkert í þessari kristniboðshugmyud; hún myndast vist fyrir trú, enn ætli sú trú færi fjöllin úr stað? Ég er víss um, að enginn hefði hneykslast meira á því enn þessu, þótt synodus hefði hvatt unga guð- fræðinga, meðan þeir væru embættislausir, til þess að stunda atvinnuvegu landsmanna, sem eru, eins og kunnugt er, kvikfjárrækt og fiskveiðar — annaðhvort að ala upp naut og sauði, eða veiða þorska og selja þá fullu verði Ameríku-manninum(!) eða öðrum þjóð- um, sem bezt borguðu, svo að þjóðareignin hefði íar- ið vaxandi og fólkinu ekki fækkandi. Enn þessari háttvirtu synodus, eða öllu heldr þeim (andlegrar’ stétt- ar mönnum, sem þar hafa mætt, finst ef til vill, að þeir séu með öllu hafnir yfir það, að hugsa um þessa heims gæði, þótt almenningsálitið á þeim sé eitthvað í aðra átt. Síðast liggr mér við að segja, að séra Jens Páls- son hafi (bætt gráu ofan á svart’, þar sem hann fór að vekja upp samþykt synodusar frá fyrra árinu um samskot til skólastofnunar í hinu (evangelisk’-lúterska kirkjufélagi í Yestrheimi’. Það er sannr framfara- hugr í þessum háu herrum. Þeim er nú ekki farið að nægja okkar litli hólmi til að spreyta sig á, heldr ieggja þeir undir sig hálfan heiminn. Fjarlægðin stendr nú ekki lengr fyrir; það geugr alt eins og hugr manns hjá þeim. Skyldi þeim ekki fara að hug- kvæmast að stofna til samskota til að koma upp skóla í tunglinu og senda þangað trúboða. Það er ósannað, að það sé meiri fjarstæða, enn að ætla sér að safna hér á landi fé tii skóla í Ameríku og trú- boðs í öðrum heimsálfum. Það sést ekki glögglega á gerðum þessarar synodus- ar, hvort þeir sem þar mættu hafi skoðað stöðu sína, sem væri þeir að vinna fyrir ísland og íslenzku þjóð- ina, að þvi er snertir þessi þrjú síðustu mál, sem eru: 1. að hvetja menn til Ameriku. 2. safna hér fé til að kosta trúboða út í heim. 3. að safna fé til að stofna skóla í Ameríku. Mér hefði þótt miklu betra, að þeir háu herrar, biskupinn og séra Jens Pálsson, hefðu báðir farið með húð og hári til Ameríku og sýnt þar sjálfir trú sína (af verkum sinum’, heldr enn að þeir leiti á aðra menn til farar þangað og fjárframlaga. Yæru þeir menn til, sem sæi ályktanir synodusar og þekti ekkert til á fslandi enn þektu Ameríku, þá hlyti þeir að hugsa sem svo: ’Mikil og voldug hlýtr þe8si íslenzka þjóð að vera, þar sem hún ætlar að taka að sér Ameríkumenn, bæði með því, að senda þangað lærða menn og fjárframlög til þess að efla mentun þjóðarinnar. Aftr á móti er ég hræddr um, að þeir sem þekkja íslendinga og hagi þeirra og Ameríku og þjóðirnar þar og hag þeirra, og vissu ályktanir synodusar og umhyggju þá, sem íslendingar hafa borið fyrir skóla- stofnun í Ameríku og útvegun guðfræðinga þangað, að ógleymdu trúboðinu í öðrum heimsálfum — mundu hugsa á þá leið, að þeir sem á synodus hefðu þá mætt, hefðu allir haft með sér tappatogarann enn enginn handbókina. Vonandi er að stjórnarblaðið ísafold færi í sumar .uppbyggilegar’ fréttir af næstu synodus. Jón. Ullarverksmiðja og álnavörutollr. Eitt af hinum nýju framfarafyrirtækjum hér í landi í seinni tíð má án efa telja það í fremri röð, að koma upp tóvinnuvélum. Því verðr eigi neitað, að langt of lítið er unnið í laudinu og mikils til of mikið er keypt af útlendri álnavöru, sem er harðla misjöfn að gæðum og mörg hver afar endingarlaus. Alþingi hefir ákvarðað að veita skuli lán þeim sýslufélögum, er vilja, til að koma á fót tóvinnuvélum. Sumar sýslur hafa þegar notað þetta, enn það geugr yfir mig, að Reykjavíkrbær eða þá Iðuaðarmannafélagið þar reyn- ir eigi slíkt hið sama. Því eigi er þar minni þörfin enn annarstaðar, og svo liggr sá staðr hvað bezt við til að reka slíkau iðnað. Þær tóvinnuvélar, sem komuar eru í landinu, mega samt eigi heita nema lítil byrjun til annars, er ætti að verða meira innan skamms. Þessi verkfæri eru til að tæta, kemba og spinna ullina, enn þetta er eigi nóg; vér ættum að hafa vefstól, litunaráhöld og þæfingarútbúnað í sam- bandi við hitt, að minsta kosti á einum stað í landinu, því þá fyrst er hægt að fá dúka, er fyrst og fremst eru betri mörgum hinum útlendu dúkum og þar að auki eins fagrir útlits, enn það er hlutr, sem verkn- að vorn vantar nú sem stendur. Ég álít, að réttast væri að styrkja einhvern mann eða eitthvert félag til að koma upp reglulegri ullarverksmiðju. Það er hart, enn þó satt, að vér seljum nú ullina út úr landinu, enn kaupum aftr dúka úr henni og látum aðra þann- ig hafa alla atvinnuna.— Thomsen kaupmaðr í Rvík flytr til dæmis talsvert af ull til Kaupmannahafnar og lætr verksmiðjurnar þar vinna úr henni, enn selr oss svo aftr vefnaðarvörurnar úr vorri eigin ull. Þetta er öfugt fyrirkomulag, og ætti ekki svo að vera. Oss ætti að vera hægt að vinna þetta sjálfum, eins vel og Dönum, ef eigi vantaði verkfærin og kunnáttuna; enn allir hljóta að sjá, að það er landinu hagr að vinnulaunin lendi í vasa manna, sem hér eru búsett- ir, svo að vel sé vert að kosta nokkuru fé til að breyta þeirri aðferð er nú tíðkast. Það kemr að vísu hér til skoðunar, að torvelt mun verða að selja innlenda dúka jafn ódýrt sem hina útlendu, einkum þar efnið í hinum útlendu dúkum er oft vont, enn kaupendr tíðum svo, að þeir spyrja að eins um hvað er ódýrast, og geta ýmsar orsakir verið til þess. Enn við þessu er auðið að gera með því að leggja toll á allan útlendan vefnað,

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.