Fjallkonan - 03.07.1895, Blaðsíða 1
[
Kemr út um mifija viku.
Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.)
Auglýeingar mjög fidýrar.
FJALLKONAN
■
Gjalddagi 15. júlí. Upp-
sögn skrifleg fyrir 1. okt.
Afgr.: Þingholtsstræti 18.
XII, 27.
Reykjavík, 3. júlí.
1898.
H. CHR. HANSEN,
stórkaupmaðr,
(Rörholmsgade 3) í Kaupmannahöfn, byrjaði íslenzka
umboðsverzlun 1882, tekr að sér innkaup á vörum
fyrir ísland, selr einnig íslenzkar vörnr í Kaupmanna-
höfn og Leith. Kaupir ísl. frímerki fyrir hæsta verð.
Þingvallasöngr.
—m—
0, Þingvalla himinn, þið heilögu vé,
þú hljómsterki Öxarár-kliður,
hér koma nú synir að finna það fé
sem feðurnir grófu hér niður.
Yið heilsum þér enn þá með óþreyttar mundir,
ó elskaða jörð, hér er gullið vort undir.
*
Og heyrðu það hraun, þó það verðum ei við,
sem vaxtanna fáum hér notið,
þá ölum við sonu, sem gefa ekki grið,
unz gullið úr urðinni er brotið;
og þá skal hún eldgamla Öxará minna
á okkur, og það sem við reyndum að vinna.
*
Og heyrðu það foss, þú átt ósungið enn
um árdegis blossana rauðu,
og kannske um fríðari og frægari menn,
og frjálsari heldr enn þá dauðu.
Hve margt á hún óskráð hin eilífa Saga
um ófædda mæringa, sólheiða daga!
*
Og gullpennann leiftrandi grípur hún þá,
er glampar á fjarlægum bárum
og rís upp úr djúpinu röðullinn sá,
er rann fyrir sex hundruð árum;
og það veit hún Saga, að um daginn þann dreymir
hvern dreng þann sem ísland í moldinni geymir.
'þozóteinn St'fonyojon.
Útlendar fréttir.
Norðmenn virðast vera að digna í stjórnarbar-
áttunni við Svía eftir síðustu fréttum að dæma.
Eystrasaltsskurðrinn. Hann átti að opna í mið-
jum júní með miklum hátíðabrigðum í Kíl. Áðr höfðu
grunnskreið skip farið um hann. Til hátíðarinnar
var von á flotadeildum frá stórveldunum; jafnvel Frakk-
ar ætluðu að senda herskip þangað, og Gladstone
gamli var farinn af stað þangað og ætlaði að koma
við í Kaupmannahöfn í ferðinni.
Ejá Tyrkjum gengr margt á tréfótum; róstur
víða og viðsjár með mönnum; í bænum Djedda var
fyrir skömmu skotið á brezka, franska og rússneska
konsúla, og var einn þeirra særðr til bana, enn hinir
hættulega særðir. Englendingar, Frakkar og Rússar
hafa skorað á Tyrki, að bæta ráð sitt með stjórn í
Armeníu og víðar, og hafa Englar þegar sent 17 her-
skip til Beirut á Sýrlandi, er höfð verða til taks ef
á þarf að halda, og franskir og enskir bryndrekar eru
á leiðinni til Djedda. — í þessum ósköpum urðu stór-
vezíra og ráðaneytis skifti hjá soldáni, og er það ekki
talið horfa til bóta.
Frá Kína oq Japan eru óljósar fréttir eins og
vant er. Japanar hafa orðið að taka eyna Formosa
herskildi og þjóðveldið á eynni er liðið undir lok. —
Rússar lita illu hornauga til Japana, og þykir jafnvel
hætt við, að þeim kunni að lenda saman í stríð áðr
langt líðr.
Norðrskautsfór André verkfræðings í Stokkhólmi
ráðin (i loftbát); farareyrir fenginn (130,000 kr.)
Voðalegar sk'ogarbrennur í steinolíuhéruðum Penn-
sylvaníu (N.-Am.). Fjöldi bæja brunninn til ösku.
Dáinn frægr danskr læknir, W. Meyer, stundaði
einkum nefsjúkdóma og hálssjúkdóma.
Þingvallarfundr var haldinn 28. júní. Við fund-
arsetningu vóru sungin kvæði eftir þá Þorst. Erlings-
son og Einar Benediktsson. Forseti fundarins var
kosinn Benedikt próf. Kristjánsson í Landakoti, sem
Isaf. í fyrra áleit andlega örvasa, og varaforseti Ind-
riði Einarsson, sem ísaf. taldi um sama leyti jafningja
sr. Benedikts. Til þess að almenningr sjái, hvernig
þessi andlegi kramaraumingi lítr út, kemr hér mynd
af séra Benedikt Kristjánssyni.
Á fundinum
vóru kosnir
19 fulltrúar,
enn auk þess
var fulltrúi
kvenfélagsins
tekinn gildr
með öllum at-
kvæðum móti
einu.
Sex kjör-
dæmi höfðu
engan fulltr.
valið og frá
2 kjördæmum
komu hinir
kosnu fulltr.
ekki.
Þar vóru rædd nær 20 mál. 1. stjórnarskrár-
málið; samþykt að fylgja því fram í sömu stefnu og
í fyrra. — 2. samgöngumálið; samþ. að reyna að
fjölga gufuskipaferðunum milli Bretlands og íslands
og í kringum landið, og að stuðla að því með þingsá-
lyktunum og loforðum um fjárframlög, að fréttaþráðr
verði lagðr hingað; sþ. að rannsaka hvað járnbraut muni
kosta til Rangárvallasýslu. — 3. kvenfrelsismál; samþ.